Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1930, Blaðsíða 91
Publius Vergilius Maro
91
Lík hans var flutt til Neapel og grafið par í pví hjeraði,
sem skáldinu hafði kærast verið.
Vergill var hár maður vexti, magur og beinaber,
dökkhærður og brúnn á hörund. Hann lærði aldrei hina
tigulegu framkomu, sem ættgöfgir Rómverjar tömdu sjer,
en hann hlaut einróma lof allra samtíðarmanna sinna
fyrir mildi sína og góðmensku.
Frægð sú, er Vergill hafði hlotið fyrir Bucolica, jókst
að miklum mun er Georgica kom út, enda er auðsær
munur á pessum tveimur ritum. Georgica er frumlegt og
heilsteypt listaverk, sem sýnir oss skáld, er með fullu
valdi á formi og máli yrkir um efni, sem honum er
hjartfólgið. Auðvitað hafði Vergill notað pær heimildir,
sem hann hafði aðgang að, bæði að pví er snertir efni
og form kvæðisins. En hann studdist ekki við neinn
einstakan rithöfund öðrum fremur, svo að ekki er hægt
að benda á neinn sjerstakan, sem hann hafi stælt, enda
standa pau skáld, er Vergill notaði sem heimildir, honum
langt að baki.
Allur fróðleikur sá, sem Vergill hafði frá heimildum
sínum, að viðbættri pekkingu sjálfs hans á rómverskum
landbúnaði, mundi pó ekki hafa getað gert Georgica að
öðru en leiðinlegri kenslubók, ef skáldgáfu Vergils hefði
ekki tekist að blása lífsanda í lærdóminn. Georgica er
skift í fjórar bækur. 1. bók fjallar um akuryrkju, 2. um
trjá- og vínrækt, 3. um kvikfjárrækt og 4. um býflugna-
rækt. í 4. bók nefnir Vergil einnig garðyrkju, en segist
láta pað öðrum eftir að yrkja um hana. Ef ekki er tekið
tillit til skáldlegs útflúrs og útúrdúra, er efni kvæðisins í
fáum orðum petta: Fyrsta bók hefst með fyrirsögn um
hirðingu jarðvegsins, bæði á undan og eftir sáningu; síð-
an er lýst verkfærum og meðferð korns og útsæðis.
Þvínæst er skýrt frá, hvað gera skuli á árstíð hverri, og
síðast koma veðurspár og veðurvitar. í annari bók lýsir