Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 77
William Morris og ísland
77
pá að hann býr til ný orð með íslenzkum fyrirmyndum,
sem að vísu oft eru skáldleg og smekkvíslega til fundin,
en venjulegast fylgir peim pó sá galli, að enginn getur
skilið pau, nema sá sem er nokkurn veginn vel heima í
peim málum, sem pau eru komin úr. Dað er ný mál-
færislist, sem Morris reyndi til að skapa handa löndum
sínum; pessi nýyrði hans áttu að verða fyrirmyndir fyrir
málhreinsendur, og petta nýja málfæri sitt reynir hann
svo að fullkomna og proska í skáldsögunum, sem hann
samdi á síðustu æfiárunum.
Mér finst nú samt, að Morris hafi eiginlega ekki
náð pví takmarki, sem hann hefur sett sér, að minsta
kosti ekki hvað snertir pýðingarnar úr íslenzku. Dví ef
maður vill gefa rétta mynd af fornsögunum okkar, má
aldrei gleyma pví, að pær eru upprunalega mælt mál —
pær eru ‘sagðar’, —- ‘segja sögu’ er algengasta orðtækið
um pesskonar fram á pennan dag, — og stíll fornsagn-
anna ber pess ótvíræð merki. Dað er pví fullkomlega
réttmætt að Andreas Heusler telur „eðlilegt málfæri“
(naturfrische Sprache) vera aðaleinkenni sögustílsins, og í
formálanum fyrir pýðingu sinni á Njálu gefur hann les-
öndum gott ráð: „Lesandinn... á að reyna að tala
setningarnar, hann á að breyta sér i andanum í bónda,
sem er að segja sögu“ .... Ég pekki enga betri reglu
fyrir pýðingar úr íslenzkum fornsögum, en pá reglu, sem
hér er gefin.
Ég er hér kominn að miklu deiluatriði, sem nú á
síðustu árunum hefur líka verið mikið talað um í Dan-
mörku. Eldri danskir pýðendur íslenzkra fornrita, svo
sem Grundtvig og N.-M. Petersen, gáfu dönsku bókment-
unum merkilegar pýðingar á ýmsu helztu ritunum, sem
hafa verið taldar sígildar pangað til nú, en mál peirra
er forneskjuskotið og einkennilegt á líkan hátt og hjá
Morris. Og eins og pýðingar Morrisar hafa haft áhrif á