Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 138
138
Sigfús Blöndal
ég mikinn hóp hlaupandi manna, bersýnilega á flótta í
dauðans ofboði, ryðjast inn í götuendann og fylla hann
alveg, en á eftir gekk hermannaflokkur og fór hart.
Hópurinn flýði fram hjá okkur og hermennirnir héldu á
eftir, en enginn bardagi varð í peirri götu — ég frétti
síðar, að hermennirnir hefðu verið að dreifa kommúnista-
söfnuði á litlu torgi par í grendinni.
Ég var inni hjá gullsmiðnum svo sem fjórðung
stundar. Hann vildi kenna heimsstríðinu um allt óstandið.
Mér heyrðist á honum, að allri alpýðu manna, sem hann
pekkti til, hefði verið illa við stríðið, og mest af öllum
pó Feneyingum og nærsveitamönnum við landamæri
Austurríkis, eins og við var að búast. „Hvað við Fen-
eyingar höfum orðið að pola, meðan á stríðinu stóð“,
sagði gullsmiðurinn, „eilífar skothríðir og loftárásir, og
svo ástandið núna á eftir stríðinu! Og pað erum við,
sem verðum að vinna og nennum að vinna, sem verðum
að borga petta allt saman. Og við missum syni okkar
og bræður í orustunum, eða fáum pá aftur marga hverja
örkumlaða og lítt verkfæra. Dað eru ekki cettjarðarglamr-
ararnir á pinginu eða hákarlarnir (hann notaði orðið
‘pesciacane’, eiginl. ‘hákarl’, svo voru stríðsgróðamenn
kallaðir á Ítalíu), sem hafa staðið í skotgröfunum. Deir
vita lítið hvað stríð er, sem ekki hafa reynt pað“.
„Hvað haldið pér um fascismann?“, spurði ég.
„Ég var hálfótrúaður á hann í byrjuninni, mér finnst
nokkuð hrottalegt að ætla að lækna pólitík með bareflum
og laxerolíu, en ég er farinn að dæma hann vægar, —
nú hann er pó skárri en pessir kommúnistar, sem allt
ætla að eyðileggja af tómri öfund! Ég býst við pessari
fascistahreyfingu vaxi mikið fylgi!“
Dað var nú orðið hljótt á götunni. „Nú er víst öllu
orðið óhætt aftur“, sagði gullsmiðurinn, og fór að taka
frá hlerana, Ég pakkaði honum fyrir húsaskjólið og