Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 41

Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 41
Margrét Loftsdóttir, forstöðumaður bókasafns Flensborgarskóla í Hafnarfirði Bókasafn Flensborgarskóla Bókasöfn í framhaldsskólum, notuð sem virkur þáttur í skólastarfmu, eru fremur nýleg hér á landi. Ég minnist þess þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri á árunum 1958-1962 að þá var að vísu svokallað bókasafn í skólanum. Bókasafn þetta var geymt í læstum glerskáp niðri í kjallara. Nemendur gátu fengið bækur að láni einu sinni í viku, að því er mig minnir, en bækur safnsins vöktu lítinn áhuga nemenda sökum aldurs og efnis og þær tengdust lítið eða ekkert skólastarfinu, enda hafa þær að líkindum verið tilfallandi gjafir til skólans í gegnum tíð- ina. Sum skólasystkini mín sem ég hefi rætt þetta við muna ekki einu sinni eftir því að bókasafn hafi verið við skólann. Ég hygg að það sé ekki fyrr en um 1970 að bókasöfn í framhaldsskólum fara að taka á sig þá mynd sem þau hafa í dag, en þá á ég við að þau séu virkur þáttur í skólastarf- inu. Breyting þessi tengist nýjum kennsluháttum og breyttum framhaldsskólum. Fyrstu bókaverðir í framhaldsskólum, eftir að bóka- söfnin tóku að breytast, voru kennarar sem gegndu hluta af vinnuskyldu sinni á bókasafninu. Það var ekki fyrr en sumarið 1979 sem auglýst var fyrsta staða sérstaks bóka- varðar með bókasafnsfræðimenntun við framhaldsskóla hérlendis. Árið eftir, eða sumarið 1980, voru auglýstar tvær slíkar stöður og var staða bókavarðar við Flensborg- arskólann önnur þeirra. Bókasafn Flensborgarskólans stendur á gömlum merg. Skólinn sjálfur hélt upp á 100 ára afmæli sitt árið 1982. Rætur bókasafnsins ná næstum því jafnlangt aftur í tímann. Bókasafnið Skinfaxi - en það var bókasafn nemenda í Flensborgarskóla - var stofnað veturinn 1893-94 og eign- aðist þann vetur 138 bindi bóka. Bókavörður var einn úr hópi nemenda og hélst slíkt fyrirkomulag áfram meðan bókasafnið starfaði. Sérstakur sjóður Bókasafnsins Skin- faxa var stofnaður veturinn 1901-1902. Fyrstu peningar sem runnu til sjóðsins voru tekjur vegna eins fyrirlestrar, 28 krónur og 35 aurar. Nemendur greiddu síðan sérstök „tillög" í sjóðinn, þ.e. 1,00 kr. hver, en veturinn 1919- 1920 var upphæðin hækkuð í 3,00 kr. á nemanda. Þetta kemur fram í Minningarríti Flensborgarskólans 1882- 1932 sem Guðni Jónsson, fyrrverandi nemandi skólans, samdi. Guðni segir þar enn fremur að nemendur hafi alltaf stutt bókasafnið með gjöfum og tekjum af skemmtunum auk áðurnefndra framlaga. Eign sjóðsins árið 1932 var 955 krónur og 54 aurar. Bókasafnið Skinfaxi er enn til 1932 og veit ég ekki hvenær það hættir formlega störfum en greinilegt er að lítil starf- semi hefur verið eftir það ef dæma má eftir núverandi safnkosti. Núverandi starfsemi Bókasafns Flensborgarskóla Það var í kringum 1973 að safnið fór að gegna virku hlutverki í skólastarfmu því þá tók einn af kennurum skólans, Eyjólfur Guðmundsson, við stöðu bókavarðar. Eyjólfur var síðan bókavörður til sumarsins 1980, síð- asta árið ásamt Vigdísi Grímsdóttur. Hann hætti þá störfum fyrir aldurs sakir og var auglýst efir bókaverði með bókasafnsfræðimenntun, eins og áður er getið. Haustið 1980, þegar ég hóf störf, var bókasafnið í nokkuð góðu húsnæði miðað við það sem þá tíðkaðist. Safnið var á gamla sal skólans og var það tvískipt, þ.e. bókasafn sem var um 50 nr og lesstofa um 100 nr. Fljót- lega kom í ljós að slíkt fyrirkomulag var ekki heppilegt vegna þess að lesstofan var notuð sem samkomusalur nemenda en ekki til nánrs og voru safnið og lesstofan því sameinuð þannig að nemendur komu að breyttu safni haustið 1981. Safnið starfaði svo farsællega, að mínum dómi, í þessu húsnæði í um það bil 6 ár. Þá fór að þrengja að því og kom það niður á lesaðstöðu eftir því sem bókakostur batnaði og kom að betri notum fyrir starfsemi skólans. Veturinn 1986-1987 var farið að ræða það í skólanum að þörf væri á meira húsnæði fyrir safnið en vandi var á höndum hvar slíkt væri að fá. Þá datt mönnum í hug að kannske mætti nota þáverandi hátíðarsal skólans sem bókasafn en salur þessi hafði alltaf verið fremur óheppilegur sem slíkur af ýmsum ástæðum. Ósk um breytingu kom fyrst fram í fjárhagsáætlun skólans haustið 1987. í fjárhagsáætlun skólans fyrir árið 1989 var flutningur bókasafnsins gerður að forgangsverkefni vegna endurbóta á skólahúsnæði og voru bæjaryfirvöld strax afar hlynnt þessu. Veitt var sér- stök fjárveiting í þessu skyni en auk þess sem hátíðarsalur- inn, sem er 320 nr að stærð, var innréttaður sem bókasafn Greinarhöfundur ávarpar gesti við opnun safnsins í nýju hús- næði. BÓKASAFNIÐ 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.