Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981. frjálst, áháð dagblað Ijtgáf uféiag: Frjáls fjölmiðtun hf. Stjórnarformaöurog útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Höröur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aöstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og IngóKur P. Steinsson. Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Síðumúia 8. Afgreiðsla, áskríftir, smáauglýsingar, skrífstofa: Pverholti 11. Skni 27022. Sfmi ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun: Arvakur hf., Skerfunni 10. Áskríftarverð á mánuði 100 kr. Verð í lausasölu 7 kr. Holgarblað 10 kr. Daufgerö stjómarandstaða Sjaldan hefur farið eins litið fyrir stjórnarandstöðu og þeirri, sem verið hefur utan valda síðustu tvö árin tæp. Tilraunir hennar til að láta að sér kveða hafa að verulegu leyti farið út um þúfur. Hun er nánast gleymd ■og grafin. Helzt er hægt að finna hana á síðum Morgunblaðs- ins. Nánast daglega í þessi tæpu tvö ár hefur baksíða þess verið lögð undir heimsendafyrirsagnir af íslenzk- um efnahagsmálum. Ef við tryðum þeim, værum við öll flúin af landi brott. Nú vill svo til, að betra er að lifa hér en í flestum ná- lægum löndum. Kaupið er að vísu lægra, en á móti kemur, að atvinna er nóg. í öðrum löndum er svo kom- ið, að atvinna er sjaldfenginn lúxus þeim, sem koma úr skólum. Þetta er svo sem ekki ríkisstjórninni að þakka frem- ur en öðrum slíkum, sem hafa verið við völd á undan- förnum áratugum. En þessari má þó sennilega þakka, að sparifjáreigendur geta nú ávaxtað fé sitt í fyrsta sinn í áratugi. Einna sárast svíður stjórnarandstöðunni að geta ekki sigað launþegasamtökunum á ríkisstjórnina. Þetta ástand hefur verið tilefni síendurtekinna frýjun- arorða, meðal annars í formi baksíðufrétta í Morgun- blaðinu. Alþýðusambandið hefur af langri reynslu áttað sig á, að prósentuhækkun launa segir tiltölulega lítið um kaupmáttinn. Önnur atriði ráða þar meiru, annars veg- ar efnahagsástandið og hins vegar aðgerðir stjórn- valda. í sjálfu sér skiptir litlu, hvort laun hækka um 3°7o, 30% eða 300%. Verðbólgan kemur þessu öllu út í eitt. Meira máli skiptir, að atvinna sé næg og að gerðir stjórnvalda skerði ekki hlut launamanna af svokallaðri þjóðarköku. Ef launþegasamtökin treysta þessari ríkisstjórn örlit- ið betur en sumum fyrri, er það náttúrlega böl fyrir stjórnarandstöðuna, sem bölsótast meira á síðum Morgunblaðsins en í sölum hins háa alþingis. Og þetta böl er þungt nú um stundir. Úr öllu þessu kann að rætast, ef ríkisstjórninni tekst ekki að halda verðbólgunni niðri við 40%, hafandi tek- ið við henni í 60%. Fari bólgan nú upp að nýju, getur stjórnarandstaðan tekið gleði sína eftir tæpra tveggja ára táradal. Lukkan hefur leikið við sjónhverfingameistara hæst- virtrar ríkisstjórnar. Sumir telja, að sjónhverfingarnar geti gengið endalaust, að böllin muni kontinúerast út í hið óendanlega. Þau hafa að minnsta kosti gert það hingað til. Þeir eru hins vegar sárafáir, sem telja, að stjórnar- andstaðan hafi eitthvað markvert um þessi mál að segja. Menn lesa heimsendafyrirsagnir Morgunblaðs- ins sem eins konar hitamæli á skapvonzku og ergelsi stjórnarandstöðunnar. Þetta er ákaflega hastarlegt, því að virk og öflug stjórnarandstaða er hornsteinn lýðræðis og efnahags- legra framfara. Ef stjórnarandstaðan leggur upp laup- ana, svo sem hér hefur gerzt, er lýðræðið ekki lengur í fullu