Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Side 21
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR9. DESEMBER 1981.
21
róttir íþróttir íþróttir
uleika
ipninni
ísl. leikmannanna með 6 mörk. /Hann
meiddist í leiknum við' Holland og lék ekki
gegn Sovétríkjunum. Var / einnig
markhæstur í fyrsta leik íslands í képpninni,
við Portúgal. Kristján skoraði 5/1, Páll
Ólafsson 4, Gunnar Gunnarsson 3, Brynjar
2/2, Gunnar Gíslason og Erlingur Davíðsson
eitt hvor.
Sovétríkin unnu stórsigur á Frakklandi í
riðlinum í gær, 35—17 og staðan þar er nú
þannig:
Sovétríkin 2 2 0 0 58—29 4
Svíþjóð 2 10 1 39—38 2
Frakkland 2 1 0 1 33—50 2
ísland 2 0 0 2 34—47 0
Síðustu leikirnir í átta-landa úrslitunum
verða leiknir á fimmtudag. Síðar um röðina.
-hsím.
HE> í KÖRFU
IA NÝLIÐA
fyrir utan nýliðana sjö:
Guðsteinn Ingimarsson, Fram, Símon
Ólafsson, Fram, Þorvaldur Geirsson, F’ram,
Gísli Gíslason, ÍS, Ágúst Líndal, KR, Jón
Sigurðsson, KR, Axel Nikulásson, ÍBK,
Kristján Ágústsson, Val, Rikharður
Hrafnkelsson, Val, Torfi Magnússon, Val,
Valur Ingimundarson, GMFN og Jónas
Jóhannsson, IJMFN.
Þjálfari liðsins er Einar G. Bollason og
aðstoðaþjálfari Jóhannes Sæmundsson.
-klp-
ngunni
rkvöldi íkeppninni
Rush og vítaspyrna dæmd. McDermott
skoraði og Dalglish þriðja markið. Hreint
gull af marki. Það bezfa sem sést hefur á
Anfield í háa herrans tíð, 3—0. Liðin.,
Liverpool. Grobbelaar, Neal, Lawrenson,
Hansen, Alan Kennedy, Souness, Ray
Kennedy, fyrirliði, Lee (Johnson), Dalglish,
Rush, og McDermott. Arsenal. Wood.
Robson, O’Leary, Whyte, Sansom, Hollins,
Talbot (Rankin), Davis, Nicholas, Sunder-
land og Rix. -hsím.
Wolfgang Bölter skorar eftir sendingu Atla Hilmarssonar, til hægri.
rnunni að undanförnu þó svo að áhorf-
■r eykst. Hér má sjá nokkrar af stjörnun-
der Elst, Rijsbergen, Frans Beckenbauer
kortið” hjá einum af gestadómurunum i
i að fá þá.til að spara svolftið af dollurum.
34mörk Atla
Hilmarssonar
— með Hameln í2. deild vestur-þýska handboltans
Atli Hilmarsson, landsliðsmaðurinn
kunni úr Fram i handknattleiknum, er
nú heldur betur farinn að hrella mark-
verði í 2. deildinni þýzku. Hann hefur
nú alveg náð sér af meiðslunum slæmu
sem hann varð fyrir fyrst eftir að hann
kom til Þýzkalands sl. sumar. Atli
leikur sem kunnugt er með Hameln.
Hann hefur leikið átta leiki með liðinu
og skorað 34 mörk. Var markhæstur í
siðasta leik liðsins með sjö mörk. I
fyrstu leikjum sínum var hann lítið með
vegna meiðslanna og skoraði þá skilj-
anlega ekki mörg mörk.
Hameln er í þriðja sæti í norður-
deild 2. deildar. Framan af var Júgó-
slavinn Danilo Loncovic eina stór-
skytta liðsins en síðan Atli komst á fullt
skrið hafa þeir skipt nokkuð á milli sín
mörkunum.
Fyrir nokkrum dögum sigraði
Hameln Grossburgwedel í hörkuleik á
heimavelli, 19—18. Atli átti stórgóðan
leik og skoraði flest mörk leikmanna
Hameln, sjö að tölu, eitt úr vítakasti.
Loncovic kom næstur með sex mörk,
tvö vítaköst. Mikil spenna í leiknum og
jafnt á nær öllum tölum upp í 18—18.
Lancovic skoraði sigurmark Hameln
rétt í lokin. 87. mark hans með liðinu á
leiktímabilinu. Annarri deildinni þýzku
er tvískipt, norður- og suðurdeild.
Efsta liðið úr hvorri deild kemst upp í
Bundeslíguna.
DV barst nýlega þýzkt blað með
langri frásögn af leik Hameln og Gross-
burgwedel. Atli fær þar prýðisdóma og
myndir frá leiknum, sem hér eru birtar,
voru með frásögn blaðsins. -hsím.
Atli Hilmarsson — markaskorari nr.
eitt, eins og skrifað var f myndatexta
þýzka blaðsins — gnæfir yfir mótherja
sína og sendir knöttinn f mark Gross-
burgwedel.
VANDRÆÐI í
BANDARÍSKA
FÓTB0LTANUM
—þó svo áhorf endum fjölgi
Útlitið í bandarisku atvinnumanna-
deildinni í knattspyrnu, NASL, er allt
annað en glæsilegt þessa stundina. Ein
sjö féiög, sem léku i sumar, hafa til-
kynnt að þau ætli að draga saman
seglin og jafnvel að hætta alveg.
Ástæðan er aukinn kostnaður, sem
eigendur liðanna, en þeir eru flestir ein-
hverjir milljónamæringar, treysta sér
ekki lengur til að leggja út fyrir. Áhorf-
endum fjölgar jafnt og þétt í banda-
rísku knattspyrnunni en kostnaðurinn
eykst að sama skapi og horfir nú til
stórvandræða.
Stjórn NASL er með ýmsar áætlanir
í prjónunum sem miða allar að því að
minnka tilkostnaðinn hjá félögunum.
Það er m.a. að stytta ferðalögin enn
frekar og láta liðin leika fleiri leiki í
sömu ferðinni.
Þá hefur komið til tals að hætta við
að fá „gestadómara” til að sjá um leik-
ina. Dómarar þessir eru úr röðum
færustu knattspyrnudómara heims og
gera þeir ekkert annað en að ferðast á
milli og dæma. Er tilkostnaðurinn við
það svo og laun þeirra mjög mikill.
Ef þetta gerist, sem allar líkur eru á,
verður það til þess að Guðmundur
Haraldsson millirikjadómari dæmir
ekki í Bandaríkjunum í sumar, eins og
reiknað hafði verið með. Sá maður sem
séð hefur um þessa „gestadómara”
fyrir NASL vildi fá Guðmund sem
dómara sl. sumar en þá gat ekkert
orðið af því. Var um það talað að hann
kæmi þá næsta ár og dæmdi en nú
virðist það líka ætla að fara upp fyrir.
-klp-
Jólasendingin af
hinum heimsþekktu
NINA RICCI
ilmvötnum komin
PETUR PETURSSON
Heildverzlun.
Suöurgötu 14 — Símar 21030 og 23101.
Allt á einn kaupsamning. Þú getur verslað í öllum
deildum og fengi allt á einn og sama kaup-
samninginn. Allt niður í 20% útborgun og eftir-
stöðvarnar lánum við allt að níu mánuðum.
husið
RÚM í ÚRVALI
Opið f öllum deildum
mánud.-miðvikud. kl. 9—18 föstudaga kl. 9—22
fimmtudaga kl. 9—20 laugardagakl. 9—18
Hringbraut 121 — Sími 10600
Húsgagnadeild 28601