Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1981, Síða 36
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
36
DV þyrlar upp smá Friðryki ísvartasta skammdeginu:
Þijátái armbeygjur og e/iw? kaffi-
bolb' og við enm komnir ígang
höfum við verið með tónleika-
prógramm og hins vegar dansleikja-
prógramm, sem er gerólíkt hinu
fyrra. Dansleikirnir eru nauðsynlegur
þáttur í þessu ef dæmið á að ganga
upp fjárhagslega. Það gekk upp hjá
okkur að þvf leytinu til. Aðsóknin
var e.t.v. ekkert til að taka kollhnís
af gleði yfir, en viðtökurnar voru
góðar. Austfirðingar tóku okkur
mjög vel, enda tónlistaráhugi engu
líkur þarna fyrir austan. Við getum
ekki komi7t hjá því að nefna pláss
eins og Seyðisfjörð, sem kom okkur
geysilega á óvart. Austfirðingar hafa
einhvern sjarma yfir sér.”
Þaulreyndir
kappar á ferð
Meðlimir Friðryks eru allir
þaulreyndir hljóðfæraleikarar.
Tryggvi Htibner og Pétur Hjaltested
eru á svipuöu reki og hafa verið á
ferðinni allt frá 1974, ,,en þá voru
gæjar eins og Siggi og Pálmi
meiriháttar númer og eru það reynd-
ar enn, skýtur Tryggvi inn i.
Sukksamt liferni hefur löngum fylgt
poppurum og þá vafalitið meðlimum
Friðryks um lengri eða skemmri
tíma. Er ekkert erfitt að koma sér i
stuð áður en fara á aö spila eftir allan
þennan tíma í bransanum?
,,Nei, það er ekkert mál. Þrjátíu
armbeygjur og kaffibolli og þá erum
við komnir í gang,” svarar Tryggvi,
rétt eins og ekkert væri sjálfsagðara.
„Það er ekki um það að ræða aðá-
fengis sé neytt á meðan við erum að
spila. Aðeins kaffi. Þetta er nógu
stíft prógramm fyrir svo ekki sé verið
að gera það erfiðara með sifelldum
timburmönnum. Reyndar er ég svarti
sauðurinn í hljómsveitinni,” segir
Tryggvi. „Hínir drekka bara alls ekki
lengur, eða er það ekki Pétur?”
Þögnin var tekin góð og gild sem
samþykki. ,,Við höfum eiginlega
tekiö upp hálfgerða heilbrigðisstefnu
I þessum efnum og líkar hún vel auk
þess, sem menn eru léttir í lund aö
eðlisfari þannig að útkoman verður
bara jákvæð, enda verður húmorinn
að vera með í dæminu.”
Ákveðnir f ordómar
Þið sögöuð úðan að þið hefðuð ekki
verið „in ”hjá fólki. Hvað veidur?
,,Það er ekki hægt að neita því að
poppskribentar blaðanna eiga þar
einhverja sök á. Flestir eru með því
markinu brenndir að dæma alla
tónlist eftir eigin smekk og flokkist
hún ekki undir ákveðinn ramma á
hún ekki viðreisnar von hjá þeim
Eðlilega hefur þetta áhrif út á við því
fóik tekur mið af því sem fyrir það er
borið á þessum vettvangi.”
Er þá frekar litið á ykkur, sem
einhverja gamla þreytta kalla, sem
ekkert hafafram að færa nema úreltar
hugmyndir?
„Það er nú e.t.v ekki alveg svo
slæmt, en stundum höfum við ekki
komizt hjá því að finna fyrir
ákveönum fordómum. Við erum allir
i fullu fjöri og sennilega aldrei frjórri
en einmitt nú. Það er margt af yngri
kynslóðinni, sem ekki þekkir neitt til
Friðryks og þeir, sem e.t.v. þekkja
Pálma frá fyrri tið og heyra siðan
plötuna, halda að hann sé orðinn
geggjaður. Við lendum einhvern
veginn mitt á miili þessara póla.
Okkar tónlist má vafalítið flokka
undir afþreyingu eins og flesta aðra
tónlist, en það þarf ekkert að lita á
hana þannig. Við lítum t.d. frekar á
tónlistina, sem geysilega sterkan
miðil, sem nota má til að koma
skoðunum sínum á framfæri, eins og
t.d. þessu með friðarhreyfinguna.”
Hœrri standard
Hvaðfinnst ykkur um poppið I dag.
Er það ferskara en undanfarin ár?
„Já, það er það tvímælalaust og
okkar beztu hljómsveitir eru nú
miklu nær þeim standard, sem náðst
hefur erlendis. Galiinn er bara sá að
íslenzkar hljómsveitir fá aldrei
tækifæri til að sýna sig í réttu ljósi.
Þ.e. í stórum sal, með 500 áhorf-
endur, flott Ijósasjó og almennilegar
græjur.” Tryggvi situr og blaðar í
prógrammi af tónleikum Michael
Schenker Group. „Vá, maður . . .
sjáiði allar Marshall-ana hjá
gæjunum. Ekkert smáræði.”
