Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning Fyrirtaks sinfóníutónleikar Tónieikar Sinfóniuhljómsveitar (slands ( Há- skólabtói 19. nóvamber. Stjórnandi: Reinhard Schwarz. Einleikari: Michaei Ponti. Efnisskrá: Adi Haimir Sveinsson: Tengsl; Sergei Prokoffief: Píanókonsert nr. 3 f C-dúr; Robert Schumann: Sinfónfa nr. 3 í Es-dúr op. 97. Það var um það leyti sem allir hátíðahaldarar kepptust um að græða sem mest á Beethoven og milljónir í alls kyns gjaldeyri þvæld- ust í veltu stóru listahátíðanna árið nitján hundruð og sjötíu að hér á út- skeri gerðust menn svo djarfir að efna til listahátiðar. Við opnun þess- arar hátíðar var einrnitt frumflutt nýtt verk, Tengsl. eftir Atla Heimi Sveinsson. Fáeinum dögum munaði að ég næði að hlýða á þann flutning og ég játa að þá var ég lítt uppnum- inn af afrekaskrá listahátíðar, rétt að koma heim úr hringiðu einhverrar mestu listahátíðar veraldar. Þegar frá leið þótti mér hins vegar mikið til stórhugar aðstandenda fyrstu lista- hátíðar koma. Naglasúpa Ekki man ég viðbrögð við Tengsl- um Atla Heimis fyrir ellefu árum — hvort þau voru í ætt við hneykslan margra sannra tónlistarunnenda nú. Tengsl komu mér fyrir sem heldur kaótísk en logandi verk af stríðni. Mér fannst einhvern veginn að Atli Heimir hefði hljómsveitina fyrir naglasúpu sem hann hrærði í svo allt velktist hvað um annað, naglinn, mjölið, grjónin og allt hitt. Naglinn var auðvitað ofvaxið slagverkið sem á köflum yfirgnæfði hljómsveitina. Slagverkamenn voru heldur ekki allt of vissir í sinni sök en hljómsveitin lagði sig annars alla fram undir frá- bærri stjórn Reinhards Schwarz. MichaeJ Ponti hefur mig lengi langað til að heyra á tónleikum því svo mikilfenglegur hefur mér þótt leikur hans á hljómplötum. Ekki brást herra Ponti vonum mínum og annarra tónleikagesta. Hann hefur allt hið besta í fari eins virtúóss til að bera. Fljúgandi tækni, glæsilegan stíl og þor til að nýta sér sínar góðu gáfur. Slaghapan er í höndum hans eins og gæðingur, lagður á flugskeið af snjöllum knapa sem lætur vekring- inn liggja sprettinn á enda. Næstum því stórgóður Þriðja sinfónía Schumanns er, eins og hinar þrjár sinfóníur hans, yndis- legt verk. Þeim hefur verið fundið margt til foráttu, stílleysi, klúðurs- háttur í ritun og guð má vitað hvað, en samt hafa þær staðist tímans tönn Tónlist Eyjólfur Melsted og eru sívinsælar á efnisskrám sinfóníuhljómsveita um víða veröld. Reinhard Schwarz tókst að byggja upp góða stígandi í verkinu. Streng- irnir voru hrífandi, tréblásarar pott- þéttir og hornin stórfín (bravó fyrir þeim). En það voru mínir kæru trompetar sem sáu til þess, með því að klúðra fanfarakrílinu í síðasta þætti (og það í bæði skiptin), að flutningurinn varð bara næstum þvi stórgóður. Fyrst þegar ég heyrði hljómsveitar- stjórans Reinhards Schwarz getið var honum ruglað saman við íþrótta- fréttaritarann, alnafna sinn, og sett fram meinleg athugasemd um að flest teldu þessir sportidjótar sig geta gert. Slikur ruglingur held ég að komi tæp- lega fyrir lengur. Hann er nákvæmur og ötull stjórnandi sem leggur alúð í sitt verk. Slíkir menn ná jafnan góðum árangri með hvaða hljómsveit sem er. -EM. Atli Heimir Sveinsson. Kammersveitin Tónleikar Kammersveitar Reykjavikur á Kjar- valsstöóum 22. nóvember. Efnisskrá: Jón Ásgeirsson: íslensk