Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Qupperneq 8
8
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981.
KVIKMYNDAMAfíKAÐURINN
VIDEO • TÆKI • FHMUR
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 19 (KLAPPARSTÍGSMEGIN) - SÍM115480.
AÐALFUNDUR
SVFR
Stangaveiðifélags Reykjavíkur
verður haldinn að Hótel Loftleiðum, Víkingasal, sunnu-
daginn 6. desember og hefst kl. 13.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Tillaga frá stjórn félagsins um
breytingu á félagslögum.
Stangaveiðiféiag Reykjavíkur.
KEFLAVÍK
Umferðartakmarkanir í Keflavík.
Frá laugardeginum 5. desember til fimmtudagsins 31.
desember 1981 að báðum dögum meðtöldum, er vöruferm-
ing og afferming bönnuð á Hafnargötu, á almennum
afgreiðslutíma verslana.
Á framangreindu tímabili verða settar hömlur á umferð um
Hafnargötu ef þurfa þykir, svo sem tekin upp einstefnu-
akstur eða umferð ökutækja bönnuð með öllu.
Verða þá settar upp merkingar er gefa slíkt til kynna.
Keflavík, 1. desember 1981
Lögreglustjórinn í Keflavík
/- Laxveiðijorð-------------------------v
Laxveiðijörð á Vesturlandi er til sölu að hluta. —
Fjarlægð, 2ja tíma akstur frá Akranesi. Á jörð-
inni er vandað veiðihús, raflýst og með öllum til-
heyrandi tækjum. Önnur hlunnindi en laxveiði
eru: Góð silungsveiði í vötnum jarðarinnar,
fuglaveiði og berjatínsla.
Mjög fallegt umhverfi og landrými mikið. Farið
verður með tilboð sem trúnaðarmál. Tilboð
sendist Dagblaðinu og Vísi fyrir 10/12 merkt:
„Laxá 1/10 — 35 GM — 7718”.
II AUGLÝSING
Að gefnu tilefni skal tekið fram, að afla þarf leyfis heil-
brigðisráðs til þess að setja á stofn eða reka hárgreiðslu-
stofu, rakarastofu, sólbaðsstofu, eða hverskonar aðrai
snyrtistofur.
Skilyrði til þess, að slík fyrirtæki verði leyfð eru m.a., að
húsakynni séu björt og rúmgóð, með nægjanlegri loftræst-
ingu og upphitun. Ennfremur mega þau ekki vera í beinu
sambandi við óskyldan atvinnurekstur eða íbúð, sbr.
ákvæði Heilbrigðisreglugerðar frá 8. febrúar 1972.
Reykjavík, 25. september 1981
Heilbrigðisráð Reykjavíkurborgar.
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
EVA Tímapantanir
ENGJASELI 71 [ Síma yj j 0^
HRUND JÓHANNSDÓTTIR I
HÁRGREIÐSLUMEISTARI
ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR
HÁRGREIDSLUMEISTARI
J
m
SJÁUMST
MED ENDURSKINI
Ú
UMFERÐAR
RÁÐ
Neytendur Neytendur Neytendur
Áskoranir um uppskriftir:
Björn Ingi Björnsson skorar
á Hjörnýju Friðriksdóttur
„Það er allt annað að standa í eld-
húsinu og elda góðan mat eða að selja
matvörur í versluninni, en hvort
tveggja er skemmtilegt, " sagði Björn
Ingi Björnsson kaupmaður og áskor-
andi i viðtali við blaðamann Vísis.
Óhjákvœmilega snerust umrœður um
mat, matargerð og hráefniskaup, þar
sem Björn hefur það að atvinnu að
selja mat.er lœrður kjötiðnaðarmaður
og hefur svo afar mikla áncegju af
eldamennskunni. Við bárum saman
„kokkaboekur" okkar og þegar talið
barst að jólamatnum var staðnœmst
við rjúpur. Björn Ingi kvaðst hafa
góða reynslu af þvi að sjóða rjúpurnar
eingöngu i rjóma, eftir að þœr hafa
verið steiktar I smjöri. Þar sem við
erum ákveðin í að bœta þessu í okkar
kokkabók hér látum við fleiri njóta
með. Síðasti áskorandi, Þórður
Þórðarson, hafði orð á því að kaup-
maðurinn hans cetti oftast einhvergóð
ráð varðandi hráefni og matargerð,
því hafi hann beint sinni áskorun til
Björns Inga. Þórður hefur ekki farið í
geitarhús að leita ullar, því eins ogsést
á eftirfarandi uppskriftum kaup-
mannsins kann hann ýmislegt fyrir sér
I hinni göfugu matargerðarlist. Fleiri
aðilar I fjölskyldu Björns Inga munu
hafa áhuga á þeirri listgrein, meðal
annarra mágkona hans Hjörný
Friðriksdóttir, sem hann vísar
áskoruninni tU.fyrir nœsta þriðjudag.
ÞG.
