Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 43
Ráðstefnuhópur Félags bókasafnsfræðinema
14. samnorræna ráðstefna bókasafnsfræðinema
Félag nema í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla
íslands hélt 14. samnorrænu ráðstefnu bókasafns-
fræðinema helgina 27.-29. október 1989 í Reykjavík.
Þátttakendur í ráðstefnunni voru 51, þar af voru 43 frá
hinum Norðurlöndunum. Fjöldi þátttakenda hefur
venjulega verið um 50 og vorum við aðstandendur ráð-
stefnunnar ánægðir með að þátttaka skyldi haldast sú
sarna, þrátt fyrir að um lengri veg væri að fara.
Undirbúningur
Forsaga þess að ráðstefnan var haldin hérlendis er sú að
á ráðstefnunni í Finnlandi 1987komfram mikill áhugi á að
halda næstu ráðstefnu á íslandi. íslensku þátttakendurnir
báðust undan en lofuðu að vinna að því að ráðstefnan yrði
á íslandi 1989. Þegar heim kom var málið kynnt fyrir
öðrum nemum og var þá ákveðið að verða við þessari ósk.
Fyrsta skrefið í undirbúningi var að senda fleiri fulltrúa en
áður á ráðstefnuna sem haldin var í Osló til þess að sem
flestir hefðu reynslu af þátttöku og þessir fulltrúar urðu
sjálfskipaðir í undirbúningsnefnd.
Oslófararnir voru Anna Elín Bjarkadóttir, Ástþrúður
Sif Sveinsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Margrét I.
Ásgeirsdóttir, Ragnheiður Kjærnested, Regína Eiríks-
dóttir, Sjöfn Hjörvar og Sveinbjörg R. Sumarliðadóttir. í
Osló var lokaákvörðun tekin; næsta ráðstefna yrði á ís-
landi og umræðuefni hennar yrði um siðfræði bókasafns-
fræðinnar og um greiðslur fyrir bókasafnsþjónustu. Þegar
heini kom hóf hópurinn undirbúningsstörf.
Skipulag samnorrænna ráðstefna nema er hefðbundið.
Dagskrá er í stórum dráttum eins. Gert er ráð fyrir að
matur og gisting sé innifalið í ráðstefnugjöldum, þeim sé
haldið í lágmarki og ætlast er til að gestgjafar standi
straum af öllum umframkostnaði. Þessar ástæður, ásamt
því að við vildum halda ráðstefnuna með reisn, leiddu til
þess að undirbúningsvinna var mikil. Fyrsta skrefið var að
gera fjárhagsáætlun og leita upplýsinga um ráðstefnustað,
gistingu og matarkostnað. Allt skipulag miðaði að því að
halda kostnaði í lágmarki án þess að það kænii niður á
gæðum.
Við höfðum okkur öll frammi við fjáröflun, t.d. með
blómasölu og styrkumsóknum. Ákveðið var, að vand-
lega íhuguðu máli, að ráðstefnan yrði haldin í húsnæði
Háskóla íslands, sem stóð til boða okkur að kostnaðar-
lausu. Við lögðum áherslu á að fá Odda þar sem það hús-
næði tilheyrir okkar deild, en vegna kennslu urðum við að
fá inni í Norræna húsinu á föstudeginum.
Drög að dagskrá og umræðupunktum lágu fyrir í ágúst
og voru þeir sendir til hinna skólanna. Þá þurfti að útvega
fyrirlesara og vilyrði fyrir skoðunarferðum. Talsverður
tími fór í bréfaskipti urn ýmis atriði, eins og flugfargjöld,
möguleika á ferðalögum og hvernig útbúnað þátttak-
endur þyrftu að hafa með sér. Eftir að upplýsingar um
þátttakendur tóku að berast og línur skýrðust var farið að
ganga frá öllum lausum endum.
Ráðstefnan
Stóra stundin rann svo upp föstudaginn 27. október
þegar ráðstefnan var sett í Norræna húsinu. Dr. Sigrún
Klara Hannesdóttir opnaði ráðstefnuna með fyrirlestri um
fyrirkomulag náms í bókasafnsfræði á íslandi. Því næst
fluttu fulltrúar hvers skóla stuttan annál liðins árs, ásamt
erindi unr umræðuefnið.
Eftir hádegisverð var haldið í skoðunarferð í Stofnun
Árna Magnússonar. Þar tók Einar G. Pétursson á móti
hópnum og leiddi fólk í allan sannleika um íslensk
handrit. Þá var haldið í Landsbókasafn íslands. Finnbogi
Guðmundsson landsbókavörður tók á móti hópnum,
sagði sögu safnsins og sýndi húsakynni. Þaðan var haldið
í Þjóðarbókhlöðuna þar sem Finnbogi, ásamt Einari Sig-
urðssyni háskólabókaverði, kynnti framtíðina í íslenskum
bókasafnamálum. Loks fylgdi Einar okkur í Háskóla-
bókasafn þar sem safnið var kynnt og skoðað. Að loknum
ströngum degi var farið í sund og kvöldinu ráðstafaði
hver og einn að vild.
Á laugardag fyrir hádegi voru fluttir fyrirlestrar um sið-
fræði. Mikael M. Karlsson Ph.D. flutti almennan fyrir-
lestur um siðfræði og Anna Torfadóttir bókasafnsfræð-
ingur um siðfræði í bókasöfnum. Því næst flutti Rósa
Jónsdóttir bókasafnsfræðingur fyrirlestur um undirbún-
ing að þjónustugjöldum í bókasafni Landspítala íslands.
Eftir hádegi hófust hópumræður. Umræðuhópar voru
10, þar af tveir þar sem umræður fóru fram á ensku. Hver
hópur fékk ákveðna umræðupunkta til að vinna úr, þeir
voru:
1. Bókasöfn í upplýsingasamfélagi.
2. Bókasöfn í samkeppni við einkafyrirtæki á sviði upp-
lýsingaþjónustu.
íslensku nemarnir gáfu „gestabók “ sem þátttakendur rádstefna í
framtíðinni munu skrá sig í.
BÓKASAFNIÐ
43