Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Side 12
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neyt
JOLA-
MATUR
Varla kalkúnar og endur á jólaborðið
„Furðulegur tími f er í hönd”
— segir Hrafn Bachman í Kjötmiðstöðinni
„Þessi tími fyrur jólin núna verður
liklega sá alfurðulegasti síðan ég
byrjaði að verzla. Það kemur til með
að vanta svo margar vörutegundir
inn í,” sagði Hrafn Backmann,
kaupmaður í Kjötmiðstöðinni, er
blaðamaður DV hafði samband við
hann.
„Vegna ráðstöfunar yfirvalda hafa
margir framleiðendur dregið saman
seglin. Afleiðingin af fóðurbætis-
skattinum er að koma í ljós gagnvart
neytendum. Það hefur tekið tvö árað
keyra eðlilegar birgðir niður í ekki
neitt og nú stefnir í vöruskort. Svína-
kjöt verður til dæmis af skornum
skammti fyrir jól. Þetta er eðlileg af-
leiðing, þegar yfirvöld ráðsk-
ast og ákveða hvað fólk á að borða,”
sagði Hrafn.
Fyrir utan takmarkaðar birgðir af
svínakjöti, gat kaupmaðurinn þess aö
endur og kalkúnar væru næstum
ófáanlegur varningur og minna væri
af hreindýrakjöti en verið hefði und-
anfarin ár.
„Síðan gæti ég trúað að nauta-
kjötsskortur verði fyrirsjáanlegur á
næstu vikum. En eftir stendur auð-
vitað lambakjötið, bæði léttreykt og
svo hangikjötið. Ekki má heldur
gleyma hænsnum, framboð af hænsa-
kjöti verður eðlilegt. Þú spyrð svo
um rjúpuna. Aðalveiðitími rjúpunn-
ar var í fyrra frá 5.—12. desember,
svo að enn er ekki öll nótt úti með
framboð á rjúpu. í fyrra var rjúpan
seld á 29—30 krónur stykkið, og
hækkun á einstaka kjötvörum hefur
verið á árinu 50—65%, svo að alla-
vega hækkar rjúpan töluvert í verði,
en sjálfsagt fer endanlegt verð eftir
framboði,” sagði kaupmaðurinn í
Kjötmiðstöðinni. -ÞG
Svara leitað hjáþremur
verzlunarmönnum
Verður einhver vöruskorturfyrir jólin og ef útlit erfyrirskort, þá
á hvaða vörutegundum? Við leituðum til þriggja verzlunar-
manna til að kanna málið, og fara svör forráðamanna viðkom-
andi verzlana hér á eftir. En áður en litið er á svör þeirra, skal
þess getið, að einungis virðist kreppt að varðandi einstakar kjöt-
vörur. Svo og eggin sem neytendur hafa áþreifanlega orðið varir
við að eru skömmtuð. Þessi árlegi eggjaskortur í desember er
orðinn staðreynd og viðskiptamenn geta aðeins keypt einn pakka
í hverri verzlunarferð. Ekki örlaráskorti á öðrum vörutegundum
en eggjum og einstaka kjötvöru.
-ÞG.
Bókhaldið skeffilega
leiðinlegt
Ensparar
mikla peninga
Þ.I. skrifar:
Hér sendi ég inn októberseðilinn
eftir stutta byrjun og langt hlé,
þ.e. ég sendi inn einn seðil fyrir
nokkrum mánuðum en lét þai \i<*>
sitja, þvi að mér þótti (og þvl irj
þetta skelfilega leiðinlegt. En
svona bókhald borgar sig, það sé ég
bezt á þessum mánuði. Það hvetur
mann óneitanlega til að halda
áfram.
Segja má að þessi mánuður hafi
verið nokkuð dýr í matarkaupum
(915 krónur á mann). Þá er þarna
matur sem fór beint í frystikistuna,
s.s. nautakjöt, kindaskrokkar og
slátur. Sé það dregið frá verður
matarkostnaðurinn 422 krónur á
mann, sem mér finnst ekkert sér-
stakt. Liðurinn annað hljóðar upp
á7673,25.
