Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Page 6
6
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIDJUDAGUR 1. DESEMBER 1981.
Spurningin
Burstarðu skóna þfna
sjálfur?
Leifur Jónsson: Já, stundum, annars
grípur konan stundum í það.
Gunnar Sigurmundsson: Við konan
gerum það nú svona í sameiningu.
Jónas Ásgeirsson: Já, það geri ég ævin-
lega sjálfur og geri það mjög vel.
Sigursteinn Þórðarson: Já, auðvitað.
Það er engin ástæða að láta aðra um
það.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesen
j bréfi frá Brunavaröafélagi Reykjavíkur segir aö brunavörðum þyki leitt að sitja undir aðdróttunum sem þeim, er þeir hafa orðið fyrir, vegna nýlegs bruna á biia-
verkstæði Egils Vilhjálmssonar.
Um brunann hjá Agli Vilhjálmssyni:
ÓSANNGJARNAR OG VILLANDIÁRÁSIR
segja brunaverðir
Bréf frá Brunavarðafélagi Reykja-
víkur:
Við leggjum ekki í vana okkar að
svara óréttlátri eða ósanngjarnri
gagnrýni á störf okkar, en nú
ofbýður okkur með öllu og teljum
okkur neydda til að svara árásum á
störf okkar er varpað hefur verið
fram í fjölmiðlum undanfarna daga.
Yfirskriftir og inntak árásanna
hafa verið „Þarf snillinga til að gera
bál úr svona neislta”.
Tilkynning um „neistann” barst til
slökkviliðsins kl. 10.15 með eftirfar-
andi orðum „sprenging á bíiaverk-
stæði Egils Vilhjálmssonar og er það
alelda”. Margar samhljóða tilkynn-
ingar bárust síðan slökkviliðinu
næstu mínúturnar. Þeir sjö fyrstu
brunaverðir er fóru á staðinn sáu, er
þeir komu út, hvar svartir reykjar-
bólstrar hnykluðust í loft upp í átt frá
Agli Vilhjálmssyni. Um leið og bjöll-
unum var hringt var aukalið kallað
út, þ.e. þeir sem ekki eru á vakt og
tekur það smátíma, þar sem bruna-
verðir er ekki á sérstökum
bakvöktum.
Er á staðinn kom var smurverk-
stæðið svo og sambyggt dekkjaverk-
stæði alelda og mikill eldur kominn í
smíðaverkstæði. Ekki vitum við
hvaða styrjaldarátökum heimildar-
maður Tímans hefur tekið þátt í ef
eldur á borð við þann er við blasti er
við komum á staðinn er i hans augum
„neisti”.
Margar sprengingar urðu um það
bil er er slökkviliðið kom á vettvang
og var innganga algjörlega ófær, en
slökkviliðsmenn kappkosta að vinna
sem flesta elda innan frá með reyk-
köfun sé það fært og þá oft við afar
erfiðar aðstæður. En líf og limir
brunavarða í Reykjavík kunna að
liggja heimildarmanni I léttu rúmi er
eignir eru að veði og þá kannski ekki
sízt ef brunaverðir nytu „áhættu-
þóknunar” eins og fullyrt er í dag-
blaðinu Tíminn þ. 25. þ.m.
Brunaverðir verða ekkert varir við
þessa áhættuþóknun í vösum sínum
þar sem hún er ekki greidd, þrátt
fyrir ýmsa augljósa áhættuþætti í
starfi þeirra, en þrátt fyrir það eru
störf unnin og hafa verið án tillits til
áhættuþóknunar og þykir okkur leitt
að þurfa sitja undir aðdróttunum af
sliku tagi, enda hindrar það ekki
störf okkar.
Má taka sem dæmi að fullyrt er í
viðtölum við blaðamenn að „aðrir
aðilar” hefðu kallað á aðstoð
slökkviliðs Reykjavíkurflugvallar,
„sem loks slökkti eldinn með
kvoðu”. Er þetta eftir öðru í öllum
viðtölum við fjölmiðlana. Slökkvi-
liðsstjóri bað um, í gegnum talstöð,
að send yrði bifreið af Reykjavíkur-
flugvelli og er það gert i samræmi við
samstarfsreglur milli þessara slökkvi-
liða. Sú bifreið er á staðinn kom bar
ca. 3000 lítra af vatni eða svipað og
slökkvibifreiðar okkar. Hún er hins-
vegar búin afkastamikilli vatnsbyssu
til slökkvistarfs við flugvélaelda.
