Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Side 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981.
Menning
Menning
Úr heimþrá hesta
Stafán Hörður Grímsson:
FARVEGIR
Ljóð
Iðunn 1981.29 bls.
Aldrei slíku vant þykist ég finna
„slæman texta” i nýjum ljóðum
Stefáns Harðar Grímssonar. Það er-
auðgert að benda á hann, ljóðið
nefnist Fyrirbæn og er svona:
Regn ungskógi
sólskin ungskógi
sól og regn ungviði
Annarstaðar tekst Stefáni Herði að
verða enn fáorðari en þetta, kemst
niður í fjögur orð þar sem hann
verður stystur í spuna. Allt gott um
það. En textinn hér að ofan finnst
mér að því leyti takmarkaður að
hann lætur sig allan uppi, segir allt
sem hann hefur að segja. Og það er
að vísu harla lítið, einn orðaleikur
sem má nú ekki einfaldari vera: ung-
skógur-ungviði. Og hann á að bera
uppi einhverskonar móralisma, bless-
unarstellingu sem mér finnst hreint
ekki fara skáldinu. Enda er hann í
öðrum ljóðum sínum sem betur fer
ekki gefinn fyrir slíkastæla.
Eftirfarandi texti hefur mér aftur á
móti þótt eitt hið besta ljóð alveg frá
því ég las það fyrst í tímariti fyrir
nokkrum árum. Og hefur það þó
verið bætt síðan það birtist fyrst.
Sagarhljóð nefnist ljóðið:
Viðarsög talar upp úr svefni
og mælir fram bögur
um samviskubitnar taugar sínar.
Hinn seki dormar á grunnum miðum.
Viðarsög talar upp úr svefni
um sakbitnar tennur.
Það er deginum ljósara að líka hér
er verið að leika með orð: sög og sök,
saga og sögur, beygja og bíta, dotta,
dorma, dorga. En hvað merkir
ljóðið? Er það ef til vill einhverslags
gáta? Af hverju er þetta svona gott
Ijóð? Það veit ég svei mér ekki.
Nema hvað ég veit að það er gott.
Þótt það sé gáta þarf áreiðanlega
Bókmenntir
Ólafur Jónsson
ekki að leita að neinu einu svari við
henni. Gátan er sjálf svar. Og svarið
felst í leiknum með málið og orðin,
mynd og hugblæ sem textinn miðlar,
tilfinningalegri hugmynd sem orðin
mynda sín í milli. Ætli lykilorðin séu
ekki tvö: taugar og tennur? Og saga í
þriðju merkingu sinni í samhenginu:
mannkynssagan! En hvernig sem því
að öðru leyti er háttað er þetta ljóð
sem eftir minni reynslu lætur ekki les-
anda í friði.
Það er eðli allra hinna bestu ljóða
að láta sig ekki öll uppi, að krefjast
svara af lesandanum, hluttöku í text-
anum. Þá verður ljóð til. Um þetta
ljóðræna gildi hefur Stefán Hörður
sérhæft sig, ef svo má segja, í þessari
bók eins og hinni fyrri, Hliðinni á
sléttunni. Margræðni þeirra er líftaug
ljóðanna: það er eðli og markmið
þeirra að segja eitthvað annað en þau
láta uppi.
Farvegir sver sig einnig að öðru
leyti í ætt við Hliðina á sléttunni, en
ómaklegt held ég væri að iáta fyrri
bókina og hrifningu sem hún vakti
skyggja á nýju ljóðin. Báðar eru
bækurnar litlar, 21 ljóð í Farvegum,
en ef að er gáð eru þær raunar furðu-
lega efnismiklar og ljóðin og bæk-
urnar frábrugðin sin í milli. Á móti
„gátuljóðum” eins og því sem áður
var tilgreint má lesa hrein og bein
myndljóð í þessari bók, náttúrumynd
eins og Jökla, innimynd eins og
Hornborð. í þessari bók eru einhver
hin sérkennilegustu ástaljóð, eins og
Ef og Blístrið, Hin fjórða, Mynd án
veggs eða Allt. Það síðastnefnda er á
þessa leið:
I staðinn hugsar maður
um eitthvað sem er fext
og hvernig því fari vindur i faxi
en við skulum ekki nota orð
fyrir alla lifandi muni ekki orð
ég bara hangi í hárinu á þér
og sjórinn er fyrir neðan
Fyrir alla lifandi muni ekki orð:
það er ef til vill mergurinn málsins.
