Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 47
Rúnafræði
47
5. GREIN. ÁLETRANAGERÐIN
Latínustafirnir voru ritnir frá vinstri til hægri. Svo
mun og hafa verið með rúnaletrin, og flestar eru áletran-
innar með því móti. En þær gátu líka gengið frá hægri
til vinstri handar, án þess að nein regla sjáist um það.
Oft kom það fyrir, að áletranin var í tveim línum. Gátu
þær þá verið einsog alment gerist. En líka gat síðari
línan haldið áfram frá hægri til vinstri (hin fyrri frá vinstri
tíl hægri), einsog þegar arðuruxar draga plóg og mynda
tvær forar með því móti (því er það kallað með grísku
orði bustrofedon ‘uxasnúníngslega’). Stendur þá síðari
línan »á höfði«.
Venjulega eru áletranirnar lángsum á steinunum, eftir
lögun þeirra. Þó kemur það fyrir, að þær gánga þversum,
t. d. á hinum meiri Jalángurssteini. Hann er líka allur á
breiddina. Rúnameistarinn hefur jafnaðarlegast haft steininn
liggjandi fyrir framan sig með toppinn til hægri. Fyrir
því ganga áletranirnar uppá við, þegar steinninn er reistur
upp, og enda við toppinn eða ofarlega. Einsog áður er
getið ganga rúnirnar oft í meira eða minna flóknum bönd-
um og boglínum, og þá fram með steinsröndunum og
beygjast að lokum innávið með allra handa breytileik.
Þær ristur eru oftast með miklum hagleik gjörvar og fagrar
álits fyrir list sína og samræmi í allri gerð. Islensku letrin
eru oftast mjög einföld og í beinum línum jafnhliða, og
án alls flúrs, og sýna litla listfengi, nema að rúnirnar
sjálfar eru oft vel gerðar.
Á elstu tíðum eru jafnaðarlegast engin orðaskil sýnd,
og það með öðru veldur því, að skýríng og lestur er svo oft
erfiður og þrætuefni með rúnafræðíngum. Þó kemur það
fyrir, að orðin eru greind (t. d. á gullhorninu), vanalegast
með 3 eða 2 deplum, hverjum upp af öðrum (•). I hinum