Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Page 23
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981. í-ásiia NYJA BIO... „Stjömustríð 2’ Svarthöfði lætur ekki aö sér hæða Bardagasenumar i ÚtJaganum þykja margar hvaijar mjög góðar ains og raunar fíestonnað imyndinni. AUSTURBÆJARBÍÓ... „Úthgim" Áfram með íslenzka útlagann Austurbæjarbíó heldur áfram að sýna kvikmynd Ágústs Guðmunds- sonar, „Útlagann” yfir hátíðarnar. Útlaginn er sem kunnugt er gerð eftir Gísla sögu Súrssonar, og hefur kvikmyndin vakið mikla athygli og hlotið einróma lof gagnrýnenda. Margir þekktir íslenzkir leikarar koma fram í Útlaganum, en Gísla sjálfan leikur Arnar Jónsson. „Útlaginn” er bönnuð börnum yngri en tólf ára, en hún er sýnd klukkan5,7og9. Fáar kvikmyndir hafa vakið eins mikla athygli á síðari árum og mynd- in fræga „Stjörnustríð”. Þótti tækn- in sem þar var beitt hreint með ólík- indum enda fékk hún fleiri verðlaun. Þegar vel gengur með eina mynd í kvikmyndaheiminum er oft farið af stað með aðra, og svo var með „Stjörnustríðið”. Nýja bíó frumsýn- ir á annan i jólum þessa nýju mynd, og ber hún nafnið „Stjörnustríð 2”. Gagnrýnendur segja að þessi mynd -é bæði skemmtilegri og betri en „Stjörnustríð 1” en sú mynd var ein bezt sótta kvikmynd sem framleidd hefur verið í heiminum. í þessari nýju mynd sjáum við aft- ur Loga geimgengil, Hans Óla, Lilju prinsessu, Sé-þrjúpéó, Loðin.' og að sjálfsögðu Svarthöfða. Þá koma ýmsar nýjar furðuverur fram og má þar m.a. nefna ísdýrin Tontar að ógleymdum hinum alvitra Yoda, en maðurinn bak við hann er Frank Oz, einn af höfundum Prúðuleikaranna. Myndin er nær beint framhald af fyrstu myndinni, og segir frá þegar Svarthöfði og allt hans lið fer að leita að uppreisnarmönnunum, sem sluppu frá þeim á siðasta augnabliki í „Stjörnustriði 1”. Gengur mikið á þegar fundum þeirra ber aftur sam- an. -klp- Skrúðganga og skrautsýningar ains og Bandaríkjamenn einir kunna að framlaiða, i myndinni „Örtröð á hring- veginum".... REGNBOGINN ...„Örtröð á hringveginum " „Dante og skartgripaþjófamir” „Blóðhefndn „ Úlfaldasveitinff Ungir sænskir njósnarar og fjörugur borgarstjóri —aðalhetjumar í nýju myndunum tveim íRegnboganum Þeir hjá Regnboganum eru stór- tækir að vanda, og þar verða frum- sýndar tvær nýjar myndir á annan í jólum. Eru það myndirnar „Örtröð á hringveginum” og „Dante og skartgripaþjófarnir”. Ensk-bandaríska myndin „Örtröð á hringveginum” er aðalmyndin í Regnboganum og verður í A-saln- um. Það er lauflétt mynd með þeim Beau Bridges, Hume Cronyn og Beverly Diangelo í aðalhlutverkum. Sænska unglingamyndin „Dante og skartgripaþjófarnir” verður í C- salnum. Sú mynd fjallar um tvo hressa stráka, sem koma upp um Annar njósnaranna ungu i sænsku unglingamyndinni „Danta og skartgripaþjófarnir" í vandræðum. skartgripaþjófa og lenda í miklum ævintýrum i sambandi við það. Hinar tvær myndirnar í Regnbog- anum, eru „Blóðhefnd” sem byrjað var að sýna fyrir nokkrum dögum, með sjálfri Sophiu Loren í aðalhlut- verkinu. Er sú mynd sýnd í D-saln- um. Þá endursýnir Regnboginn hina vinsælu gamanmynd „Úlfaldasveit- ina” en hún var sýnd hér fyrir nokkru við mikla hrifningu. Þeir sem ekki sáu hana þá eða vilja sjá hana aftur fá B-salinn i Regnboganum til afpota fyrir þá skemmtun. -klpr. Það am margar furðuverur sam koma fram í„Stjömustríði2 STJÖRNUBÍÓ... „Göðir dagar gleymast ei” Eiginmaðurinn fyrr- verandi undirrúminu Stjörnubíó býður upp á eldfjöruga gamanmynd með hinni ólýsanlegu Goldie Hawn í aðalhlutverki. Það er myndin „Góðir dagar gleymast ei” sem er bandarísk að uppruna. Myndin segir frá því þegar Nick, sem leikinn er af Chevy Chase, er neyddur til að frernja bankarán. Hann kemst undan og felur sig undir rúmi hjá fyrrverandi eiginkonu sinni, Glendu, sem leikin er af Goldie Hawn. Hún er því miður gift aftur og nýi eiginmaðurinn er allt annað en hrifinn af þessum „gesti” undir rúm- inu. Útkoman verður cins og gefur að skilja hinn mesti ruglingur, sem kitlar vel hláturskirtla kvikmyndahúsa- gesta. Til þess er leikurinn líka gerð- ur. Einn leikaranna í myndinni er Robert Guillaume, sem við íslending- ar þekkjum bezt sem Benson í sjón- varpsþættinum „Löðri”. Það eitt út af fyrir sig eru ágæt meðmæli með þessari mynd að margra áliti. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.