gildi. Fyrst þarf stjórnarandstaðan að koma Morgunblað- inu upp á jörðina, svo að þjóðmáladeilur verði trú- verðugar á nýjan leik. Síðan þarf hún að koma sér upp stjórnmálamönnum, sem fólkið í landinu nennir að hlusta á. Við búum við velsæld, sem er byggð á sandi. Og það er dapurlegt að búa við stjórnarandstöðu, sem er ger- samlega fyrirmunað að sýna fólki fram á, að svo sé. Þetta er eitt stærsta vandamál þjóðarinnar um þessar mundir. -J.Kr. Vilja framsóknar- menn eyðileggja Hafréttarsáttmálann Framsóknarmenn hafa oft vakið á sér eftirtekt fyrir frumlega stefnu í varnarmálum. Frumleikinn stafar þó ekki af því, að þeim sésvo sýnt að sjá nýjar leiðir, heldur eru þeir einlægt að finna sér sérstöðu. Ég man eftir því að dr. Ólafur Ragnar Grímsson mótaði fyrir ca 12 árum, þá fram- sóknarmaður, stefnu framsóknar- manna um að taka varnir landsins i eigin hendur, svo að varnarliðið yrði óþarft. Ég man, að þessi stefan vakti talsverða athygli. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að íslendingar geti vel annast hluta af vörnunum, og vissulega er tímabært að taka upp til athugunar þessa gömlu hugmyndir Ólafs. Þess skal að vísu getið, að tillagan var ekki frumleg þá, því að margir íslendingar hafa verið þeirrar skoðunar, að rétt sé og eðlilegt að fela t.d. Landhelgis- gæslunni varnir landsins að einhverju marki. En nú hafa framsóknarmenn lagt fram nýja tillögu í varnarmálum, og er hún ólikt vitlausari en tillaga dr. Ólafs og raunar er hún hættuleg hagsmunum íslands. Hér á ég við tillöguna um „afvopn- un á Norður-Atlantshafinu”. Tæpast borin fram í alvöru Sá er að vísu kostur tillögu fram- sóknarmanna, að hún er tæpast sett fram í alvöru, heldur á hún að vera HaraldurBlöndal eins konar svar við friðartali göngu- manna í Framsóknarflokknum. Þess verður því tæplega að vænta, að hún verði borin oftar fram en á þessu þingi, — mér er það meira að segja til efs, að hún verði nokkurn tíma borin undir atkvæði á Alþingi, heldur sofni hún í nefnd. En hvað felur tillaga framsóknar- manna í sér, ef hún er tekin alvar- lega? Tillagan fjallar í stuttu máli um það, að boðað verði til ráðstefnu með kjarnorkuveldunum sex. Bandaríkj- unum, Sovétrikjunum, Englandi, Frakklandi, Indlandi og Kínverska Alþýðulýðveldinu. Svo og verði Danmörku, Noregi, og Kanada, og væntanlega írska lýðveldinu, Hol- landi og Belgíu og Þýska-Sambands- lýðveldinu boðið til ráðstefnunnar, en ég ímynda mér, að framsóknar- menn eigi við þessi lönd, þegar þeir tala um N-Atlantshaf. Hugsanlega á líka að bjóða Portúgal og Spáni. Ennfremur á að bjóða full- trúum „evrópsku friðarhreyfing- anna”. Ekki er útskýrt við hvað er átt — tæpast á þó að bjóða til ráðstefn- unnar þeim friðarsamtökum sem • Hugmyndir framsóknarmanna um afvopnun á Norður-Atlantshafi fela efnislega í sér kröfu um breytingu á hafréttarsáttmálanum. Slík krafa gæti stofnað sáttmálanum í hættu, segir Haraldur Blöndal í grein sinni um afvopnunartillögur framsóknarmanna. Eftir prófkjör Sjálfstæðisf lokksins: Reykjavík veröur að vinnast prófkjörum eða öðru, sem aðstand- endur hins svokallaða flokkseigenda- félags hafa haft velþóknun á, hafi gengið til leiks á jafnréttisgrundvelli á móti öðrum keppinautum sínum. Því álít ég, sérstaklega eftir yfirlýsingar Alberts Guðmundssonar, „að flokkseigendafélagið hafi marg-end- urlekið lagt stein í götu sína”, að út- koma prófkjörsins verði að skoðast í ljósi fyrirliggjandi