Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 89
Publius Vergilius Maro
89
Hvaða barn Vergill hafi átt við í kvæðinu, hefur verið
lærðum mönnum mikið deiluefni. En sje nauðsynlegt að
ætla, að hann hafi átt við nokkurt ákveðið barn, er einna
sennilegast, að pað hafi verið fyrsta barn Augustusar,
sem var ófætt, er kvæðið var ort. Spádómurinn rættist
pó ekki par, pví að fyrsta barn Augustusar var dóttirin
Julia, sem seinna varð illræmd fyrir hneykslanlegt líferni.
Hirðingjaljóðin höfðu mikla pýðingu fyrir Vergill
sjálfan. E>au opnuðu honum dyr allra peirra manna í
Róm, er áhuga höfðu á bókmentum. Vinur hans, skáldið
Varius, kom honum nú inn í skjólstæðingaflokk Mæcen-
asar, pessa ríka og örláta Rómverja, sem safnaði að sjer
öllum bestu skáldum pjóðarinnar og ól pá að mestu leyti
á sinn kostnað. Vergill var einn af peim elstu í pessum
hóp, og allir hinir yngri litu upp til hans og væntu mik-
ils af honum, enda sýndu Bucolica, að Vergill hafði nú
fengið svo mikið vald á máli og formi, að hann var fær
um að fást við erfiðari verkefni. E>að leið heldur ekki á
löngu áður en vinur hans Mæcenas gaf honum yrkis-
efni. Hann hvatti Vergil til að yrkja kvæðabálk um
landbúnað, er vera skyldi bæði til gagns og skemt-
unar. Ást Vergils á sveitalífinu og formsnild hans gerðu
hann hæfari en alla aðra samtíðarmenn hans til að yrkja
um petta efni. Tók hann pegar til starfa, og eftir 7 ár
hafði hann lokið við kvæðabálkinn Qeorgica (Um land-
búnað). Kvæðabálkur pessi var tileinkaður Mæcenas, og
getur Vergill pess, að hann hafi tekist petta verk á hend-
ur eftir áskorun hans.
Georgica komu út er Vergill var á 42. aldursári.
Var hann nú maður fullproskaður og stóð á hátindi frægð-
ar sinnar. E>ótti honum nú tími til kominn að hefja verk
pað, sem hann löngu fyr hafði haft í hyggju, — að yrkja
söguljóð, er verða skyldu Rómverjum hið sama sem
Hómerskvæði voru Grikkjum. Hann var og hvattur til