Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Side 22
22 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning VH) SAMA HEYGARÐSHORNIÐ Greinasafn Halldórs Laxness Halldór Laxness Við heygarðshomið, 229 bb. Hetgafell 1981 Það er venjulega litt vinsælt og vanþakklátt verk að skrifa um greinasöfn gróinna rithöfunda sem annarra. Og oft er það þrautalend- ingin blaða og tímarita að fela þau nýgræðingum i hópi gagnrýnenda, — eða þá korrespondentum í útlöndum. Ástæður þessa eru ekki margbrotnar, liggja nánast í augum uppi. Séu slík söfn ekki nývirki eða þeim mun betur skipulögð, innihalda þau iðulega rabb um allt mögulegt milli himins og jarðar, þess á milli svosem ekki neitt. Ég tala nú ekki um ef höfundur hefur veigrað sér við að birta þetta efni meðan hann var á lífí, en eftirkom- endur fundið það í glatkistum hans. Varla eykur það heldur á gildi (eða bætir söluhorfur) slíkra safnbóka, ef efni þeirra hefur að einhverju eða öllu leyti birst í blöðum eða tímarit- um á útgáfuári bókanna. Hálfreyktir stubbar í þessum tilfellum á gagnrýndand- inn i mestu vandræðum með að hafa hendur á einhverjum meginþræði og bjargar sér þá stundum á flótta með kurteisislegri upptalningu greina og viðeigandi einkunnargjöfum. Reyndar eru rithöfundar sjálfir ekki alltaf hrifnir af þvi að þurfa, samkvæmt samningum eða öðrum slíkum kvöðum, að senda frá sér söfn blaðagreina um tímabundin efni eða áður óbirta pistla, með reglulegu millibili. Mig minnir að það hafi verið William Faulkner sem líkti greinastúfum af þessu tagi við hálf- reykta sigarettustubba sem höfundur fleygir frá sér, en andlegir fátækling- ar tína upp eftir hann til að totta. Ég er áreiðanlega ekki einn um það að telja mörg hin síðari greinasöfn Halldórs Laxness ansi rýr í roðinu efnislega séð, útgefin fremur af skyldurækni við mikilsverðan for- leggjara en af bókmenntalegum metnaði. Brennandi mál 1 sjálfri sér er sú skyldurækni lofs- verð en hún gagnast tæplega lesand- anum sem fyrir 300 krónur eða svo fær nýlegar greinar úr Morgun- blaðinu, minningargreinar og ávörp, Bókmenntir Adalsteinn IngóKsson dittó Morgunblaðið, kjallara úr Dag- blaðinu (eins og það hét þá. . .), sendibréf til vina og kunningja, svo og lesendabréf og innskot sem mundu, með leyfi að segja, flokkast undir almennt nöldur. Hættuleg orð og orðatiltæki úr dönsku eru mikið til umræðu, einnig siðleysi „siðbótar- innar” á íslandi, allt brennandi mál. í nýjasta greinasafni Halldórs, Við heygarðshornið, tekur þó steininn úr er lesandanum er boðið upp á sömu greinina á tveimur tungum, íslensku og dönsku, þar að auki greinar á dönsku, þýsku og ensku. Með fullri virðingu fyrir málakunnáttu íslend- inga, þá er ég hræddur um að eftir- farandi málsgrein kunni að fara fyrir ofan garð og neðan hjá æði mörgum: ,,Der Glaube an die wortwörtliche Wahrheit der Sagas, verbunden mit der enthusiastichen Bewunderung ihrer moralischen Monumentalitát, hat sich in Nordeuropa und in den angelsáchsischen Lándern bis auf den hautigen Tag erhalten und bewirkt noch immer, dass man den Entdeck- ungen spáterer Forscher mit taubem Ohr begegnet . . .” Und so weiter. Hvað stóð eiginlega í vegi fyrir því að þessi grein yrði prentuð á íslenzku? Að leita ullar Á hinn bóginn sýnir Halldór les- endum sínum annars konar lítilsvirð- ingu er hann tíundar skoðanir og staðreyndir sem birst hafa í öðrum bókum hans og okkur er mæta vel kunnugt um. Dæmi um slíkar greinar eru t.d. sendibréfið til og viðtalið við prófessor Régis Boyer. En Laxness- safnarinn kærir sig e.t.v. kollóttan um efni þessara bóka, svo framarlega sem skilyrðum um útlit og breidd í sentímetrum er fulinægt. Sá sem leitar fróðleiks og nýrra staðreynda i þessari bók fer því í geit- arhús að leita ullar. En hafi menn fyrst og fremst áhuga á því sem gerist í máli Halldórs, fimleikjum orðanna, líkingunum sem glóa hingað og þang- að um textann, þanþoli lýsinga, — þá bregst höfundi ekki alveg bogalistin. Sjá t.a.m. Smámunarýni sem er góð- látlegt grín um þýðingu á grein í DB, Minningargrein um Magnús Á. Ámason og Athugasemd við sjálf- gagnrýni. En greinar af þessu tagi eru ekki nógu margar í bókinni. AI/Lundi. Halldór Laxness. Nýjar bækur Handan við hraðbrautina eftlr Inger Brattström Mál og menning hefur sent frá sér ungl- ingabókina Handan við hraðbrautina eftir sænska rithöfundinn Inger Bratt- ström. Inger Brattström er mikilsvirtur höfundur í heimalandi sínu og hefur skrifað fjöldann allan af bókum fyrir börn og unglinga. Handan