Vantraust á máli og orðum er ríkur
þáttur í fagurfræði módernisma —
þótt orða þurfi við til að láta hug sinn
upp. Öll bestu ljóð Stefáns Harðar
auðkennast af viðleitni sinni til að
láta eitthvað uppi sem eftir eðli sínu
er ósegjanlegt. Og verður þó að segja
það. En til að mynda í ástarljóðunum
i þessari bók, ef það eru þá ástaljóð,
er eins og einangrun skáldsins frá
umheimi, fólki umhverfis sig og svo
glögg var í Hliðinni á sléttunni, og
hin afdráttarlausa bölhyggja þeirra
ljóða, sé að þverra og láta undan,
breytast í eitthvað nýtt. Heimurinn er
hér og skáldið í heiminum. Hvað sem
hann merkir er umheimur hans ekki
bara endurvarp hans eigin huga:
Nei þú ert undir himninum
speglanir daga
og nætur skrifaðar myndum
úr heimþrá hesta.
Farvegir er fjarska lítil bók, ljóðin
rúmast auðveldlega á einni blaðsíðu
hvert um sig. En öfugt við Hliðina á
sléttunni, sem er einhver hin látlaus-
asta ljóðabók sem hér hefur komið
út, er Farvegir prentuð á myndpappír
og bundin í þykk spjöld, svo þykk að
fljótt á litið er bókin ekkert nema
spjöldin og makað á þau gyllingu.
Það er vonandi að þetta sé til marks
um breyttan status skáldsins að al-
menningsáliti og opinberu mati. Meir
er samt vert um hitt sem ljóðin segja
sjálf um stöðu skáldsins í samtíð
sinni: okkar dýrasta skáld í dag.
Gátur og þrautir
Jonsen, B0rge: 444 gótur.
Sigurveig Jónsdóttir þýddi.
Reykjavík, Vaka, 1981.
Meginhluti þeirra barnabóka, sem
út koma hér á landi eru skáldsögur.
Auk þess koma út fræðibækur ýmiss
konar. Því miður hefur alltof lítið
borist inn á bókamarkaðinn af
bókum, sem oft eru áberandi í
erlendum bókaskrám — sem
innihalda gátur, leiki og þrautir ýmiss
konar. í nýlegri bókaskrá frá
Politiken forlag i Kaupmannahöfn
getur að líta talsvert margar bækur af
þessu tagi og þangað á bók sú er hér
skal um fjallað rætur sinar að rekja.
Bókin heitir 444 gátur og hefur
danskur maður, Borge Jensen,
safnað þei.m og sett fram.
Ekki hefur mikið verið gefið út af
bókum af þessu tagi hér á landi. í
svipinn man ég þó eftir Vísnagátum
sem Sveinn heitinn Víkingur tók
saman og gefnar voru út. Jafnvel
þótt þær geti vart talist aðgengilegar
fyrir nútíma börn, þá veit ég til þess
að krakkar hafi sótt í þessar bækur.
Af þeim sökum tel ég miklar líkur á
að 444 gátum verði tekið með fegins
hendi af íslenskum börnum. Það er
krökkum eðlilegt að fást við þrautir
af þessu tagi og auk þess að hafa
skemmtigildi, þá er ákveðin
hugþjálfun fólgin i að leysa gátur.
Ég hefi komist yfir dönsku út-
gáfuna af þessari bók og það verður
að segja eins og er að íslenska út-
gáfan er áberandi betur fram sett.
Það kemur fram í því að myndir og
texti allur er mun stærri í íslenskru
útgáfunni og hún er að auki í bandi
sem er nauðsynlegt með bækur sem
mikið eri handfjatlaðar.
í fyrrnefndri bókaskrá Politiken
er getið um margar bækur með
Bókmenntir
SigurðurHelgason
ieikjum fyrir krakka. Það væri
óskandi að þeim væri snúið á ísl.
þannig að íslenskir krakkar gætu
notfært sér bækurnar og leyst
þrautirnar. Til dæmis má nefna bók
með eldspýtnaþrautum, innileikjum,
útileikjum og þannig mætti lengi
halda áfram.
Gáturnar í 444 gátur eru marg-
víslegar og allar með þá náttúru
gátunnar, að um leið og maður ser
svörin er maður alveg steinhissa á að
manni skuli ekki hafa dottið svarið í
hug. Þýðinguna gerði Sigurveig Jóns-
dóttir blaðamaður og er hún án
stórra hnökra. Þó er eins og mér
finnist á stöku stað að hægt hefði
verið að nota orðalag sem líkist meira
því sem krakar eru vanir að nota. En
þennan vanda eiga þeir sem þýða
bækur fyrir krakka við að stríða, að
hafa íslenska textann hæfilega líkan
krakkamáli, án þess þó að hann
verði flatur og leiðigjarn.
Ég tel mig með góðri samvisku
geta mælt með 444 gátum í
jólapakkann handa krökkum.
Teikningar Jörgen Clevin gefa
bókinni skemmtilegan blæ og lífga
verulega upp á.
margar geröir
og litir
FÓTLAGA
HEILSUSANDALAR
meó trésólum
hár hæll
lágur hæli
enginn hæll
einnig baösandalar
Þreyttir fætur auka spennu og rétt lag-
aö skótau hjálpar því heilsunni.
