Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981. Ásgeir Jónsson, söngvari BARA- ffokksins. Ogsvo... ... er það vísa dagsins. Þegar fjölgað var konum / miðstjórn Alþýðubanda- lagsins, úr 14 i 18, varð þessi visa til. Höfundur mun vera Helgi nokkur Seljan. Víst er nú miðstjórnarflokkurinn friöur og fæstum mór sýnist til ama. Þó ógnar mór kvennastraumurinn stríður nú stendur mór ekki — á sama. Ekki meira um það. Fólk Fólk Fólk Fólk Bræðumk Þór Freysson og Jón Freysson, gítaristi og hljómborðs- leikari grúppunnar. ÞETTA ER SVO GAGNKVÆM FIUNG segja strákamir í BARA-fíokknum Fyrir síðustu helgi héldu strákarnir i BARA-flokknum frá Akureyri hljómleika á Borginni, við frábærar undirtektir áheyrenda, sem undu sér glaðir við rafmagnaðan leik þeirra norðanmanna. Fólksíðan var að sjálfsögðu mætt á staðinn og þröngv- aði sér upp á strákana fyrir tónleik- ana, þar sem þeir sátu og voru að setja saman prógramm kvöldsins. Þeir voru spurðir hvort áhangendur mættu ekki vænta nýrrar plötu bráð- lega. „Jú, það kemur stór plata út með okkur næsta vor,” segir Ásgeir söng- vari, og Baldvin bassi bætir við, ,,og sú tónlist, sem væntanlega verður á þeirri plötu, verður mun þróaðri en á fyrstu plötunni okkar.” Og hvar verður þessi plata tekin upp? „Það eru allar líkur á því að hún verði tekin upp í nýju stúdiói Þursa- flokksins við Grettisgötu, en það er ekki útséð með það enpþá,” segir gítaristinn Þór Freysson. Hvernig er svo að vera rokkari á Akureyri? „Það er gjörsamlega vonlaust. Það er enginn markaður fyrir konsert- grúppu fyrir norðan og þess vegna þurfum við mikið að vera að spila fyrir sunnan og það er svo helv. . . dýrt,” segir Jón á hljómborðinu og bróðir hans Þór bætir við. „Ætli við flytjum ekki suður með vorinu.” BARA-fiokk- urinn á fuiiu í einu iaga sinna, sem hann spilaði á Borginni fyrir síðustu helgi. Nú eru aðeins tvær hljómsveitir þekktar frá Akureyri. Þið og hljóm- sveit Ingimars Eydal. Er eitthvert samband þarna á milli? „Já, já, Ingimar kenndi mér sögu,’ segir Þór, „og raunar okkur öllum söng nemasöngvaranum okkar.” Þið ætlið ekkert að fara að splundrast, eins og vinsælt er meðal poppgrúppa hérlendis? „Nei, nei, við þekkjum svo vel hver inn á annan. Það má segjá að við séum komnir yfir það timabil að hata hver annan. Þetta er svo gagnkvæm „fíling” hjá okkur,” segja þeir sam- hljóma að lokum. -SER. ÞINGMENN TIL BESSASTAÐA Sinn er siður í landi hverju og einn er sá hérlendur að for- seti íslands bjóði alþingis- mönnum landsins í árlegt síð- degisboð að Bessastöðum. Það var einmitt gert á dög- unum og fylktu þingmenn liði allir sem einn, ásamt mökum sínum, og héldu á fund Vig- dísar Finnbogadóttur í fjöl- mörgum rútum sem fengnar voru til þess arna. Að sjálfsögðu var glatt á hjalla og menn slógu óspart á léttari strengina, enda engin ástæða til annars, svona rétt fyrir jólaösina í sölum alþingis. Ljósmyndari DV, Einar Ólason, laumaði sér inn á Bessastaði þennan sama dag og boðið var haldið og árangur erfiðisins er hér á síðunni. -SER. Og svo ver néttúriega bara hlegið eð þessu öUu saman. Fró vinstri: Geir Gunnarsson, Pálmi Jónsson, Ólafur G. Ektarsson, Tómas Ámason og Jón Helgason. Gestgjafkm, Vigdts Finnbogadóttir forseti íslands, á taH við tvær þing- mannsfrúr og umræðuefnið er örugglega konur og stjómmél. Vöðvamir okkar Eins og lesendur fólksíðunnar muna ugglaust eftir frá fyrri viku var hér á síðunni viðtal við heimsmeistar- ann- í líkamsrækt, Andreas Cahling að nafni. í ljósi þessa viðtals vilja nokkrir fyrrverandi nemendur í íþróttakenn- araskólanum á Laugarvatni koma því á framfæri að likamsrækt hér á landi sé engin ný bóla. Vöðvarækt, eins og þeir vilja nefna þessa íþrótt, hafi mjög verið stunduð af þeim félögum. á undanförnum árum og hafi þeir, íþrótt þessari til framdráttar, stofnað með sér félag, sem þeir nefni þvi frumlega nafni, Félag áhugamanna um vöðvarækt. Þeir félagar sendu fólksíðunni mynd af hópnum til að sýna alþjóð þann gífurlega árangur sem þeir hafa náð i vððvaræktinni. Beztu þakkir, strákar. -SER. Lausn efnahagsvandans sveif yfk sötum samkvæmisins þessa síðdegis- stund á Bessastöðum. Hór ræðast við, frá vmstri: Eiður Guðnason, Lárus Jónsson, Ólafur Rognar Grimsson og Sighvatur Björgvinsson. - Ir P*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.