Þess má geta að mér hefur reynzt
eftir að fá eiginmanninn í lið með
mér. Útgjöldin hjá honum eru ekki
beint heimilinu viðkomandi nema
þá helzt greiðslur af lánum og þess
háttar varöandi ibúðarkaup. Liður-
inn annað ætti þannig að vera mun
hærri.
Handþvotta-
kremgegn
hvers konar
blettum
Pálheiður Einarsdóttir hringdi
með enn eitt ráð til að ná úr kúlu-
pennableki. (Áður hefur verið bent
á skyr og mjólk). Hún sagðist
nudda blettinn vel upp úr hand-
þvottakremi frá Frigg og ef kostur-
væri, láta það standa i nokkra
stund. Síðan væri flikin þvegin á
venjulegan hátt. Pálheiður sagðist
hafa notað þetta krem í mörg ár til
þess að ná hvers konar blettum úr
fatnaði. T.d. fitublettum, olíublett-
um og tjörublettum, sem menn fá i
föt sín af götunni. Ef um viðkvæmt
efni er að ræða, getur þetta reyndar
verið ögn tvíeggjað því nudda þarf
blettinn vel. Við þökkum Pálheiði
ráðið og komum þvi hér með á
framfæri. DS
„Sala á hangikjöti til útlanda óbreytt”
— segir Bjöm Ingi í Kjötfoúð Suðurvers
„Það er alveg borðleggiandi að
framboð á svínakjöti verður litið, en
neyzla svínakjöts hefur aukizt mikið
á kostnað lambakjötsins,” sagði
Björn I'ngi Björnsson, kaupmaður í
Kjötbúð Suðurvers, er hann var
inntureftir vöruskorti fyrir jólin.
„Minna er um rjúpu en i fyrra og
þar hefur veðráttan átt stærstan þátt,
Það eina sem kemur greinilega til
með að vanta er svínakjöt, já, og
hreindýrakjöt höfum við ekki fengið,
sagði Guðjón Guðjónsson, verzlun-
arstjóri i SS Glæsibæ er blm. DV leit-
aði svara hjá honum.
Framboð af kalkúnum er lítið sem
ekkert, og takmarkað af öndum, en
gæsir ættu að verða nægar að sögn
en auðvitað getur enn rætzt úr. Verð
á rjúpunni — ja, er ekki talað um
sextíu krónur stykkið?
Björn Ingi tók í sama streng og
aðrir, sem við ræddum við, að lítið
sem ekkert framboð væri á kalkún-
um og öndum, en varðandi framboð
nautakjöts taldi hann að meira
nautakjöt yrði til á næstunni í kjöl-
verzlunarstjórans. Þá tók hann í
sama streng og hinir að auðvitað
væri nóg af lambakjötinu svo og
hænsnum. En Guðjón kvað sölu á
hangikjöti hafa dottið töluvert niður.
Rjúpur eru til í SS Glæsibæ en end-
anlegt verð þeirra liggur ekki fyrir, en
Guðjón taldi líklegt verð fimmtíu
krónur. -ÞG
far verðhækkunar á búvörum. En
hvað um jólahangikjötið? Er liklegt
að dragi úr sölu þess nú fyrir þessi
jól?
„Það kemur í Ijós á næstu dögum
hvort fólkið breytir aldagamalli hefð
og sleppir því að neyta jólahangi-
kjötsins. En sala á hangikjöti til vina
og vandamanna erlendis er sú sama
og verið hefur undanfarin ár,” sagði
Björn Ingi, kaupmaður í Kjötbúð
Suðurvers, og gaukaði einu laufa-
brauði að okkur við brottför sem for-
skoti á jólasæluna.
-ÞG
„Gæsir ættu að
verða nægar til”
— segir Guðjón Guðjónsson verzlunarstjóri í
SS Glæsibæ
*