staðreynda. Við- bótarstaðreynd er lokun prófkjörs- ins, sem gekk á móti vilja stjórnar Fulltrúaráðsins, gekk á móti vilja þeirrar nefndar, sem stjórn Fulltrúa- ráðsins skipaði til að afgreiða málið, var framkvæmd í formi tillöguflutn- ings á Fulltrúaráðsfundi án samráðs við þá borgarfulltrúa, sem gera mátti ráð fyrir að mundu leiða flokkinn til baráttu í næstu borgarstjórnarkosn- ingum. En Albert Guðmundsson og stuðningsmenn hans vila hverjir stóðu fyrir lokun prófkjörsins, og þeirra álit og vissa er, að þar hafi verið aögerð á ferðinni, sem stefnt var gegn Albert Guömundssyni. Það er álit okkar, sem er margstaðfest af viðtölum við fólk úr öllum flokkum, að Albert á fylgi langt inn í raðir andstæðinganna vegna þess mikla starfs, er hann hefur lagt af mörkum til velferðar Reykjavíkur og Reykvík- inga á undanförnum 12 árum. Við erum ekki í nokkrum vafa um, að í opnu prófkjöri og á jafnréttisgrund- velli í öllu tilliti, hefði Albert orðið langefstur í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. Nú liggur fyrir hvers konar slys lokun prófkjörsins var, því sá sögu- legi atburður skeði, að einn stjórn- málafiokkur vísar fólki frá dyrum Mikill vafi er á, hvort Sjálfstæðis- flokkurinn getur flokkast undir það að vera lýðræðisflokkur, þar sem lit- ili hópur meðlima Sjálfstæðisflokks- ins á málgagnið, sem hann styðst við, Morgunblaðið. Mín reynsla eins og fjölda annarra er blátt áfram hörmu- leg. Eftir 30 ára starf í Sjálfstæðis- flokknum var lokað fyrir skrif undir- ritaðs í Morgunblaðinu, þar sem undirritaður var á annarri skoðun í einum málaflokki þjóðmála en þókn- aðist einum ráðenda blaðsins úr Sjálfstæðisflokknum. Þá fór ekki meira fyrir ritfrelsinu og lýðréttind- unum en það, að lokað var fyrir skrif Péturs Guðjónssonar. Það liggur fyrir sem staðreynd, að þessi hópur og þeir aðilar, sem eru honum þókn- anlegir hafa yfirburðastöðu innan Sjálfstæðisfiokksins í prófkjörum og annarri valdakeppni innan Sjálf- stæðisflokksins. Þar til Dagblaðið sá dagsins ljós, mátti segja að Morgun- blaðið réði yfir svo gott sem einokun- araðstöðu í Reykjavík í blaðaheimin- um. Eftir könnun, sem ég gerði var út- koman eftirfarandi: Alþýðublaðið var svo lítið að það blátt áfram skipti ekki máli. Þjóðviljinn var að mestu leyti lesinn af sértrúarhópi sem ekki var lengur í takt við tímann, en studdist við „vestur-þýzka heim- speki” frá byrjun gufualdar, en nú er komin atómöld. Tíminn er ekki les- inn í Reykjavík, þótt hann sé lesinn af miklum fjölda utan Reykjavíkur, fólki, sem hefur mikinn áhuga á þjóðmálum og man, hvað það les. Tilkoma Dagblaðsins breytti þessu ástandi, og með því var lagður horn- steinninn að einum undirstöðuþætti Kjallarinn PéturGuðjónsson lýðfrjáls þjóðfélags, að einstakling- arnir eigi frjálsan aðgang að raun- vemlegum fjölmiðli. Ríkisfjölmiðlam- ir hér einoka meira en fjölmiðlarnir hjá kommunum í Póllandi i dag. Því vona ég, að þrátt fyrir sameininguna hjá Vísi og Dagblaðinu haldi blaðið áfram að þjóna sínu stóra þjóðfélags- lega hlutverki, og komi áfram út hér eftir sem hingað til undir leiðarljós- inu, „Frjálst óháðdagblað”. 4000—7000 vantaði Það er því mikil ábyrgð, sem fylgir þeim mönnum, sem fara fram til prófkjörs eða annarrar keppni innan Sjálfstæðisflokksins, sem Morgun- blaðið getur haft áhrif á, og nær ekki nokkurri átt að segja, að þeir aðilar í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.