Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 37
Kristín Indriðadóttir, bókavörður við Kennaraháskóla íslands
Til þjónustu reiðubúinn
- um stjórnun rannsóknarbókasafna
Skipulagsbreytingar í bókasöfnum
Víða í hinum vestræna heimi eru menn nú að velta fyrir
sér nauðsyn skipulagsbreytinga í bókasöfnum, einkum
háskólabókasöfnum og stórum rannsóknarbókasöfnum.
Ástæðurnar eru margar. Orðið hafa allmiklar breytingar
sem bregðast þarf við í söfnunum og við ýmsa örðugleika
er að etja. Til dæmis má nefna:
1) Fjárveitingar til bókasafna hafa dregist saman en mikill
þrýstingur er á söfnin að veita hefðbundna eða jafnvel
aukna þjónustu með minni tilkostnaði.
2) Afkastageta safnanna er of lítil þrátt fyrir tölvuvæð-
ingu margra þeirra og stöðugar tækniframfarir.
3) Upplýsingaflóðið vex og vex og vísindamenn hafa
breytt aðferðum sínum við að fylgjast með.
Spurningin er hvernig eigi að bregðast við? Mörg stór
söfn eru sein í snúningum og hefðbundin stjórnunarleg
uppbygging þeirra veldur því að þau ráða illa við þau
verkefni sem nú liggja fyrir. Þó að flest söfn á íslandi séu
smærri í sniðum en erlendis eiga allir þessir þættir að flestu
leyti við hér. Þótt þau séu smá er þeim ætlað að þjóna heilli
þjóð sem vill mæla sig á mælikvarða stærri þjóða. Sá
kvarði verður því líka að gilda á þjónustu safnanna.
í þessari grein langar mig að stikla á þeim þáttum sem
mér þykja mestu máli skipta í stefnu og stjórnun rann-
sóknarbókasafna til þess að söfnin verði góðar þjónustu-
stofnanir og starfsmenn njóti sín sem best í starfi. Fyrst
mun ég víkja nánar að þeim ástæðum sem ég hef nefnt að
leiða þurfi af sér breytingar.
Þegar þrengist í búi
Krafan um hagræðingu og hámarksafköst
Síðustu tvo áratugi hafa rannsóknarbókasöfn eflst óð-
fluga víða um lönd en á allra síðustu árum virðist víðast
hvar halla jafnhratt undan fæti. Ríkisstjórnir kreQast
aðhalds og sparnaðar og eins og oft áður bitnar niður-
skurður fyrst á menningunni. í Bretlandi hefur stjórnkerfi
háskóla t.d. tekið stökkbreytingum sl. 4 ár í kjölfar svo-
kallaðrar Jarratt-skýrslu (Burrows:1987). Kröfur eru
gerðar um hagræðingu og hámarksskilvirkni. Samkvæmt
skýrslunni er stefnt að því í háskólum að dreifa valdi og
láta fara saman fjármálalega og faglega ábyrgð. Deildar-
stjóri verður að reka sína deild sem heild og áætla jafnt
kostnað fyrir rafmagni og kennslukostnað. Bókavörður-
inn fær eina upphæð til þess að reka bókasafnið og stendur
frammi fyrir því hvort fækka eigi fólki eða kaupa minna af
efni. í mörgum háskólum hefur bókasafnið ekki komist
sérstaklega á blað innan stjórnkerfisins og því margt óljóst
um tengsl þess við háskólann. Eiga deildirnar e.t.v. að fá
fé til bókakaupa í sinn vasa og geta þá ráðstafað því í
eitthvað annað ef svo ber undir? Því hafa bókaverðir
mótmælt, einkum m.t.t. tímaritakaupa, og hafa bent á að
með því móti gætu þeir ekki lengur haft stjórn á mark-
vissri ritaöflun.
Hvaðan eiga peningarnir að koma?
í framhaldi af þessum vangaveltum vaknar spurningin
unr hvort safnið eigi að selja deildunum þjónustu, t.d.
millisafnalán, tölvuleitir o.s.frv.? Og hvar á að setja
mörkin? Þessu liafnar Toby Burrows og segir að kostn-
aður við bókasöfnin sé blanda af venjulegum háskóla-
deildakostnaði og þjónustukostnaði. Safnið styðji deild-
irnar og eigi því að hafa sérstakan sjóð fyrir efni og bera
kostnað af þjónustunni innan skólans.
Sú gamla hefð að láta ekki borga fyrir lán milli bóka-
safna er einnig á undanhaldi. Hinar greiðu samskiptaleiðir
milli tölvuvæddra safna vekja að sjálfsögðu nýjar spurn-
ingar um hvert menn snúi sér helst til að útvega efni. Á
erfiðum tímum geta stór söfn einfaldlega dregið sig út úr
samvinnu með því að taka gjald fyrir millisafnalán og
minnka þannig álag á sinn safnkost og þar með geta þau
fækkað starfsfólki.
Á Norðurlöndum er líka rætt um greiðslu fyrir þjón-
ustu bókasafna og að frumkvæði norrænu þjóðbókavarð-
anna fer nú fram athugun á hvernig greiðslum í rannsókn-
arsöfnum sé háttað. Gunnar Lager hefur nýlega reifað
spurninguna um upplýsinga- og menningarhlutverk
safna og misrnun almenningsbókasafna og þeirra bóka-
safna sem fyrst og fremst þjóna rannsóknum og atvinnu-
lífi. Það sé sjálfsagt að barn eigi frjálsan og ókeypis aðgang
að Rauðhettu á almenningsbókasafni en ekki sjálfgefið að
verkfræðingur eigi sama rétt á Joumal of Polymer Science.
Frjáls aðgangur þurfi ekki endilega að vera ókeypis.
Hugmyndir hafa komið fram, a.m.k. bæði í Bretlandi
(Burrows:1987) og Danmörku (Vig:1989), um að
ákveðið hlutfall af fjármunum til rannsókna rynni til
bókasafna. Danska ríkisstjórnin stefnir að því að fjárfram-
lög til rannsókna fjórfaldist á síðustu 15 árum aldarinnar.
Aukningin verður einkum í einkageiranum eða í sam-
vinnuverkefnum hans og hins opinbera. í áætlunum
stjórnvalda er talað um að koma nýrri þekkingu á fram-
færi til að efla atvinnulífið en engir peningar hafa af þessu
tilefni verið eyrnamerktir bókasöfnunum. Því hafa
danskir bókaverðir af því áhyggjur hvernig háskóla- og
rannsóknarbókasöfn, sem hingað til hafa verið þeir aðilar
sem séð hafa rannsóknum fyrir upplýsingum, geti brugð-
ist við þessari þróun. Skilningur er fyrir því að menn þurfi
að geta leitað í gagnabrunnum út um víða veröld en því
gleymt að eftir er að útvega ritin. Á sama tíma er opin-
berum stofnunum ætlað að spara. Hér verða vafalaust
BÓKASAFNIÐ
37