Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAD1D& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Njósnamálið íDanmörku: VAR ÞAÐ SETT A SVIÐ? —ákærur lögreglunnar ekki á rökum reistar? Fyrir nokkrum vikum voru blöðin uppfull af frásögnum af máli danska rithöfundarins Arne Herlöv Peter- sen, sem danska lögreglan handtók og bar ýmsum sökum. Síðan hefur verið furðuhljótt um málið og má draga af því ýmsar ályktanir. Arne Herlöv Petersen er ekkert sér- stakt stórstirni á dönskum bók- menntahimni. Þó má segja að afköst hans séu með ólíkindum þegar haft er í huga að hann er ekki eldri en 38 ára. Hann hefur gefið út 18 ritverk, flest alvarlegar bækur, en einnig tvær létt- ar klámbækur undir dulnefni. Auk þessa hefur hann verið afkastamesti þýðandi amerískra bókmennta á danska tungu og er fjöldi þeirra bóka er hann hefur komið á framfæri við landa sína talinn í hundruðum. Hefur hann efnast bærilega á þessari starf- semi og býr nú í gamalli járnbrautar- stöð á Langalandi. Friðarsinnar f Noregi i kröfugöngu f Osló, en sami Rússinn, sem var f sambandi við Petersen, mun hafa ráðið nokkra Norð- menn til þess að skrifa í biöð til stuðnings kröfum um einhliða afvopnun Vesturlanda. Landráð? Þann 4. nóvember var Petersen handtekinn af leyniþjónustu dönsku lögreglunnar. Honum var gefið að sök að hafa njósnað fyrir sovésku leyniþjónustuna KGB, að hafa tekið við peningum frá sovéskum sendi- Við tók stjórn borgaraflokka og dómsmálaráðherra hennar, Helga Pedersen frá Vinstriflokknum, lagði frumvarpið fram að nýju en með þeirri breytingu að áðurnefnt ákvæði var fellt brott. Engin skýring var gefin á þessari breytingu og engar umræður urðu um hana í umfjöllun þingsins. Frum- varpið var samþykkt í útgáfu Helgu Pedersens. En það er opinbert leynd- armál í Danmörku að ástæðan fyrir þessari breytingu hafi verið ótti borg- araflokkanna við að svona ákvæði gæti hamlað fjárstreymi frá Banda- ríkjunum og CIA til Danmerkur. Þetta var í upphafi þess gjörninga- veðurs sem nefnt hefur verið kalda stríðið og því mikið í húfi að hægt væri að sveigja danskan almenning til fylgis við málstað Nató og Vestur- veldanna. Vafasöm vinnubrögð Það stendur semsagt fátt eftir í sakargiftum lögreglunnar á hendur Arne Herlöv Petersen. Hins vegar hefur lögreglan verið staðin að ýmsum vafasömum tiltektum við meðferð málsins. Til dæmis leyfði hún blaðamönnum stjórnarmál- gagnsins Aktuelt að hnýast í dag- bækur Petersens og birta úr þeim til- vitnanir. Þetta gerðist áður en dóm- stóll hafi veitt lögreglunni heimild til að leggja hald á dagbækurnar. Þá hefur verið höfðað mál á hendur utanríkisráðherranum Kjeld Olesen fyrir ummæli hans í sjónvarp- inu skömmu eftir handtöku Peter- sens. Þar gekk ráðherrann út frá því að sakargiftir lögreglunnar væru sannar. Það þykir bera vitni ansi tak- markaðri virðingu fyrir réttarfarinu að gefa út yfirlýsingar um sekt sak- bornings áður en rannsókn máls hans er lokið og að sjálfsögðu löngu áður en dómstólar hafa fengið tækifæri til að fjalla um málið. Þessi viðbrögð ráðherrans eru þó - ekkert undarleg ef litið er til þess að hann vann við það sjálfur á tímum kalda stríðsins, ásamt öðrum flokks- bræðrum sínum, að safna upplýsing- um um danska kommúnista fyrir danska ríkið sem vitaskuld var ekkert að fela þær fyrir vinum sinum í CIA. Sviðsetning? Allt er mál þetta þannig vaxið að sá grunur hlýtur að læðast að manni að það hafi hreinlega verið sviðsett. I þeim tilgangi væntanlega að koma óorði á dönsku friðarhreyfinguna og gera hana tortryggilega í augum al- mennings. Eða var það alger tilviljun að Arne Herlöv Petersen var hand- tekinn þegar lætin út af sovéska kaf- bátnum í sænska kálgarðinum stóðu sem hæst? Þröslur Haraldsson. Hann hefur þó á síðustu árum látið undan uppeldisáhrifunum og tekið upp náin samskipti og samstarf við sendiráð ýmissa ríkja sem teljast til herbúða Kremlverja. Einkum gerðist hann elskur að Norður-Kóreubúum og var útnefndur sérstakur þýðandi ritverka Kim II Sungs. Hann var mjög virkur í blaðaskrifum og tók alltaf upp hanskann fyrir þessa aust- rænu vini sína ef á þá var hallað í pressunni. Sovéski kafbáturinn, sem strandaði i landhelgi Svia skammt frá flotastöðinni við Karlskrona, á leið út úr landhelginni. För hans setti strik í