Bókasafnið


Bókasafnið - 01.03.1990, Síða 49

Bókasafnið - 01.03.1990, Síða 49
Karl Ágúst Ólafsson fulltrúi, Háskólabókasafni CD-ROM Kynning á geisladiskinum Upphafið Upphaf geisladisksins (CD) má rekja til haustsins 1982 er hljómdiskurinn CD-A (Conrpact Disc Audio) var opinberlega kynntur. Sú uppgötvun olli þáttaskilum í tónlistarheiminum. í október 1983 kom CD-ROM (Compact Disc-Read Only Memory) svo fyrir augu almennings. Pað var þó ekki fyrr en árið 1985 sem framleiðsla á CD- ROM hófst að marki. í júní það ár gáfu Sony og Philips fyrirtækin út staðal fyrir gerð disksins, allt frá ytri stærð til innri gerðar. Ekki var gengið svo langt að samhæfa vél- búnað. Síðan þetta átti sér stað hafa fjölmargar nýjar gerðir geisladiska verið kynntar og fjöldinn allur er í þróun. í stuttu máli er verið að gera diskinn fjölhæfari m.t.t. fram- setningar upplýsinga og notagildis (forritanlegur diskur). Til þess að gefa nokkra hugmynd um fjölbreytileikann nægir að nefna CD-I, CD-V, DVI og WORM. Þessum tegundum verða gerð skil á eftir. Allar þessar gerðir eru söntu ættar og CD-ROM. Hvað er CD-ROM? Diskurinn sjálfur er örþunn málmplata, 4,72 þuml- ungar (u.þ.b. 12 sm) í þvermál, og geymir upplýsingar í um 5 km langri rák í formi tveggja merkja (1/0) senr raðast á hinn fjölbreytilegasta hátt, hvert á eftir öðru, eins mis- munandi og efnið er. Bilið milli merkja er 0,6 míkrómetr- ar. Leysigeisli nernur síðan þessi rnerki, sem er svo breytt í hljóð, stafi eða rnynd. Þrátt fyrir það hve diskurinn er þunnur er hann gerður úr fjórum lögum. Einkum skipta tvö þeirra máli. Hlífðar- lagið, úr plastefni, sem hylur diskinn að utan og geymslu- lagið, úr áli (stundum gulli eða kopar), sem geymir upp- lýsingar disksins er leysigeislinn nemur. Þó að hlífðar- lagið fái á sig rispur skaðar það ekki geymslulagið. Það þarf því nánast að bræða diskinn ef ætlunin er að eyði- leggja hann. Ekki ber þó svo að skilja að bjóða niegi disk- inum hvaða meðferð sem er, enda ráðleggja hljóntdiska- framleiðendur notendum að fara jafnvarlega með diskinn og hljómplötuna áður. Geymslurými geisladisks er um 600 Mb (megabæti). Það samsvarar: • 600 milljónum stafa - • 300.000 prentuðum bls. - • 1500 disklingum (floppy disc) - • 20 stk. 30 Mb. hörðum diskum - Það er því ekki furða að lagt sé kapp á að vernda efni disksins. Kaup á CD-ROM Hafa ber nokkur atriði í huga ef ætlunin er að festa kaup áCD-ROM. Verðdiska, hvort senr þeir eru fengnir í áskrift eða til eignar, þarf að vera þekkt. Upplýsingar um slíkt má finna í handbókum. Velja þarf vélbúnað sem hæfir diskunr sein ætlunin er að kaupa. Tölva og drif verða að geta unnið saman. Það er nefnilega staðreynd að samhæf- ingu vélbúnaðar og disks vantar. Það leiðir af sér að ekki er hægt að nota alla diska við öll drif eða tölvur. Þetta er greinilega annmarki og háir útbreiðslu CD-ROM. Fjöl- margar tölvur eru á markaði og verð þeirra mismunandi eins og geisladrifanna. Sumir CD-ROM diskar þarfnast harðs disks fyrir stýrikerfi en ekki allir. Það sem þarf því til notkunar CD-ROM er: tölva (m/ hörðum diski), geisladiskadrif, diskarnir sjálfir og e.t.v. prentari. Allt kostar þetta peninga. Verð á tölvum er mjög mis- munandi. Algengt verð á geisladiskadrifi er um 1000 dalir. Nýlega setti NEC fyrirtækið ferðageisladrif, sem gengur fyrir rafhlöðum, á markað og kostar það 599 dali. Diskarnir er nijög misdýrir. Hér eru nokkur dæmi: Áskrift í eitt ár að Books in Print Plus (skrá yfir fáan- legar bandarískar bækur) kostar 1000 dali. (Diskurinn er endurnýjaður ársfjórðungslega.) Áskrift í eitt ár að The New Grolier Electronic Encyc- lopedia kostar 395 dali. (Diskurinn er endurnýjaður árlega.) Fram tíðarla usnin. BÓKASAFNIÐ 49

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.