þjóðlög fyrir fjóra strengi og píanó; Fjölnir Stefánsson: Dúó fyrir óbó og kiarfnettu; Hjálmor H. Ragnarsson: Sex sönglög vifl Ijófl eftir Stefán Hörfl Grfmsson; Jan Caristedt: Metamorfoser op. 30; Atii Heimir Sveinsson: Fjögur sönglög; Páil Pompichler Pálsson: Morgan. Fyrstu tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur á starfsárinu voru haldnir á Kjarvalsstöðum á sunnu- dag. Þótt Kammersveitin fari ekki Fyrirliggjandi Millifóðurstrigi 90 cm Vlieseline 80 cm Kr. ÞorvaldSSOn & CO heildverzlun, Grettisgötu 6, símar 24478-24730. HJÓLBARÐAR Kínverskir vörubílahjólbarðar, verð frá kr. 2.540,00. Umboðsmenn víða um land. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: §F SÍMI 95-4400, BLÖNDUÓSI. MÁLVERKA OG MYNDAINNRÖMMUN Mikiðúrvalaf speglum í römmum. MYNDA-OG MÁLVERKASALA INNRDMMUN SIGURJÓNS ÁRMOLA 2’ — SlMI 3I788 Bankastræti 8 — Sími 27510 • Spilar hvaða lagsem er með aðeins einum fingri. • Engin sérstök þjálfun eða hœfileiki nauðsynlegur ^ Verð aðeins kr. 895,- heldiir Jón Ásgeirsson fyrr en nú í gang með vetrardagskrá sína, og sumum þyki hún sein fyrir, hefur hún ekki aldeilis hangið aðgerðalaus því að hún er búin að heilla frændur vora Norðmenn með leik sínum í haust. Hápunkturinn var stjórnandalaus flutningur á Pierrot Lunaire eins og þau fluttu hann í í Austurvíking Austurbæjarbíói i fyrra. Pési er sem sé kominn á fastadagskrá (repertoire) Kammersveitarnnar og vekur furðu að slík útkjálkasveit beri hann á borð í heimsborgum, þar sem hann hefur verið fluttur einu sinni síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Á dagskrá þessara tónleika voru þau verk sem bera skal á borð fyrir Stokkhóimara að viku liðinni. Óneitanlega ber hún keim af tilefninu en er engu að síður eðlileg og venjuleg dagskrá Kammer- sveitarinnar, því hún hefur jafnan verið iðin við að flytja nýja íslenska músík. Einkaleyfisvariant Ekki veit ég hversu margar út- gáfur Jón Ásgeirsson hefur ritað af gömlu danskvæðunum en ég hygg að flestir telji hann eiga orðið einkarétt á þeim. Hygg ég að Jón hafi aflað þessum gömlu dönsum ófárra fylgjenda og þótt stíllinn væri allfrá- brugðinn stíl hinna verkanna á tónleikunum, áttu þeir fyllilega heima á efnisskránni. Ekki verður sagt að neinir nýir fletir birtust í téðri útfærslu, enda að líkindum ætlað ókunnum eyrum. Dúó Fjölnis fylgdi á eftir og þess- ar stundum samsíða og stundum samanfléttuðu línur tréblásaranna voru snilldarvel leiknar. Sönglög Hjálmars Ragnarssonar, sem flutt voru fyrst sem bálkur í vor, hlutu listilega meðferð Rutar, Jóns, Péturs og Önnu Málfríðar. Jan Carlstedt reyndist heldur langdreginn og margmáll í metamorfosum sínum — þokkalega ritað verk sem skildi tiltölulega lítið eftir að góðum flutningi loknum. Þá kunna þeir ekkigott aðmeta Síðustu tveir liðir dagskrárinnar risu að mínum dómi hæst. Pólsku ljóðin hans Atla Heimis hafa ekki heyrst í opnum opinberum flutningi fyrr og vöktu þau verðskuldaða athygli. Þau eru, þótt sitt úr hverri áttinni séu, bundin saman í lítinn, heilstæðan sveig með músík Atla Heimis. Að lokum, Morgen Páls P. Pálssonar, þar sem hann framan af beitir söngröddinni sem einu hljóðfæranna í hópnum, sem síðan byggir upp magnaða stemmningu í snjöllu samvafi ljóðs og tóna. Ég hef vart upplifað jafnáhrifamikinn nýflutning tónverka og tveggja síðustu