Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1981, Side 36
Þjóðhagsstofnun spáir
55% verðbólgu næsta ár
St jórnarliðar deila um aðgerðir
Þjóðhagsstofnun hefur á vegum
ríkisstjórnarinnar gert spá um verð-
bólgu á næsta ári og fengið út að hún!
yrði 55 prósent. Þá er miðað við út-
reikning á verðbólgu frá ársbyrjun til
ársloka 1982.
Stofnúnin gefur sér meðal annars i
þessum reikningi að engar grunn-
kaupshækkanir verði árið 1982.
Verðbólgan í ár verður nálægt 40
prósentum.
Stjórnarliðar eru ósáttir um
hvernig bregðast skuli við, nú þegar á
ný stefnir í vaxandi verðbólgu. Efna-
hagsnefnd ríkisstjórnarinnar heldur
fundi. í henni eru Jón Ormur Hall-
dórsson formaður, Guðmundur G.
Þórarinsson og Ólafur Ragnar
Grímsson.
Framsóknarmenn hvetja til efna-
hagsaðgerða til að koma verðbólg-
unni niður en alþýðubandalagsmenn
eru tregir til.
-HH.
HARÐUR AREKSTURIARBÆJARHVERFI
Eins og sjá má á myndinni þurfti miklar
tilfæríngar tH að ná manninum út úr bif-
reiðinni. DV-mynd S.
IMORGUN
Mjög harður árekstur varð um
tíuleytið í morgun á gainamótum
Bæjarháls og Hálsabrautar i Árbæjar-
hverfi.
Ladabifreið, sem kom akandi eftir
Bæjarhálsi ók í veg fyrir stóra vörubif-
reið af Scania Vabis gerð sem kom
'akandi eftir Hálsabraut og skemmdist
Ladabifreiðin mjög mikið við
áreksturinn.
Við áreksturinn skorðaðist
ökumaður Ladabifreiðarinnar af og
gekk mjög illa að ná honum út úr bif-
reiðinni. Hann var þegar fluttur á gjör-
gæsludeild Borgarspítalans og er talið
að meiðsli hans séu töluverð. -SER.
Ekkert bólar á jólaösinni á Alþingi:
Sverrir f lutti ádrepu á þing og ríkisstjórn
Forseti neðri deildar Alþingis,
Sverrir Hermannsson, flutti þing-
heimi og ríkisstjórninni snarpa á-
drepu i upphafi þingfundar í gær og
kvað þinghald stefna í óefni þar sem
ekkert cinasta nefndarálit bærist og
rikisstjórnin legði ekki fram mál sem
hún ætti í fórum sínum og ætlaðist
vafalítið til að hlytu afgreiðslu fyrir
jólafrí Alþingis, 18. desember.
í samtali við D&V kvaðst Sverrir
Hermannsson ekki muna annað eins
sleifarlag á skilum nefnda og mætti
gera því skóna að þingmönnum
kæmi það í koll þegar halda yrði
kvöld- og næturfundi rétt fyrir jól.
Samkvæmt þessu má búast við
hinni ærlegastu jólaös á Alþingi að
þessu sinni og hefur þó sjaldan verið
hægt að líkja þingstörfum á þeim
tíma við föndur og þá jólaföndur.
-Herb.
Fundur um Blönduvirkjun í dag:
HEIMAMENN ERU ENN
KLOFNIR í MÁLINU
Viðræðunefnd ríkisins vegna
Blönduvirkjunar hefur boðað fund á
Blönduósi i dag klukkan 14.30 með
fulltrúum hreppanna sex í Húna-
vatnssýslu og Skagafirði, sem eiga
upprekstur á fyrirhuguðu virkjunar-
svæði. Þar verður kynnt samþykkt
rikisstjórnarinnar um að gefa heima-
mönnum kost á að samþykkja
svokallaðan virkjunarkost 1 ella
færist Blönduvirkjun aftur fyrir
Fljótsdalsvirkjun.
Formaður viðræðunefndar
ríkisins, Kristján Jónsson rafmagns-
veitustjóri, sagði DV að málin yrðu
reifuð á grunni núverandi stöðu og
siðan rætt um framhald viðræðna.
Væntanlega þyrfti ákvörðun að
liggja fljótlega fyrir ef ætlunin væri
að afstaða heimamanna yrði
til grundvallar þegar Alþingi tæki
málið til endanlegrar afgreiðslu.
Orkuráðherra, Hjörleifur
Gottormsson, lýsti þvi yfir á
föstudaginn að málið kæmi innan
tíðar fyrir Alþingi. Ljóst er að það er
ekki bundið af samþykkt rikis-
stjórnarinnar.
í viðræðum við nokkra fulltrúa
heimamanna í gær kom glöggt fram
að staða virkjunarmálsins í héraði er
sú sama og í vor. Tvær hreppsnefndir
af sex hafa lýst fylgi við virkjunarleið
Blönduóshrepps og Torfalækjar-
hrepps. Þriðja hreppsnefndin vestan
Blöndu, í Svínavatnshreppi, er að
meirihluta fylgjandi, en þar er
jafnvel gert ráð fyrir atkvæðagreiðslu
meðal hreppsbúa. í þrem hreppum
austan ár er afstaða óljós en greinilega
mikil andstaða við landeyðingu af
leið 1. Það er i Bólstaðarhlíðarhreppi
í Húnaþingi og í Seyluhreppi og
Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. í
samkomulagsdrögum, sem legið hafa
fyrir um þetta mál hefur hingað til
verið sneitt hjá aðalágreiningnum,
um virkjunarleiðirnar. -herb.
vtsm
ftfálsl, óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 1. DES. 1981.
Sunnudags-
steikin
hækkar um
15 krónur
Nýtt búvöruverð tók gildi í morgun
og nemur hækkun landbúnaðarvara á
bilinu 9,7—15,7%eftir tegundum.
Sunnudagssteikin sígilda, þ.e. lamba-
lærið, hækkar um 14,5% og ef miðað
er við vísitölufjölskylduna ætti steikin
að hækka um tæpar 15 krónur sé
gengið út frá eðlilegum matarvenjum.
Mjólkin hækkaði um 13,7% og
kostar lítrinn nú kr. 6,65. Smjörkílóið
rauk upp í 80 krónur sléttar í kjölfar
11,3% hækkunar og kílóið af 45% osti
kostar nú næstum jafnmikið og við-
bitið eftir hækkun eða kr. 78,30.
Nautakjöt hækkaði um 11,6% og
kartöflurnar hækkuðu um lítil 15,7%.
-SSv.
samkoma
íHáskólabíói
Eins og undanfarin ár kemur það í
hlut Verðandi, félags vinstrisinnaðra í
Háskóla íslands, að sjá um hátíðardag-
skrá í tilefni fullveldisdagsins í dag, 1.
desemher.
Verður að vanda efnt til baráttusam-
komu í Háskólabíói þar sem fundar-
menn munu gera sér ýmislegt til
dundurs undir kjörorðinu „Helstefna
eða lífsstefna”. Hefst samkoman kl.
14.15 i Háskólabíói og verður henni út-
varpað.
-SSv.
BMBBIABIÐtWESm
Frá og með 1. desember er
áskriftarverð kr. 100,00 á mánuði. í
lausasölu kostar eintakið kr. 7,00,
nema á laugardögum kr. 10,00 (Helgar-
blaðið). Grunnverð auglýsinga verður
kr. 60,00 hver dálksentimetri.
Og nú er Davíð farinn að láta
mynda sig með stóra vindla.
c ískalt
Seven up.
hressir betur.
■
■
■
■
1
;
I
I
I
e
I
I
li
i
*