Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Síða 31

Bókasafnið - 01.03.1990, Síða 31
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir dósent, Háskóla íslands Bókasafnsfræðingar útskrifaðir frá Háskóla íslands 1964-1989 Hér birtist í fyrsta sinn heildarskrá yfir alla þá sem lokið hafa bókasafnsfræði sem aðalgrein frá Háskóla íslands frá 1964 að Svanlaug Baldursdóttir lauk B. A.-prófi fyrst manna og til ársloka 1989. Alls hafa 182 lokið prófi á þessu 26 ára tímabili en miklu fleiri haft við- komu í greininni um lengri eða skemmri tíma. Getið er heitis B. A.-ritgerðar en þess ber þó að geta að stundum er nokkuð á reiki hvert eiginlegt nafn er, einkum á eldri verkefnum sem hvergi eru til, og stundum er annað heiti á kápu ritgerðar en upp er gefið í Arbók Háskólans. Getur því verið um lítils háttar mismun að ræða. Bókasafnsfræðingum er raðað í útskriftarröð þannig að menn geti séð númer hvað þeir eru. Frá 1971 eru fleiri en ein útskrift á ári og segja tölurnar til um á hvaða árstíma menn hafa lokið prófi. /1-75/ gefur til kynna að viðkom- andi hafi lokið B. A.-prófi í febrúar 1975, /2-80/ að útskrift hafi verið í júní 1980 og /3-89/ að viðkomandi hafi lokið B. A.-prófi í október 1989. Bókasafnsfræðin var kennd í heimspekideild allt til 1976 og fyrsti bókasafnsfræðingurinn sem útskrifaðist úr félagsvísindadeild var Helga Einarsdóttir árið 1977 (nr. 34), en um nokkurra ára skeið gátu menn lokið prófi úr hvorri deildinni sem var. Enn eru þess dæmi að menn ljúki tvöfaldri aðalgrein og kjósi að útskrifast úr heimspeki- deild. Þetta hefur áhrif á röðunina. Þeir sem útskrifuðust úr heimspekideild eftir að félagsvísindadcild tók til starfa eru taldir á undan vegna þess að stúdentar fá skírteini sín fyrr úr þeirri deild við útskrift. Getið er um úr hvaða deild menn hafa lokið prófi sé um óvenjulega útskrift að ræða. Einnig er tekið fram ef viðkomandi hefur tekið 60 ein- ingar til viðbótar við B. A.-próf og eru þeir skráðir síðastir við hverja útskrift. Þeirra er hvergi getið í skrám Háskól- ans og því er ekki hægt að fá upplýsingar um námslok þeirra nema úr námsferilsskrám deildarinnar en þar sem þeir eru fullgildir bókasafnsfræðingar eru þeir að sjálf- sögðu hér með líka. Einnig er hér með listi yfir fjölda þeirra bókasafnsfræð- inga sem útskrifast hafa á hverju ári. Reynt hefur verið að gera þessa skrá eins nákvæma og kostur er en ef einhverjar skekkjur leynast hér eru menn beðnir að hafa samband við höfund greinarinnar. Ávallt er best að hafa það sem sannara reynist og eru athugasemdir því vel þegnar. Tímaröð og heiti ritgerða 1964 (1) 1. Svanlaug Baldursdóttir: Skrá um sérprent í jarð- fræði. 1967 (1) 2. Guðrún Gísladóttir: Skrá yfir erlend raunvísinda- og tæknitímarit. Bókasafnsfræðingar útskrífaðir frá Háskóla íslands 1964-1989 Samtals 1964 1 1 1967 1 2 1968 3 5 1969 1 6 1970 1 7 1971 4 11 1972 2 13 1973 3 16 1974 3 19 1975 3 22 1976 5 27 1977 12 39 1978 12 51 1979 15 66 1980 14 80 1981 10 90 1982 8 98 1983 15 113 1984 7 120 1985 19 139 1986 14 153 1987 10 163 1988 6 169 1989 13 Samtals: 182 182 1968 (3) 3. Egill Halldórsson: Skrá um þýðingar á bandarískum bókmenntum. 4. FríðaA. Sigurðardóttir: SkráumsérprentíHáskóla- bókasafni um almenn málvísindi, örnefni, íslenska málfræði, rúnir, norræn mál og gotnesku. 5. Indriði Hallgrímsson: Efnisflokkuð skrá yfir bækur prentaðar á Akureyri 1853-1965 ásamt söguágripi um prentverk þar. 1969 (1) 6. Jón Þ. Þór: Upphaf prentlistar á Austurlandi. Jón Ólafsson og Skuldarprentsmiðjan. 1970 (1) 7. Aðalheiður Friðþjófsdóttir: Skrá um íslensk leikrit 1950-1959. 1971 (4) 8. Friðrik Guðni Þórleifsson: Tónlistardeild bóka- safna. /2-71/ 9. Súsanna Bury: Liðflokkun og sérkerfi með sérstöku tilliti til SfB. /2-71/ BÓKASAFNIÐ 31

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.