Dagur - 10.04.1999, Síða 6

Dagur - 10.04.1999, Síða 6
 LÍFÍÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 10. APRÍL 1999 í viðtali ræðir Össur Skarphéðinsson um stöðu og framtíð Sam- fylkingarinnar, Evrópu- mál og efnahagsmál og hrokafullan Sjálfstæðis- flokk. „Sú kirkja sem ég vil predika i á að vera breið kirkja þar sem mönnum leyfist að hafa mjög mismunandi skoð- anir á fagnaðarerindinu." myndir: þök - Það er varla hægt að hrápa húrra fyrir 29 prósenta fylgi Samfylkingar í skoðanakönnun- um, Ossur minn? „Nei, enda er ég arfafúll. Við erum 35-40% hreyfing og get- um engu kennt um þetta fall nema okkur sjálfum. En ég held að þetta sé heppilegur tímí til að fá könnun eins og þessa sem heldur þungt spark í hinn óæðri enda. Eg held að það mikla gengi sem við hlutum í skoðanakönn- unum í byrjun hafi borið vott um fögnuð meðal fólks, vegna þess að þarna kom fram afl sem var þess megnugt að hrjóta upp hið staðnaða flokkakerfi. Þegar skammvinnu hveitibrauðsskeiði lauk tók fólk eðlilega að gera skarpari kröfur til okkar. Það vill fá að sjá málefni, og ég lofa að fólk mun ekki fara varhluta af þeim á næstu dögum. Kosninga- barátta okkar hefst formlega í dag með stórfundi í Háskóla- bíói. Eftir það munum við með markvissum hætti koma málefn- um okkar til skila af krafti og þunga.“ - Nú eruð þið ásökuð um að hafa enga stefnu í utanríkismál- um. „Það er óskhyggja nokkurra kaldastríðsgemlinga í Sjálfstæð- isflokknum sem halda því fram að afstaða okkar til Nató sé tví- bent. Það er alveg kristaltært að ef við verðum í ríkisstjórn næstu fjögur árin munum við hvorki fara úr NATO né herinn fara úr landi.“ - Hver er skoðun þín á loftárás- um NATÓ á Júgóslavíu? „Það vill enginn styrjöld. En umheimurinn gat ekki setið hjá og látið blóðhundinn Milosevich komast upp með þjóðernis- hreinsanir. Það er engum vafa undirorpið að NATO gerði rétt í því að hefja loftárásir á Júgóslavíu. En undirbúningur- inn var slakur og hinn hernaðar- legi tnðbúnaður her þess glögg merki að bandalagið gerði sér ekki grein fyrir til hvaða grimmdarráða Milosevich myndi grípa. Það er ekki nóg að dunda sér við að skjóta flaugum utan úr öryggi Adríahafsins ef engin ráð eru til stöðva framsókn her- véla sem notuð eru til að hrekja fólk frá heimilum sínum. Það er fyrst núna sem Nató er mætt með tæki sem svara því. Eftir- leikurinn hefur auðvitað verið í stíl við það hreinlega hörmuleg- ur... En maður spyr sjálfan sig: Var einhver önnur leið? Ég tel það ekki.“ Einlægur Evrópusinni - Vtkjum að viðhorfinu til Evr- ópusambandsins. Ef þú mættir ráða, væru áhersluatriðin öðru- vtsi en þau eru í stefnuskrá ykk- ar? „Ég er einlægur Evrópusinni. Ég tel að við eigum heima ( samfélagi Evrópuþjóða og sú skoðun mín hefur orðið æ stað- fastari. Ég er raunar þeirrar skoðunar að vegna pólitísks heimóttarskapar Sjálfstæðis-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.