verkanna á þessum tónleikum. Við eru því löngu vön hér heima að Kammersveit Reykjavikur geri góða hluti og enginn verður hissa. Við vitum að hún stendur jafnfætis mörgum sveitum stórþjóða. Henni fylgja bestu óskir um velgengni í Svíaríkisför. Takist henni ekki að hrifa þarlenda með leik sínum þá kunna þeir þar eystra bara ekki gott að meta. -EM. BLASARAKVINTETT í HÁDEGINU Háskólatónleikar f Norræna húsinu 20. nóvember. Flytjendur Blósarakvintett, skipaður málm- biásurum úr Sinfónfuhijómsveitinni. Efnisskrá: Victor Ewaid: Kvintett nr. 2 op. 6; Morley Calvert: Suite from the Monteregian HHis. Turnblástur er aldagömul hefð í grónum menningarlöndum en hefur aldrei fest rætur hjá okkur. Ber þar margt til. í fyrsta lagi var lúðraeign litt aimenn hér lengi vei og auk þess skorti hin ytri skilyrði, svo sem turna eða aðrar háreistar byggingar að ógleymdu því að íslenskt veðurfar heimilar aðeins með höppum og glöppum slíka tóniðju á víðvangi. Það er því á framandi hefðum að byggja þegar menn taka sig til að fara að blása með annarri hljóðfæraskip- an og stíl en hinni hefðbundnu eftir- líkingu af herlúðrasveit sem hér hefur tiðkast frá upphafi blásara menntar, eða rétt um eina öld. Blásarakvintettinn, nafnlausi, sem iék á Háskólatónleikunum nú telst víst ekki nema tveggja ára þótt hann eigi sér ýmsa forvera sem skipaðir voru kjarnanum úr þessum. — En hornaflokkur verður ekki metinn eftir því sem var heldur því sem er. Á hádegistónleikunum tóku þeir tvö kunnug stykki af sinu repertoire, — annan Ewald kvintettinn og Monter- egian svítu Calverts. Upprunalega er kvintett Ewalds skrifaður fyrir hefð- bundin lúðrasveitarhljóðfæri, þ.e. tenórhorn og althorn í stað horns og básúnu, tvo trompeta og túbu. Þannig hljómar hann töluvert þynnri en með þeirri hljóðfæraskipan sem hér um ræðir, en hefur yfir sér ein- hvern frumstæðissjarma sem hverfur með burðarmeiri lúðrum. Hvorugt verkanna getur kallast ris- mikið kammerverk. Þau eru fremur ætluð áheyrandanum og blásaranum til huggulegrar skemmtunar og eru aldeilis ágæt sem slík. En þau henta líka prýðilega til kynningar á sam- stillingu hornaflokksins. Sú kynning reyndist hin besta. Þeir hafa verið svo heppnir að fá til liðs við sig horn- leikarann Joseph Ognibenen. Þar er piltur sem hefur einhvern næmasta skilning á eðli hornleiksins sem ég hefi kynnst hvort sem um ræðir homið til fyllingar eða ljúfs linuleiks. Þá er einnig básúnuleikarinn William Gregory, mikill ensemble-maður en einnig leiöandi í sínum þýða blæstri. Trompetarnir eru vel samstiga í tóni og blæ en ekki alltaf alveg sammála um fraseringar, sem þó er litlu meira en viðhald sjálfstæðis i stil einstakl- ingsins. Annars fer leikur þessara tveggja ólíku trompetkaraktera mjög vel saman. i túbuleik Bjarna felst ekki alltaf nógu mikið sjálfs- traust. Hann mætti að skaðlausu vera betur meðvitaður um mikilvægi botnsins og varpa ögn af hógværð- inni í leik sínum fyrir borö. Aö öðru leyti er engin göt á botninum að flnna. Kvintett þessi er að sönnu ekki slíp- aður að gagni en í honum situr valinn maður í hverju rúmi. Og enn sem fyrr er það helstur Ijóður á ráði hans að hann lætur of sjaldan og of lítið til sín heyra. Víst væri gaman að heyra hjá þeim góða turnmúsík, bæði forna ognýja. -EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.