Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 97
Publius Vergilius Maro
97
með því að mynda ný orð og vekja til lífs gömul orð
og hálfgleymd. Áhrif hans á rómverskt ritmál seinni
tíma eru meiri en nokkurs annars, nema ef til vill
Ciceros.
Drátt fyrir alla stælingu á Hómer, er Vergill harla
ólíkur fyrirmynd sinni í meðferð einstakra atriða. Qætir
par mismunar á aldarandanum og pess, að Vergill hafði
fengið mentun sína í hellenistiskum skóla. í æsku hafði
hann drukkið í sig rómantík hellenismans í kvæðum
Catulls og samtíðarmanna hans, og pessi áhrif hafa auk-
ist, er hann komst í kynni við grískar bókmentir hellenis-
mans. Rómantík Vergils kemur auðvitað best í ljós í
Bucolica og Qeorgica, en hún ræður þó svo miklu í
Æneasarkviðu, að áhrif kvæðisins verða öll önnur en
Hómerskvæða. Viðkvæmni sú og samúð með allri ógæfu,
sem gengur í gegnum alla Æneasarkviðu eins og rauður
práður, er ef til vill best lýst með eigin orðum Vergils:
„Sunt lacrimae rerum et mentem mortalia tangunt“ (orð-
rjett: Atburðunum fylgja tár, og alt dauðlegt snertir hug-
ann).
Dað sem mest hreif rómverska lesendur Æneasar-
kviðu, var pó ættjarðarástin og pjóðarstoltið, sem alstaðar
skín út úr henni. Er Æneasarkviða í pví tilliti mest frá-
brugðin Hómerskvæðum, að hún er ort beinlínis í peim
tilgangi að frægja Rómaveldi, lýsa þjóðarstolti Rómverja
og lofa Augustus, sem látið hafði nýja gullöld renna upp
fyrir pjóðinni. Skoðun Vergils á hlutverki Rómaveldis i
framtíðinni kemur ef til vill ljósast fram í siðustu orðum
Anchisesar til Æneasar, er peir skiljast í undirheimum:
Aðrir mjúklegri myndir sjer megni úr eirnum að hamra,
andlifin lifandi’ í Ijós þeir leiði úr marmara, trúi’ eg,
mælskari er flytja þeir mál fyrir rjetti, og mælt geti betur
alla himinsins hreyfing og hvenær stjörnurnar rísa —
Rómverji, þú skait of þjóðunum drottna, og það skaltu muna,
7