Tekur örskamma stund að tæma allt
vatn af bifreiðinni enda var bifreiðin
tengd við brunahana að því loknu. Er
þetta sagt hér til fróðleiks og dæmis
um athyglisgáfu heimildarmanna,
þ.e. það sem út úr byssunni kom var
vatn en ekki kvoða.
Aððdróttanir um að brunaverðir
séu ekki færir um að opna brunahana
eru fráleitar. En að brunahani
bregðist okkur er afar sjaldgæft — en
vissulega sárt þegar það hendir. Skýr-
ingar á því hafa þegar verið gefnar og
ekki ástæða til að endurtaka þær.
Hinsvegar verður þetta vafalaust til
þess að Vatnsveitan og Slökkviliðið
í sameiningu gera það sem mögulegt
er til að slíkt hendi ekki aftur.
Við skiljum manna bezt sárindi eða
harm þeirra er fyrir eigna- og líkams-
tjóni verða, þegar við verðum vitni
að slíku.
Þau fjölmörgu skipti er okkur
tekst að forða tjóni (350—450 eldsút-
köll árlega) eða hjálpa (yfir 10.000
sjúkra- og neyðartilfelli árlega) ,er
það ekki tíundað í fjölmiðlum, enda
ætlumst við ekki til þess. Það er starf
okkar. En að sama skapi ætlumst við
til að ekki sé ráðist að okkur og
viðníddirá jafn ósanngjarnan og vill-
andi hátt og gert hefur verið varðandi
þennan eldsvoða.
Hring»ísíina Um f rímúraregluna:
Erekkimálað
eöa skrifíð milli kl. 13 og 15, róginum linni? —spyr iðnaðarmaður
Til hvers eru lög
og reglur ef þeim
er ekki f ramfylgt?
Sveinbjörn Sigurðsson skrifar:
Spurning til þeirra sem eiga að sjá
um að lögum sé framfylgt í Iandi
voru. Til hvers eru lög og til hvers eru
reglur ef þeim er ekki framfylgt? Þar
sem ég er lítið gefinn fyrir mála-
lengingar, kem ég mér beint að
efninu. Það er dálítið hart að vita af
því að það séu til lög sem ekki er
hægt að framfylgja. Tökum dæmið
um hundabannslöggjöfina Það eru ef
til vill margar ástæður fyrir hendi, en
hvar er löggæzlan þegar hund ber á
góma, því miður finnst löggæzlan
hvergi. Þá spyrja margir af hverju
gerir löggæzlan ekkert, þá heyrist
hvislað út í horni: „Hvað getum við
gert? Það eru menn í okkar virðulega
borgarráði sem eiga hunda.” Það
yrði víst upplit á sumum ef einhver
íbúi í blokk myndi fá sér tvær beljur
og geyma þær úti á svölunum hjá sér
og svo myudi sá sami fá sér
göngutúr niður Laugaveginn með
tvær beljur í bandi. Mismunurinn á
beljunni og hundinum er þá orðinn
harla lítill, nema þá að beljan er
nánast skaðlaus mannskepnunni en
hundurinn gæti átt það til að bíta.
Þá er spurningin, hver er svo
óheppinnað verða fyrir hundsbiti?
hann finnur sársaukann, þar sem
stykki vantar i fót eða þaðan af
verra. Hvers virði er þá eitt
mannslíf? Er það þess virði að eiga
svona lagað á hættu? Það myndi ég
ekki telja. En eitt er þó víst að sumir
eru ekki á sama máli en það gildir þó
ekki að þeir hinir sömu hafi rétt á að
vera lögbrjótar.
Frímúrarahúsið að Skúlagötu 53. Iðnaðarmaður telur að frímúrarar verði fyrir
rógburði.
Iðnaðarmaður hringdi:
Kommúnistar hafa löngum haft
horn i síðu heiðarlegrar félagsstarf-
semi á íslandi og kemur það einna
bezt fram í bókaútgáfu þeirra um
frímúrararegluna.
Tvö bindi hafa nú komið út í
þessum bókaflokki og er þar rekin
hver samsæriskenningin á fætur
annarri sem ekki eiga við nein rök að
styðjast. Hélt maður því að nóg væri
komið og mál að þessi ósannsögli
tæki enda.
Það er nú öðru nær. Höfundur
bókanna skrifaði grein í Þjóðviljann
fyrir nokkru og ásakaði frímúrara
um ólöglega meðferð áfengis. Mér er
spurn: Er ekki mál að þessum rógi
linni, eða ná ekki íslensk lög yfir
svona skrif ?