Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 106
106
Björn K. Þórólfsson
brjef til kansellísins eða konungs frá Jóni nje um hann.
Vitum vjer pví ekkert frekara um Jón fyr eri svo er
komið æfi hans að hann á eina þrjá daga ólifað. Þá,
hinn 26. mars 1649, er hann, „liggjandi beinbrotinn í
rúmi sínu“, gefinn saman við stúlku að nafni Margrete
Pedersdaatter aff Femern, og er tekið fram að hún
væri þunguð (orðið besvangret skammstafað i kirkju-
bókinni við nafn brúðarinnar)1). Barn peirra Jóns var
skírt 21. ágúst sama ár, pað var dóttir og hlaut nafnið
Margrete1). En dánardagur Jóns er í fatabúrsreikning-
um 1651 greindur 29. mars 16492). Það sem nú var
sagt um banalegu Jóns kemur vel heim við pá sögu, að
hann hafi dáið af byltu, en hitt er rangt, sem líka hefur
sagt verið og ritað, að hann væri myrtur3),
í maímánuði sama ár minnist Ole Worm á lát Jóns
Vestmanns í brjefum til biskupanna Þorláks Skúlasonar
og Brynjólfs Sveinssonar4 * *). í brjefinu til Dorláks biskups
segir Worm: Obiit nuper apud nos Jonas Westmannus,
vir certe cujus obitum ægré admodum ferunt tam
magnates, quam alii. Casum tibi referent fusiori dictione
alii. Á íslensku: „Nýlega dó hjá oss Jón Vestmann,
sannarlega maður, er jafnt höfðingjar sem aðrir harma
sáran. Um pann atburð munu aðrir segja pjer ítarlegar11.
I brjefinu til Brynjólfs (10. maí): „Amisimus nuper ....
popularem vestrum Jonam Westmannum, virum certe
ingenio variarumque rerum peritia insignem, cujus obitum
!) Kirkjubók frá Hólmskirkju (í landsskjalasafni Sjálands).
Þar sem kona Jóns var „aff Femern" skal þess getið, að annar
svaramaðuriun hjet Christen Sleswig. Báðir voru svara-
mennirnir skippere (staða i sjóhernum, nokkuru lægri en
kapteinsstaða). 2) Sbr. Lind Fr. d. tredjes Somagt bls. 27.
3) I skjalagögnum er Jón ávalt nefndur Jonas Westman(d), nema
í kirkjubókinni, þar sem bókuð er skírn dótturinnar. Þar er
nafn hans ritað JoenJoenson Westmand. 4) Epistolae
114, 1046, sbr. Tyrkjaránið 327—28 nmgr,