Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Qupperneq 24
TILBUNIR...VIÐBÚNIR...START!
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22, DESEMBER1981.
Rokkið i dag virdist bara
höfða til fólks undir tvítugu
—segja þeir drengir í Start, en hyggjast síður en svo leggja árar í bát ná loks þegar tekið er að rofa
til í rokkinu eftir áralanga diskógeldingu
„Djöfull er aft ferðast með
þessum lyftum. Ég hélt ekki að ég
myndi meika þetta, en það hafðist.
Ég tók tvacr hæðir í einu og hvíldi
mig svoámilli.”
Strákarnir hlæja.
Það er cnginn annar en Pétur
Kristjánsson, sem hér er að úttala sig
um lyftuhræðslu og annað í þcim
dúr. ,,Ég ferðast eins lítið með flug-
véi og ég mögulega get,” segir Pétur,
en nær ekki að halda áfram. „Þetta
er það eina, sem hann og David
Bowie eiga sameiginlegt — flug-
hræðslan,” segir Eiríkur Hauksson,
sem hér með er kynntur fyrir
lesendum. Aðrir viðmælendur DV úr
Start-flokknum að þessu sinni eru
þeir Kristján Edelstein og Davíð
Karlsson, auk þeirra Péturs og
Eiríks. Davíð kom reyndar nokkuð
seint til sögunnar I spjallinu.
„Platan slær örugglega engin
sölumet,” segir Eirikur er ég spyr þá
félaga að því hvernig salan á gripnum
hafi gengið. „Hún hefur farið mjög
hægt út, en virðist vera að ná sér
nokkuð á strik núna,” bætir Pétur
við. Hann ætti að vera öllum hnútum
þokkalega kunnugur því hann hefur
það að atvinnu að selja plötur, jafnt
Start sem aðrar.
Rokkið virðist bara
höfða til þeirra yngri
„Það er eins og rokkið í dag höfði
bara til fólks undir tvitugu. Og það er
ekki fólkið sem hefur almennt efni á
því að kaupa plötur. Það er fólkið á
milli tvítugs og þritugs sem kaupir
mest af plötum og það fólk hefur
hreinlega margt misst allt tónlist-
arskyn i kjölfar diskóbylgjunnar,
sem virðist allra náðarsamlegast vera
á leið með að ganga úr sér hægt og
hægt,” segir Eiríkur.
,,Fólk i dag er miklu síður
meðvitað um það, sem er að gerast í
poppinu, en var fyrir nokkrum
árum,” stingur Pétur inn í. Hann er
sjálfur búinn að vera í-eldlinunni allt
frá 1968 eða guð má vita hvenær og
þekkir orðið harla ve! til I þessum
bransa. „Mér finnst sem þetta fari
miklu meira inn um annað og út um
hitt hjá fólki. Þó er liðið sem sótt
hefur Borgina og NEFS allt öðruvísi.
Það virðist ,,fíla” miklu meira þá
tónlist sem það er að hlusta á. Það er
ákvcðinn kjarni, sem fylgir tónlist-
inni eftir, en hinir eru miklu verr
meðá nótunum.”
Er þá sveitaballafílingurinn farinn
til fjandans?
„Nei, ekki alveg.” Eiríkur hefur
orð fyrir þeim drengjum. „Þetta
hefur vissulega breytzt geysilega
mikið á nokkrum árum. Þó eru
margir staðir, sem er mjög gott að
spila á og okkur var undantekninga-
rttust vel tekið þar sem við spiluðum.
Viö eigum okkar heimavöll, sem er
Félagsgarður i Kjós. Þangað kemur
alltaf feiknarlega sterkur kjarni og
tekur þátt í þessu með okkur af lífi
og sál. Þetta eru krakkar af Akranesi
og allt suður til Grindavíkur sem
mæta þarna. Nú, Vestmannaeyjar
eru helvíti góður staður og okkur.
hcfur gengið fínt þar.”
Rokkið á hraðri uppleið
Rokkið á þá ennþá sterk ítök í
þessu fólki?
,,Já, það er engin spurning um
það að rokkið er á hraðri uppleið
eftir mikinn öldudal.” Það er Pétur,
sem er fyrri til að svara að þessu
sinni. ,,Það má eiginlega segja að
rokkið hafi fallið í einskonar dásvefn
í nokkur ár á meðan diskóæðið drap
alla lifandi tónlist en þetta er allt á
réttri leið. Það var t.d. áberandi í
sumar hversu vel iýðurinn „filaði”
þyngri rokklögin, sem við vorum
'með á prógramminu. Það sýnir vel
hvaða hugur er i fólki.
Það var bara ekki fyrr en seint 1
sumar að við fórum eitthvað að pæla
frekar í þvi að verða eitthvað meira
en dæmigert íslenzkt dansiballaband.
Við fórum af stað með það fyrir
augum, en siðan fór mannskapurinn
að velta þvi fyrir sér hvort ekki væri
hægt að gera eitthvað meira
þroskandi.” Pétur grípur inn í: „Við
sömdum síöan við Steina um útgáfu
þriggja platna næstu tvö árin, þannig
að stefnan hefur að sjálfsögðu veriö
tekin á aðra breiðskifu einhvern tíma
ánæstaári.”
Engin ákveðin
rokkstefna
Verður hún svipuð þessari eða
öðruvisi?
