Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981. Hvað bióða bíóin upp á? Sú hefð hefur haldist / gegnum órín, að kvikmynda■ húsin í Reykjavík, og stundum nokkurúti ó iandi, hafa frumsýnt nýjar kvikmyndir á annan ijóium. Engin breyt- ing virðist ætia að verða á þviíór og er ýmis/egt gott á boðstóium. Eini munurinn ó frumsýningu jóiamynd- anna í ór og í fyrra er sá að þeim hefur heidur nú fækkað. Ástæðan er aug/jós- kvikm yndahúsunum hefur fækkað um þrjú frá því 6 jólunum í fyrra. Þetta eru Hafnarbíó, Gam/a bíó og Borgarbíó i Kópavogi. Heyrzt hefurþó að Borgarbíó opniaftur — jafnvelnú á millijóla og nýárs — og þá undir nafninu Bióbær. En hvað um það, það er úr mörgu að velja fyrír kvikmyndahúsagesti oghórsegjum við frá þvi helzta... TÓNABÍÓ... „ffre/f-Ge/ri" Hvell-Geiri er kari í krapinu Tónabíó býður upp á mynd sem vakið hefur mikla athygli i Evrópu að undanförnu. Er það kvikmyndin „Flash Gordon” eða Hvell-Geiri eins og Indriði G. Þorsteinsson skýrði hetjuna þegar hann var ritstjóri Tim- ans hér á árum áður. Sjálfsagt þekkja margir mynda- söguna af ,,HveII-Geira” en hún hefur skreytt síður dagbl. Tímans i áraraðir og notið þar vinsælda bæði eldri sem yngri lesenda. Það er Sam J. Jones sem leikur Hvell-Geira í myndinni en Melody Anderson leikur kærustuna hans, Dale Arden. Sá sem stelur þó senunni í myndinni er Max von Sydow, sem leikur Ming keisara. Myndin fjallar um ferðalag Hvell- Geira, Döllu og hálf ruglaðs vísinda- manns út í himingeiminn til að koma í veg fyrir að hinn vondi Ming sprengi jörðina í tætlur. Þar lenda þau í hinum mestu ævintýrum en allt fer þó vel að lokum því Hvell-Geiri er mikill karl. Hin fræga hljómsveit „Queen” sér um alla tónlist í myndinni, og þar er m.a. titillagið „Flash” sem náði hátt á vinsældalistum heimsins fyrir nokkru. -klp- óaldartýð hans. KEFLVÍKINGARNIR FLOTTIR Á ÞVÍ! — Bæði bíóin þar með f rumsýningar á nýjum kvikmyndum á annan í jólum Þeir sem stjórna bíóunum I Kefla- vík, þeir Óli Þór Hjaltason og Árni Samúelsson eru óhræddir við að koma með nýjar kvikmyndir á jólunum. Því i þeirra húsum, Nýja bíói og Félagsbíói verða frumsýndar tvær nýjar myndir á annan í jóluin. í Nýja bíói verður frumsýnd myndin „Endless Love” með þeim Bruce Seelds og Martin Hieldt í aðal- hlutverkum en það er mjög umtöluð mynd. Félagsbíó frumsýnir aftur á móti ísraelsku grinmyndina „Bubble gum”, eða „Heitt kúlutyggjó” eins og hún heitir á íslenzku. Þar leikur sama liðið og var í myndinni „Hvað á að gera um helgina” sem Tónabíó sýndi fyrir skömmu. Borgarbió á Akureyri frumsýnir islenzku myndina „Jón Odd og Jón Bjarna” en önnur kvikmyndahús úti á landsbyggðinni verða með sýningar á myndum, sem hafa verið sýndar áður í kvikmyndahúsunum í Reykjavík. -klp- Jón Oddur og Jón Bjami, eftir að sá síöamefndi haföi gengist undir augnaðgerö. Þ6 Jóna feika