Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 76
76
Sigfús Blöndal
run“ sagt um Bolla Bollason, að hann hafi verið víð-
förull maður, og
„doer belike of many a desperate deed,
within the huge wall of the Qrecian king —
pá dettur líklega engum Englending i hug, að „huge
wall“ sé sama sem Konstantínópel, — en ef hann veit,
að sú borg er á íslenzku venjulegast kölluð „Mikligarður“,
pá er hann ekki í neinum vafa um hvað við er átt.
íslenzkunám Morrisar leiddi og til pess, að hann fór
að pýða íslenzkar sögur, og vinur hans og kennari Ei-
ríkur Magnússon hjálpaði honum með pað. Hefur Eiríkur
Magnússon sagt svo frá, að peir hafi venjulegast skift
svo með sér verkum, að Morris bjó fyrst til enska pýð-
ingu, en Eiríkur fór svo yfir pýðinguna á eftir og bar
hana saman við frumritið. Öll kvæði og vísur, sem fyrir
komu, pýddi Morris. Deir byrjuðu nú á Gunnlaugs sögu
ormstungu (1869) og pýddu ýmsar af helztu íslenzkum
sögum; síðasta bókin í bókaröð pessari (Saga Library)
var Heimskringla Snorra Sturlusonar, sem Eiríkur hélt
einn áfram er Morris andaðist árið 1897, og lauk svo við
1905. Njálu pýddu peir ekki, af pví til var áður hin
ágæta pýðing Dasents, og heldur ekki Laxdælu.
Dýðingar pessar hafa átt mikinn pátt í, að pekking
á forníslenzkum bókmentum hefur breiðzt út meðal ensku-
talandi pjóða. Hér ber enn meira á íslenzkum áhrifum á
málfærið en í kvæðum Morrisar. En margir lesendur
eru svo gerðir, að peim finnst pesskonar málfæri með
fornlegum blæ leyfilegt í bundnu máli, en ófyrirgefan-
legt að nota pað í óbundnu. Morris hefur myndað sér
mjög einkennilegt málfæri, sem hann notar fyrst og
fremst í pessum pýðinguin sínum, og siðar á ýmsum
öðrum ritum í óbundnu máli. Hann reynir að pýða ís-
lenzk kjarnyrði eins nákvæmlega og hægt er, orð fyrir
orð, og tekur upp gömul fornensk eða miðensk orð, eða