Þýsk gæóavara á mjög góöu verði.
LÍTIÐ INN OG LÍTIÐÁ
Aöeins hjá okkur.
LAUGAVEGS APOTEK
snyrtivörudeild
HÉR FK 8ÓKIN
4 VVjutts*
Brauma
madurmn
hennar
HJARTA ER TROMP
eftir Barböru Cartland
Hin kornunga og fagra Cerissa er
óskilgetin dóttir fransks hertoga
og enskrar hefðarmeyjar. Faðir
hennar var tekinn af lífi í frönsku
stjórnarbyltingunni og Cerissa ótt-
ast um líf sitt. Hún ákveður því aö
flýja til Englands. j Calais hittir
hún dularfullan Englending, sem
lofar aö hjálpa henni, en þegar til
Englands kemur, gerast margir og
óvæntir atburðir. — Bækur Bar-
böru Cartland eru spennandi og
hér hittir hún beint í hjartastað.
DRAUMAMAÐURINN HENNAR
eftir Theresu Charles
Lindu dreymdi alltaf sama draum-
inn, nótt eftir nótt, mánuð eftir
mánuö. Draumurinn var orðinn
henni sem veruleiki og einnig maö-
urinn i draumnum, sem hún var
orðin bundin sterkum, ósýnilegum
böndum. En svo kom Mark inn í líf
hennar; honum giftist hún og með
honum elgnaðlst hún yndislegan
dreng. Þegar stríðið brauzt út, flutti
hún út í sveit með drenginn og fyrir
tilviljun hafna þau i þorpinu, sem
hún þekkti svo vel úr draumnum.
Og þar hitti hún draumamanninn
sinn, holdi klæddan...
HULIN FORTÍÐ
eftir Theresu Charles
Ung stúlka missir minniö í loftárás
á London, kynnist ungum flug-
manni og giftist honum. Fortíðin
er henni sem lokuð bók, en haltr-
andi fótatak í stiganum fyllir hana
óhugnanlegri skelfingu. Hún miss-
ir mann sinn eftir stutta sambúð
og litlu siðar veitir henni eftirför
stórvaxinn maður, sem haltrandi
styðst viö hækjur. Hann ávarpar
hana nafni, sem hún þekkir ekki,
og hún stirðnar upp af skelfingu,
er í Ijós kemur, að þessum manni
er hún gift. — Og framhaldið er
æsilega spennandi!
VALD VILJANS
eftir Sigge Stark
Sif, dóttir Brunke óðalseiganda,
var hrífandi fögur, en drambsöm,
þrjósk og duttlungafuil. Hún gaf
karlmönnunum óspart undir fót-
inn, en veittist erfitt að velja hinn
eina rétta.
Edward var ævintýramaöur, glæsi-
menni með dularfulla fortíö, einn
hinna nýríku, sem kunningjar
Brunke forstjóra litu niður á. Hann
var óvenju vlljasterkur og trúði á
vald viljans. En Sif og Edward
fundu bæði óþyrmilega fyrir því,
þegar örlögin tóku i taumana.
HÆTTULEGUR LEIKUR
eftir Signe Björnberg
j Bergvik fannst stúlkunum eitt-
hvað sérstakt við tunglskin ágúst-
nóttanna. Þá var hver skógarstigur
umsetinn af ástföngnu ungu fólki
og hver bátskæna var notuð til að
flytja rómantíska elskendur yfir
merlaðan, spegilsléttan vatnsflöt-
inn. Tunglskinið og töfraáhrif þess
haföl sömu áhrif á þær allar þrján
Elsu, dóttur dómarans, fröken
Mörtu og litlu .herragarösstúlk-
una*. Allar þráðu þær Bertelsen
verkstjóra, — en hver með sínum
sérstaka hætti.
ÉG ELSKA ÞIG
eftir Else-Marie Nohr
Eva Ekman var ung og falleg, en
uppruni hennar var vægast sagt
dularfullur. Ekki var vitað um for-
eldra hennar, fæðingarstað eða
fæðingardag. Óljósar minningar
um mann, Ijóshærðan, bláeygan,
háan og spengilegan, blunda í und-
irvitund hennar. Þennan mann tel-
ur hún hugsanlega vera fööur sinn.
Álíka óljósar eru minningarnar um
móöurlna.
Þegar Eva fær heimsókn af ung-
um, geðþekkum mannl, sem býðst
til aö aöstoða hana við leltina að
móður hennar, fer hún með honum
til Austurríkis. Hún veit hins vegar
ekki, að með þessari ferð stofnar
hún lífi sínu i bráða hættu.
SKUGGSJÁ
BÓKABÚO OL/VERS STEIHS SF