Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Side 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981. 15 Útlönd Útlönd Útlönd 17 milljónir myndsegulbands- spóla á markaði Nýlega var haldin myndsegulbanda- hátíð mikil í Cannes í Frakklandi þar sem sérfræðingar spáðu því að í lok þess árs gætu menn valið um 17 millj- ónir myndsegulbandsspóla á almenn- um markaði. Jafnframt er talið að á árinu 1984 verði þessi tala komin upp í 45 milljónir. Þetta þykja ill tíðindi fyrir þá sem reka kvikmyndahús, þeir hafa orðið að heyja harða samkeppni við sjónvarpið og hætt er við að þetta mikla flóð segulbandsspóla höggvi enn nær hag þeirra en sjónvarpið gerði á sínum tíma. Sem dæmi um minnkandi aðsókn að kvikmyndahúsum má taka að á árinu 1964sóttu 1,6 milljaróar Breta sýningar þeirra en á síðasta ári voru þeir innan við lOOmilljónir. Þeir bjartsýnustu innan stéttarinnar líta þó engan veginn á myndsegulbönd- in sem banahöggið á starfsemi sína og vitna í 6% aukningu á bandarískum kvikmyndahússgestum það sem af er þessu ári. Aðrir telja þó skýringuna á aukningunni þá að nokkrar nýjar myndir h^fa náð óvenju miklum vinsældum á þessu ári, en aðsókn sé að öðru leyti á niðurleið. Sprengdu upp olíu- hreinsistöð Angóla Angóla hefur sakað Suður-Afriku um að senda sveit skemmdar- verkamanna, skipaða hvitum. mála- liðum, til þess að eyðileggja einu olíu- hreinsistöð landsins, en hún brann til kaldra kola í gær. í PetrAngol-oliuhreinsistöðinni skammt frá Luanda kom upp eldur i er <j völdum sprenginga og er sagt, að komið hafi verið fyrir öflugum sprengjum hér og þar í stöðinni. — Olíuhreinsistöðin var rekin af Belgum. Eldar loguðu enn í stöðinni hét og þar í morgun, en slökkviliðið hafði heft útbreiðslu þeirra. Stjórnvöld Angóla segja að fundist hafi í brunarústunum lík nokkurra manna úr skemmdaverkasveitinni. Ennfremur hafi fundist ósprungnar sprengjur og bakpokar málaliðanna með ýmsum skjölum. Portúgalska fréttastofan Anop segit hins vegar, að skrifstofa Unita, sam- taka skæruliða i Angóla, lýsi allri ábyrgð af skemmdarverkinu á hendui sér. Danski sendiherrann undirritar friðarsamninginn. Stríðinu lokið! Lengsta og jafnframt friðsamasta stríði sem Danir hafa átt í lauk þann 11. nóvember síðastliðinn þegar litið og afskekkt þorp á Suður-Spáni ákvað að nóg væri komið af ófriði milli þess og danska ríkisins. Þorpsstjórnin í Huescar á Spáni gaf út stríðsyfirlýsingu á hendur Dönum 11. nóvember árið 1809 eftir að Danir ákváðu að styðja Frakkland í Napóleonsstyrjöldunum. Stríðsyfirlýsingin gleymdist hins vegar í 173 ár og það var ekki fyrr en hún fannst í skjalasafni bæjarins fyrr á þessu ári að Dönum varð kunnugt um hana og ákveðið var að binda enda á ástandið. Athöfnin fór fram með miklum hátíðahöldum eins og tilefni var til og fjöldi norrænna ferðamanna sem staddir voru í nærliggjandi borgum komu til að vera viðstaddir. Danski sendiherrann í Madrid, Mogens Wandel-Petersen, vígði götu í Huescar með nafni Da icrkur, „Calle de Dinamarca” og bæjarbúar dönsuðu og drukku sangria á götum úti í víkinga- klæðum. STJORN NYJA- SJÁLANDS LAFIR — og utankjörstaðaatkvæði ekki að fullu talin ennþá Úrslit liggja nú fyrir i þingkosning- um Nýja-Sjálands eftir taJningu utan- kjörstaðaatkvæða en þau höfðu verið svo naum í tveim kjördæmum að á utankjörstaðaatkvæðunum valt hvort stjórn Roberts Muldoons forsætisráð- herra héldi velli með eins eða tveggja þingsæta meirihluta. Höfðu raunar orðið mistök i talning- unni í fyrstu, svo að telja þurfti aftur og kom þá i Ijós að Þjóðarflokkur (íhalds) Muldoons hefur 47 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 43 og Félags- bótaflokkurinn tvö þingsæti. Enn er ekki lokið talningu allra utan- kjörstaðaatkvæða og hugsanlegt að úr- slitin breytist enn. í tveim kjördæmum sigruðu þingmenn Þjóðarflokksins með aðeins 16 og 44 atkvæðum. Er þetta í fyrsta sinn í 60 ár sem þing- meirihluti á Nýja-Sjálandi hefur verið svona naumur. íbúðir í Verka- Stjórn Verkamannabústaða í Hafnarfirði mun á næstunni ráðstafa 9 íbúðum sem eru í smíðum að Víðivangi 3. íbúðirnar eru 2ja—3ja og 4ra herbergja. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar í sept-okt. 1982. Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 47. gr. laga nr. 51/1980 til að koma til greina. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmálaskrifstofu Strandgötu 6, og ber að skila umsóknum þangað eigi síðar en 27. desember nk. Eldri umsóknir þarf ekki að endurnýja. Hafnarfirði, 30. nóvember 1981. Stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði. Sælkera kvöld Sælkeri mánaðarins HREINN LÍNDAL Síðasta sælkerakvöld ársins í Blómasal Hótels Loftleiða verður haldið fimmtudaginn 3. desember n.k. Sælkeri kvöldsins er hinn kunni listamaður og tískufrömuður Hreinn Líndal. Matseðill hans hljóðar þannig: Ofnbakaður Avocado með rækjufyllingu Rauðrófusúpa Eldsteiktar grísarúllur með spínati Ávaxtasalat Þessum óvenjulegu réttum fylgir svo tfskusýning frá Hreini Líndal, stjómað af Gnni Amgrímsdóttur og einsöngur Hreins Líndal við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Vinsamlegast tryggið ykkur borð í tíma. Símarnir em 22321 og 22322. Matur framreiddur frá kl. 19.00 Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR «■ gseðanna vegna Ingvar Helgason Vonarlandi > Sogamýri 6 sími 33560 Varahlutaverslua Rauðagerði Simar: 84510 & 84511 T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.