við hrað- ínger Brcrttström brautina segir frá Jónasi, sextán ára gömlum pilti, sem hefur fengið vinnu á barnaheimili í stuttan tíma. Þegar sagan hefst er hann að undirbúa helgar- ferð með félögum sinum. Af henni verður þó ekki, því það kemur enginn til að sækja Sólong litlu, sem er fjög- urra ára gömul blökkutelpa. Hið fyrir- hugaða ferðalag verður annars konar ferð, kynnisferð út i heim sem byrjar í næsta nágrenni en er þó óendanlega fjarlægur og ólíkur heimi Jónasar. Framundan eru þrír sólarhringar fuliir af áhyggjum, spennu, kvíða og hræðslu — og þegar þeir eru liðnir er Jónas ekki lengur sá sami. Handan við hraðbrautina var lesin í ríkisútvarpinu fyrir þremur árum undir heitinu Ferð út í veruleikann. Þýðandi er Þuríður Baxter. Bókin er 107 bls., prentuð í Prentrúnu hf., Bókfell hf. annaðist bókbandið. tápmikill piltur, sem reyndi eftir mætti að verja föður sinn. Benedikt gerði hlutverki sinu góð skil. Marta, leikin af Þuriði Leiklist Bjöm Gíslason Helgadóttur, er eldri heima- sæta, hressileg stúlka, en skap- stór. Þuriður fór virkilega vel með hlutverk sitt. Súsanna leikin af Guðrúnu Kristmanns- dóttur, var sakleysið uppmálað, enda yngsta barnið á heim- ilinu.og vart farin að skilja hversu alvarlegt ástand heimilisins var orðið. Guðrún stóðst þessa prófraun fullkom- lega og reyndar allir krakkarnir, sem eiga mikla framtlð fyrir sér á leiksviðinu. Þá er siðast að telja lækninn, leikinn af Hreini S. Hákonar- syni, litið hlutverk en yfirvegað, sem Hreinn . skilar vel. Leik- stjórinn, Asdis Skúladóttir og Leikfélag Selfoss eiga hrós skiliö fyrir mjög góða sýningu, enda vorur undirtektir frum- sýningargesta slikar, að vart hefur annað eins heyrst I gamla Selfossbiói. Leikarar og leik- stjóri voru margsinnis klöppuð fram aö lokinni sýningu, og þeim færð blóm. Þá færði bæjarstjóri Selfossbæ jar, Erlendur Hálfdánarson, for- manni leikfélagsins blómvönd i þakklætisskyni fyrir góða sýningu. Vonandi lætur enginn þessa sýningu Leikfélags Sel- foss fram hjá sér fara, þvi hún, vekur athygli á málefnum, sem alla varðar um, og vert er að leiöa hugann að. Selfossbió er orðið of gamalt og óþægilegt hús undir leiksýn- ingar. í byggingu er nýtt félags- heimili sem byrjað var á áriö 1971, og ef sá byggingarhraði heldur áfram, sem hingað til, er langt að biða þar til Selfyss- ingar fá notið sýninga leik- félagsins, við aðstæður, sem viöunandi geta talist. Þvi er hér með skorað á bæjaryfirvöld að stórauka byggingarhraðann, þannig aö öll menningarstarf- semi fái notið sin sem best við þær aðstæður, sem væntanlegt félagsheimili kemur til með að bjóða upp á. Björn Glslason, Selfossi „Fjölskyldan á Selfossi” Leikfélag Selfoss frumsýndi leikritiö Fjölskyldan eftir Claes Aanderssen föstudaginn 13. nóvember sl. „Fjölskyldan” er 28. verkefni félagsins, og leik- stjóri er Asdis Skúladóttir. Leikmynd gerði Jón Þórisson. Er þetta annað árið, sem Ásdis starfar að uppsetningu hjá félaginu. Leikritið fjölskyldan lýsir á ljóslifandi hátt hvernig áfengis- neysla heimiiisföður getur dregiö andlegt og likamlegt þrek heillar fjölskyldu niður. Trúlega er efni þessa leikrits talandi dæmi um ástand margra heimila i dag. Þó verður að ætla að þessi mál fari að einhverju leyti batnandi mið- að við það öfluga starf, sem unnið er i betrunarmálum áfengissjúkra. Aðalhlutverkið, heimilisföð- urinn Ragnar Back, leikinn af Sigurgeiri Hilmari Friðþjófs- syni, er erfitt hlutverk, sem sýnir allar hliðar drykkju- mannsins. Sigurgeir Hilmar hefur margsinnis sannað leik- hæfileika sina, og ekki verður nein breyting á þvi nú. Hann fór á kostum og sýndi leikhús- gestum hver örlög manna og hei.mila verða ef áfengi ræður feröinni. Svava, kona Ragnars, leikin af Heiðdisi Gunnars- dóttur, er átakanlegt hlutverk, sem sýnir eiginkonuna falla al- gjörlega saman, risa upp aftur, en hljóta sömu ógæfu áfram, þrátt fyrir allt. Heiðdis er ein af reyndari leikurum félagsins. 1 hlutverki Svövu sannar hún, svo eklýi verður um villst, að hún er mikilhæf leikkona, sem veldur hlutverki sinu vel. Börnin þeirra, Marta, Súsanna og Þórir, eru leikin af unglingum, sem eru að stiga sin fyrstu spor á lpiksviöi fyrir Leikfélag Selfoss. Þaö er skemmst frá þvi að segja, að frammistaða þeirra var með miklum ágætum, og skemmti- legt að sjá hvað þetta var þeim auöveltogeðlilegt. Þórir leikinn af Benedikt Þór Axelssyni, er Úr sýningu Leikfélags Selfoss á Fjölskyldunni eftir Claes Anderson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.