Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 100
100
Jakob Benediktsson
í gleymsku í Vestur-Evrópu, og varð pað auðvitað til að
auka álit manna á Vergli, er ekki var lengur hægt að
bera hann saman við Hómer. Dað er pví engin tilviljun,
að Dante gerir Vergil að leiðsögumanni sínum gegnum
helvíti og hreinsunareld í „Divina comedia". í augum
Dantes var Vergill mesta skáld Rómverja og besti fulltrúi
ítölsku pjóðarvitundarinnar. Hjá Vergli fann Dante skýr-
asta mynd af peirri gullöld Ítalíu, sem hann og samtíðar-
menn hans litu með söknuði á sundrungartímum miðald-
anna. Auðvitað sá Dante Vergil í pví ljósi sem kenning-
ar miðaldanna höfðu sett hann í, og líkingaskýringa
kirkjunnar gætir svo mikið, að Vergill Dantes er ekki
sögulega sannur. En skáldinu og ættjarðarvininum Vergli
hefur Dante í Divina comedia reist óbrotgjarnan minnis-
varða.
Vergilsdýrkun miðaldanna breiddist svo út meðal al-
pýðu, að brátt tóku að myndast pjóðsögur um Vergil.
Voru pær fyrst runnar frá hinu gamla heimkynni skálds-
ins, Neapel, og er Vergill í peim gerður að verndaranda
borgarinnar. En er sagnir pessar breiddust út, og við
pær bættist álit lærðra manna, sem settu Vergil á bekk
með Aristoteles að fróðleik um alt miili himins og jarð-
ar, varð Vergill pjóðsagnanna að mögnuðum töframanni.
Spunnust um hann margar og fáránlegar sögur, sem
breiddust út um alla Európu. Ein sú útbreiddasta af
sögnum pessum var allklúr lýsing á viðureign Vergils og
keisaradóttur. Saga pessi komst meira að segja til ís-
lands, og voru par ortar út af henni rímur, er heita Vir-
gilessrímur. (Geínar út í Rímnasafni Finns Jónssonar.
II. bindi s. 843—58. Ein vísa nægir sem sýnishorn:
Virgiless hjet vessa smiðr | hann var fyri klerkum klók-
um | ; sótti fræðin seima viðr | segir svó víða í bókum).
Þjóðsögur um töframanninn Vergil hjeldust langt fram