FORRÉTTUR
Nautatunga
með vínberja-
og mandarínusósu
Söltuð nautatunga soðin I 2—3
klukkustundir, það er að segja ef keypt
er ósoðin tunga. Fyrir þá sem sjóða
sjálfir nautatunguna má geta þess að
gott er að setja I suðuvatnið I lauk,
skorinn I bita og 4 negulnagla. Þegar
nautatungan er soðin er húðinni flett
af á meðan tungan er heit. Siðan er
tungan skorin I þunnar sneiðar og
borin fram með vínberja- og
mandarínusósu ogristuðu brauði.
t sósuna eru látin niðurbrytjuð
vínber og mandarínurif (helst úr dós),
dálítið majones og sýrður rjómi (til
helminga) saman við.
AÐALRÉTTUR
Innbakaðar
lundir
Fyrir 6 manns
800—1000g lundir
smjör eða smjörlíki
saltogpipar
Upphaflega notaði ég nautalundir í
þennan rétt en hef svo prófað alikálfa-,
folalda og grísalundir og allt hefur
reynst vel.
Deig:
lSOgsmjör
3 dl(!50g)hveiti
3 msk. ískalt vatn.
Smjörbitar settir l hveitið og
hnoðað. Síðan er vatnið látið varlega
saman við ogdeig.ið hnoðað oggeymt í
kœliskáp smástund.
Jafningur:
1/2 kg nýir sveppir
smjör eða smjörlíki
4 msk. hveiti
1/2 I rjómi
salt, pipar
I egg (til penslunar)
Lundirnar brúnaðar á vel heitri
pönnu. Ef þið eruð með stórar nauta-
lundir má skera þær í sundur. Þá er
kjötið kryddað og látið krauma undir
lokið við vœgan hita I 10—15
mínútur. Siðan látið kólna.
Sveppirnir eru sneiddir niður og
brúnaðir i potti. Hveitinu stráð yftr og
hrœrt í og þegar sósan hefur verið
jöfnuð er helmingnum af rjómanum
bœtt út í. Sósan bragðbætt með salti
ogpipar, síðan kœld.
Lundirnar eru sneiddar í hæftlegar
sneiðar, athugið að skera á ská. Siðan
er jafningi smurt á aðra hlið hverrar
sneiðar og sneiðunum raðað saman
aflur í upphaflegt form. Deigið er flatt
út ana stóra köku og lundirnar lagðar
í deigkökuna miðja. Deigkakan lögð
utan um kjötið. Eggið þeytt og deig-
pakkinn penslaður með egginu.
Þá er deigpakkinn lagður í velsmurt
eldfast mót sem látið er í ca 275 gr.
heitan ofn. Bakað þar til deigið er
orðið fallega brúnt eða ca 15 mínútur.
Hitið afganginn af jafningnum og
bætið rjómanum sem eftir er út I og
notið sem sósu með. Ferskt
grœnmetissalat er ágætt að bera fram
með innbökuðu lundunum.
EFTIRRÉTTUR
Hofdesert
30 g möndlufögur
75 g suðusúkkulaði
1/21 rjómi
12 marengskökur
Ristið möndluflögurnar, brœðið
súkkulaðið í vatnsbaði. og þeytið
rjómann. Þá er marengskökunum
dýft í súkkulaðibráðina ogsíðan raðað
á fat. Setjið þeyttan rjóma yflr hverja
köku og hellið siðan því sem eftir er af
súkkulaðibráðinni yflr rjómann.
Síðast er möndluflögunum stráð yflr.
Framreitt strax.
Þegar allar uppskriflirnar þrjár eru
komnar á blað og hafa vonandi örvað
bragðkirtla lesenda, bara við lesturinn
er aðeins eitt eftir og það er að til-
nefna eftirmann. Hjörný Friðriks-
dóttir mágkona mín, sem er kaup-
maður og selur potta og pönnur og
krydd, býr til alveg sérlega Ijúffengan
mat, varð fyrir valinu. Tilnefning
eftirmanns var þvl innan seitingar og
vandinn auðleysanlegur.
Björn Ingi Björnsson kaupmaður I Kjötbúð Suðurvers sýnir hér þær lundir sem
nota má i aðalréttinn hans. Telur hann sist nauðsynlegt að nota dýrustu lundirnar,
nautalundir, alikálfa-, folalda- og grisalundir hafa smakkast afbragðs vel
innbakaðar. DB & Visismynd ÞL.
Dýrt í sláturtíðinni
Húsmóöir á Selfossi skrifar:
Vegna svimandi hárrar tölu yfir
matar- og hreinlætislið bókhaldsins
(1692 krónur á mann) sendi ég ykkur
fáeinar línur.
Inn í matarkaupin koma meðal
annars 10 slátur sem með mjöli og til-
heyrandi kostuðu 757 krónur
Raddir neytenda
og 2 kjötskrokkar á 1062: Afgang-
urinn af upphæðinni hefur farið i alls
konar mjólkurvörur og brauð. Vegna
útivinnu minnar í sláturtíðinni hefur
lítið farið fyrir matreiðslu og jógúrt
og skyr því mikið notað. Nú er aftur
á móti ætlunin að nota áður keyptar
matvörur og vonast ég til að geta sent
lægri tölur fyrir nóvembermánuð.