friðarumræðuna. Hvaðan kom féð? Þá er eftir sú ákæra sem mestu moldviðrinu olli: auglýsingapening- arnir. Þar liggur ljóst fyrir að Peter- sen safnaði undirskriftum rúmlega 150 þekktra danskra rithöfunda og menntamanna undir yfirlýsingu þar sem tekið var undir málstað friðar- hreyfingarinnar um afvopnun og kjarnorkuvopnalaus svæði í Evrópu. Þessi yfirlýsing birtist í tveimur dönskum dagblöðum i maí sl. Aug- lýsingarnar voru hins vegar á engan hátt birtar að undirlagi friðarhreyf- ingarinnar og að öllu leyti á ábyrgð þeirra sem undir þær rituðu nöfn sín. Vitað er að Petersen greiddi aug- Þröstur Haraldsson lýsinguna sem birtist i Information, þó ekki fyrr en þremur mánuðum eftir birtingu hennar. Sjálfur sagði hann þennan drátt hafa stafað af peningaleysi sínu. Dönsku lögregl- unni hefur ekki tekist að sanna þá fullyrðingu stna að hann hafi fengið peningana frá sovéska sendiráðs- manninum Vladimir Merkoulof sem vísað var úr landi í haust. Hin auglýs- ingin, sem birtist í Land og folk, mál- gagni danskra kommúnista, hefur enn ekki verið greidd. Það hefur þvi ekki tekist að sanna tilvist þessa fjárstreymis frá Sovét- mönnum. En setjum svo að það hafi átt sér stað, það hlýtur þó að brjóta í bága við dönsk lög, eða hvað? Ekki ólöglegt Nei, dönsk lög innihalda engin þau ákvæði sem meina erlendum aðilum að veita fjármagni, leynt eða ljóst, til áróðursstarfsemi í landinu. Danska blaðið Information hefur greint frá þvi að árið 1950 lagði dómsmálaráðherra sósíaldemókrata, K.K. Steincke, fram stjórnarfrum- varp til nýrrar refsilöggjafar, þar sem kveðið var á um að ef einhver útgáfu- starfsemi nyti erlendra styrkja væri skylt að geta þess. Tíu dögum eftir að frumvarp þetta var lagt fram fór stjórn sósíaldemókrata frá völdum. orðum um framferði rithöfundarins og fordæmdu friðarhreyfinguna fyrir óþjóðholla starfsemi, jafnvel land- ráð. Síðan hefur verið hljótt um Arne Herlöv Petersen, a.m.k. í íslenskum blöðum. Þau dönsku hafa þó fylgst nokkuð með rannsókn málsins og, birt viðtöl við riihðfundinn. í rann- sókn málsins hafa orðið ýmsar merkilegar uppákomur og heldur hallað á lögregluna, sem þykir hafa hlaupiðásig. Arne Heriuv Petersen friðarsinni var sakaður um að ganga erinda Sovétmanna en greinarhöfundur telur ámælin ekki á rökum reist. Pólitískur f lakkari Petersen fékk ungur áhuga á stjórnmálum enda alinn upp á heimili þar sem félagi Stalín var í hávegum hafður. Hann gekk á sínum tíma í samtök ungkommúnista en fylgdi Gert Petersen og félögum hans árið 1962 þegar Sósialíski alþýðuflokkur- inn var stofnaður. Ekki undi hann heldur þar þvi í lok sjöunda áratugar- ins tók hann enn á ný þátt i flokks- stofnun og gekk til liðs við Vinstri- sósialista. Hann hefur aldrei verið fé- lagi í Danska kommúnistaflokknum sem er háborg Moskvulínunnar í dönskum stjórnmálum. ráðsmanni i því augnamiði að greiða fyrir birtingu yfirlýsinga i blöðum til stuðnings friðarhreyfingunni, að hafa þegið brennivín og hljómflutn- ingstæki frá sama sendiráðsmanni og að hafa borið falskar upplýsingar frá Sovétmönnum til sendiráðs Norður- Kóreu sem áttu að spilla fyrir sambúð þeirra síðarnefndu og Kínverja. Þessu var vitanlega slegið upp í blöðum, bæði hér og í Danmörku. borgaraleg blöð þóttust af þessu máli getað dregið þann lærdóm að friðar- hreyfingin væri vopn i höndum Rússa. Danskir ráðamenn og is- lenskir alþingismenn fóru hörðum Ekki steinn yfir steini Það hefur semsé komið í Ijós að fæstar ákærurnar fá staðist. Ekkert bendir til þess að Petersen hafi selt dönsk ríkisleyndarmál í hendur Sovétmönnum af þeirri einföldu ástæðu að hann hafði engan aðgang að slíkum leyndarmálum. Þar með fellur um sjálfa sig sú sak- argift að hann hafi þegið brennivín og hljómflutningstæki, því dipló- mötum er ekki frekar en almúganum bannað að auðsýna gjafmildi og rausnarskap, svo fremi það sé ekki gert til að auðvelda sér aðgang að ein- hverju sem þeim er ekki ætlað að ná í. Ef slíkt væri bannað þyrftu öll er- lend sendiráð að hætta veisluhöldum og heimboðum. % Varðandi milligönguPetersens í til- raunum Sovétmanna til að spilla sambúð Norður-Kóreu og Kína er ekki ljóst hvort það heyrir undir dönsk lög, því erfitt er að sjá hvernig það snertir danska öryggishagsmuni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.