tvíburabræö- urnirPállog Wilhelm Sœvarssynir. Háskólabíó og Borgarbíó, Akureyri: Frumsýning á Jóni Oddi og Jóni Biama Ný íslenzk kvikmynd, „Jón Oddur og Jón Bjarni”, verður frumsýnd annan jóladag í Háskólabiói og i Borgarbíói á Akureyri. Kvikmyndin er byggð á sögum Guðrúnar Helgadóttur og fjallar um tviburana Jón Odd og Jón Bjarna og fjölskyldu þeirra. Aðalhlutverkin leika tvíburarnir Páll og Wilhelm • Jósefs Sævarssynir. Foreldrana leika Steinunn Jóhannesdóttir og Egill Ólafsson. Herdís Þorvaldsdótir leikur ömmu dreka og Sólrún Yngva- dóttir leikur Soffíu. Gísli Halldórs- son leikur Kormák afa, en alls fara um 30 leikarar með hlutverk i mynd- inni og um 200 aukaleikarar koma fram. „Jón Oddur og Jón Bjarni” er breiðtjaldsmynd í litum, og var heildarkostnaður við gerð hennar um þrjár milljónir króna. Tónlist er eftir Egil Ólafsson, kvik- myndatöku annaðist Baldur Hrafn- kell Jónsson, hljóðupptöku Friðrik Stefánsson, klippingu Kristín Páls- dóttir, búninga Sólveig Eggertsdóttir og ieikmynd er eftir Þorgeir Gunnarsson, Guðjón Pedersen og fleiri. Aðstoðarleikstjóri er Tinna Gunnlaugsdóttir, en um handrit, kvikmyndastjórn og leikstjórn sá Þráinn Bertelsson. Framkvæmda- stjóri er Helgi Gestsson en framleið- andi er Norðan 8 hf. -klp- Flóttitilsigurs” Knattspyman í hávegum höfð Lawgarásbíó sýnir um jólin mynd- ina Flótti til sigurs með þá Syl- vester Stallone og Michael Caine í aðalhlutverkum. Raunar byrjaði Laugarásbíó að sýna þessa mynd fyrir helgina, og vakti hún þá þegar umtal eins og annars staðar í heimin- um. Fyrir knattspyrnuáhugamenn er þessi mynd sjálfsagt mjög kærkomin, þvi í henni fá þeir að líta margar af hetjum sinum. í myndinni kemur nefnilega fram „úrvalslið” sem skipað er mörgum af þekktustu knattspyrnumönnum heims. Þar má sjá menn eins og t.d. Pele frá Brasilíu, Bobby More, Englandi, Osvaldo Ardiles, Argentínu, Paul Van Himst, Belgiu, Mike Sumerbee, Englandi, Kazimierz Deyna, Pól- landi, og marga fleiri heimsfræga knattspyrnumenn. Myndin fjallar um heldur dauflega vist í fangabúðum nasista í stríðinu. Þar eru geymdir ýmsir foringjar úr herjum bandamanna og hafa þeir sér fátt annað til afþreyingar en að leika knattspyrnu. Þjóðverjunum dettur það eitt sinn í hug að efna til knatt- spyrnuleiks á milli úrvalsliðs úr fangabúðum og úrvals úr þýzka hernum. Myndin snýst að miklu leyti um undirbúning þess leiks svo og flótta- tilraun sem fangamir ætla að gera um leið og leikurinn fer fram. Þar fer fremstur í flokki Sylvester Stallone og fer mikið fyrir honum að vanda. Leikstjóri er John Hudson en knattspyrnuatriðin í myndinni eru samin af Pele sjálfum. •klp KnattspymusnHllngurinn fri Brasifíu, Pele Mkur listir sýnargegn„úrvaHÞýzka hersins". Á myndinnimá elnnlg sjá Bobby More fyrrum fyrirliða enska landsliðsins og Mike Sumerbee.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.