Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 49

Bókasafnið - 01.03.1990, Qupperneq 49
Karl Ágúst Ólafsson fulltrúi, Háskólabókasafni CD-ROM Kynning á geisladiskinum Upphafið Upphaf geisladisksins (CD) má rekja til haustsins 1982 er hljómdiskurinn CD-A (Conrpact Disc Audio) var opinberlega kynntur. Sú uppgötvun olli þáttaskilum í tónlistarheiminum. í október 1983 kom CD-ROM (Compact Disc-Read Only Memory) svo fyrir augu almennings. Pað var þó ekki fyrr en árið 1985 sem framleiðsla á CD- ROM hófst að marki. í júní það ár gáfu Sony og Philips fyrirtækin út staðal fyrir gerð disksins, allt frá ytri stærð til innri gerðar. Ekki var gengið svo langt að samhæfa vél- búnað. Síðan þetta átti sér stað hafa fjölmargar nýjar gerðir geisladiska verið kynntar og fjöldinn allur er í þróun. í stuttu máli er verið að gera diskinn fjölhæfari m.t.t. fram- setningar upplýsinga og notagildis (forritanlegur diskur). Til þess að gefa nokkra hugmynd um fjölbreytileikann nægir að nefna CD-I, CD-V, DVI og WORM. Þessum tegundum verða gerð skil á eftir. Allar þessar gerðir eru söntu ættar og CD-ROM. Hvað er CD-ROM? Diskurinn sjálfur er örþunn málmplata, 4,72 þuml- ungar (u.þ.b. 12 sm) í þvermál, og geymir upplýsingar í um 5 km langri rák í formi tveggja merkja (1/0) senr raðast á hinn fjölbreytilegasta hátt, hvert á eftir öðru, eins mis- munandi og efnið er. Bilið milli merkja er 0,6 míkrómetr- ar. Leysigeisli nernur síðan þessi rnerki, sem er svo breytt í hljóð, stafi eða rnynd. Þrátt fyrir það hve diskurinn er þunnur er hann gerður úr fjórum lögum. Einkum skipta tvö þeirra máli. Hlífðar- lagið, úr plastefni, sem hylur diskinn að utan og geymslu- lagið, úr áli (stundum gulli eða kopar), sem geymir upp- lýsingar disksins er leysigeislinn nemur. Þó að hlífðar- lagið fái á sig rispur skaðar það ekki geymslulagið. Það þarf því nánast að bræða diskinn ef ætlunin er að eyði- leggja hann. Ekki ber þó svo að skilja að bjóða niegi disk- inum hvaða meðferð sem er, enda ráðleggja hljóntdiska- framleiðendur notendum að fara jafnvarlega með diskinn og hljómplötuna áður. Geymslurými geisladisks er um 600 Mb (megabæti). Það samsvarar: • 600 milljónum stafa - • 300.000 prentuðum bls. - • 1500 disklingum (floppy disc) - • 20 stk. 30 Mb. hörðum diskum - Það er því ekki furða að lagt sé kapp á að vernda efni disksins. Kaup á CD-ROM Hafa ber nokkur atriði í huga ef ætlunin er að festa kaup áCD-ROM. Verðdiska, hvort senr þeir eru fengnir í áskrift eða til eignar, þarf að vera þekkt. Upplýsingar um slíkt má finna í handbókum. Velja þarf vélbúnað sem hæfir diskunr sein ætlunin er að kaupa. Tölva og drif verða að geta unnið saman. Það er nefnilega staðreynd að samhæf- ingu vélbúnaðar og disks vantar. Það leiðir af sér að ekki er hægt að nota alla diska við öll drif eða tölvur. Þetta er greinilega annmarki og háir útbreiðslu CD-ROM. Fjöl- margar tölvur eru á markaði og verð þeirra mismunandi eins og geisladrifanna. Sumir CD-ROM diskar þarfnast harðs disks fyrir stýrikerfi en ekki allir. Það sem þarf því til notkunar CD-ROM er: tölva (m/ hörðum diski), geisladiskadrif, diskarnir sjálfir og e.t.v. prentari. Allt kostar þetta peninga. Verð á tölvum er mjög mis- munandi. Algengt verð á geisladiskadrifi er um 1000 dalir. Nýlega setti NEC fyrirtækið ferðageisladrif, sem gengur fyrir rafhlöðum, á markað og kostar það 599 dali. Diskarnir er nijög misdýrir. Hér eru nokkur dæmi: Áskrift í eitt ár að Books in Print Plus (skrá yfir fáan- legar bandarískar bækur) kostar 1000 dali. (Diskurinn er endurnýjaður ársfjórðungslega.) Áskrift í eitt ár að The New Grolier Electronic Encyc- lopedia kostar 395 dali. (Diskurinn er endurnýjaður árlega.) Fram tíðarla usnin. BÓKASAFNIÐ 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.