Glampinn fór ekki leynt í augum
strákanna.
Hver er stefnan hjá ykkur nána
ákkárat I dag?
„Hún er næsta hógvær. Planið er
að spila stift áfram til áramóta og
síðan gera þetta ár upp fjárhagslega.
Léngra nær áætlunin ekki hjá okkur.
Við erum ekki með aðra plötu í
sigtinu þótt ekki kæmi á óvart þó af
henni yrði — burtséð frá því hvernig
þessi sameiginiega frumraun okkar
kemur út fjárhagslega. Að öðru leyti
höfum við ekki annað fram að færa
... jú, láttu það fylgja með að við
beinum þeim eindregnu tilmælum til
þeirra, sem standa að NEFS-klúbbn-
um að þeir endurskoði afstöðu sína
til lokunar hans. Það er verið að
kippa fótunum undan poppinu á
viðkvæmu endurreisnarskeiði. Það
má ekki gerast að hljómsveitir eigi sér
ekkertathvarf í höfuðborginni.”
Við tókum lyftuna niður saman,
gengum út úr blokkinni og þar skildu
leiðir aðsinni.
-SSv.
Hver svo sem skýringin kann að
vera hefur ferill hljómsveitarinnar
Friðryks farið harla hljótt. Meira að
segja hefur útgáfa prýðisgóðs
breiödisks nú á haustmánuðum engu
breytt þar um. Friðryk er skipuð
fjórum úrvals hljóðfæraleikurum,
þeim Sigurði Karlssyni, trommu-
leikara, Pálma Gunnarssyni, bassa-
leikara, Tryggva Húbner, gítar-
leikara og Pétri Hjaltcsted,
hljómborðsleikara. Ekki er það
getuleysíð á þessum bæ, sem kemur í
veg fyrir að flokkurinn fái það lof,
sem hann á skilið. Það var því í
rauninni allt, sem mælti með því að
drengirnir yrðu teknir tali — og
ekkert á móti.
Höfum ekki verið„in"
Eðlilegast var því að spyrja hver
skýringin væri á litlu umtali um
hljómsveitina og þá ekki síður
breiðskifuna góðu. „Það er í
rauninni ekki svo ýkja auðvelt að
skýra það. Vafalítið er margt sem
spilar inn i. Við höfum ekki verið
svona beint ,,in” hljómsveit hjá
fólki, enda okkar tónlist e.t.v. ekki í
anda þeirra tónlistarstefna, sem núna
ráða hvað mest ríkjum. Það er eins
og allt annað gleymist í þessum
hamagangi og í skjóli pönks,
nýbylgju eða hvað allar þessar
bylgjur eru nú nefndar spretta upp
ýmsar hljómsveitir, sem í raun hafa
sér lítið til ágætis nema það eitt að
vera lízkunni trúar. Flestar þeirra
detta uppfyrir jafnóðum en ein og
ein stenzt tímans tönn og það eru þær
hljómsveitir, sem eitthvað er spunnið
í. Við í- Friðryk höfum ekki látiö
Hafið þið gert nóg til að koma sjálf-
um ykkur og þá ekki siður plötunni á
framfmri?
,,Við höfum verið að spila mjög
stíft á Austur- og Suðurlandi og bað
hefur gengið ágætlega. Annars vegar
f’fí&'
upP'rt
1S>iolT
Qiini
Síð1
sof>
einhverja ákveðna bylgju heltaka
okkur, en höfum alltaf verið opnir
fyrir áhrifum héðan og þaðan ot
notum okkur þau en grunnlinan er
samt okkar eigið tillegg og þannig
verður það vafalitið áfram.” Það er
Pétur Hjaitested, sem hefur orð fyrir
flokknum.
Má þá llta á plötuna, sem þverskurð
af því sem þið eruð að gera eða voruð
þið e.t.v með einhverja tilraunastarf-
semi?
„Vissulega vorum við með á-
kveðna tilraunastarfsemi. Stúdíóið er
staður, sem beinlínis býður upp á það
að menn noti sér þá möguleika, sem
þar bjóðast. Við vorum t.d. að fikra
okkur áfram með ákveðið
„trommusánd” og þegar öllu er á
botninn hvolft held ég að við getum
verið sáttir við útkomuna. Hún var
nærri þvi sem við ætluðum okkur.
Næsta plata verður vafalítið öðru
visi. — Við erum ekki fastir í
ákveðinni rás. Þessi plata okkar er þó
e.t.v. dálítið leitandi og undir tals-
verðum áhrifum frá friðarstefnunni,
sem nú á sem mestu fylgi að fagna
viða um heim.
Friöarstefnan er nokkuð, sem
hefur haft veruleg áhrif á okkur alla
og þar er á feröinni göfugt málefni.
Við tökum þetta umfjöllunarefni
fyrir í nokkrum texanna, sem við
höfum sett saman sjálfir ásamt
Kristjáni Hreinsmögur að mestu. ”
- segja þeir Friðryksmenn sem hafa snúíð við blaöinu og fylgja ekki lengurþeini
stefnu að „booze,n,mck,n,mir þuríi að fara
saman