„Það er að sjálfsögðu erfitt að
segja fyrir um hvernig hún kemur til
með að verða. Hún verður a.m.k.
ekki eins og þessi, svo mikið er víst.
Við erum ekki neitt búnir að gera
upp við okkur hvaða stefnu við
fyigjum. Það er vænlegast að vera
opinn fyrir sem flestu og ég held að
erfitt sé að setja okkur í ákveðna rás
eftir plötunni að dæma. Það er í
rauninni engin ákveðin stefna á
henni. Hins vegar er ekki óliklegt að
útkoman verði eitthvað I líkingu við
síðustu lögin, sem við tókum upp á
þessa umræddu plötu. Það voru
Hjónalíf og Sekur.” Það er Eiríkur,
sem hefur verið að tjá sig hér að
ofan.
Fyrir þá, sem ekki vita hverjir
meðlimir Start eru og hvernig
hljóðfæraskipan er háttað er rétt að
geta þess. Pétur Kristjánsson syngur
og það gerir Eiríkur Hauksson líka.
Hann hefur einnig sést smella gítaról
um öxl á tónleikum og böllum. Davíð
Karlsson kvelur húðirnar með slætti,
Jón Ólafsson keyrir bassann áfram
og Kristján Edelstein sér um gitar-
leikinn.
Nýr maður í
stúdíóinu
Kristján er nýjasti meðlimur Start
og gekk reyndar ekki I flokkinn fyrr
en i sjálfri plötuupptökunni. Sigur-
geir Sigmundsson hafði áður skilað
gítarleiknum með prýði en hætti
skyndilega. Að sögn þeirra Startara
var brottför hans afar óvænt og kom
jafnframt á slæmum tíma. „Við
vissum ekkert. Hann var ntanna á-
nægðastur er við undirrituðum
samninginn við Steina, en tveimur
dögum siðar var hann hættur.” Það
varð því að hafa snör handtök og
Kristján gekk til liðs við Start. Sér
hann um gitarleikinn á plötunni á-
samt Sigurgeir, sem þegar hafði
leikið inn á nokkur laganna. Kristján
er til þess að gera lítt þekktur i
poppbransanum, þýzkættaður og lék
t.d. með Chaplin í Borgarnesi um
tima. Áður hafði hann m.a. leikið
með þeim Gunnlaugi Briem og
Jóhanni Ásmundssyni, sem nú eru í
Mezzoforte, I hljómsveit sem hét
Monaco.
Hverjir eru beztir?
Eins og óhjákvæmiiegt er i
viðtðlum sem þessum kemur ailtaf
upp umræða um poppið hér á
Íslandi i dag. Hvernig það er, var,
hvað verður, hverjir eru að gera góða
hluti, hverjir ekki og annað í þeim
dúr. Þeim Störturum bar engan
veginn saman um hlutina þólt
sameiginleg einkenni væru vissulega.
„Að mínu mati eru Þeysarar mjög
góð hljómsveit,” sagði Davið.
Eiríkur tók alveg i sama streng, en
bætti við: „Mér finnst þeir vera góð
hljómsveit en hundleiðinlegir. Ég
held að þetta lýsi því bezt.” Pétur var
á því að Egó væri efni i gott band.
Eirtkur heldur ekki fjarri þvi og tjáði
sig áfram: „Mér fannst Utangarðs-
menn beinlinis hlægilegir þegar þeir
byrjuðu en þeir urðu hörkugott
band. Trommu- og bassaleikarinn
þar eru einhver bez,ti dúettinn á sínu
sviði.” „Tappi Tikarrass finnst mér
vera besta hljómsveitin af þeim
yngri,” hélt Kristján fram fyrir sinn
smekk.
Hey, strákar. Við gleymdum
BARA-Flokknum.” Startarar voru
sammála um að þar færi traustur
flokkur.
„Annars fer að vanta illilega
góðan stað hér í bænum til að haida
konserta,” sagði Pétur og kom
umræðunum af stað á ný eftir að
hafa setið stjarfur og horft út um
gluggann. „Djöfull er þetta æðislega
hátt. Svalirnar? Nei, ekki fyrir mitt
litlalíf.”
Vantar góðan stað
„Nei, annars, þetta er ekki nógu
gott með tónleikahúsnæðið,” sagði
Pétur en komst ekki lengra fyrir
Eiriki, sem hættur var að fletta I
tónleikaprógramminu frá Micháel
Schenker Group. „Broadway er
kjörinn staður til þess að halda
tónleika á. Aðstaðan þar er mjög
góö og húsiö rúmar fjölda manns. Ef
Óli Laufdal fengist til að brjóta odd
af oflæti sínu og hleypa lýðnum inn á
t.d. fimmtudagskvöldum og Borgar-
liðið gerði slíkt hið sama, brytii odd
af oflæti sínu og fjölmennti á
staöinn þrátt fyrir glimmerið mætti
gera góða hluti þarna,” sagði
Eirikur.
„Hann var nú með skólaba!)
þarna í gær, gæinn,” sagði Pétur.
„Nú, er það,” hváði Eiríkur. „Þá
er kannski möguleiki að reyna þetta.
Það gæti orðið helvíti gott — svipað
og fimmtudagskvöldin voru i
Klúbbnum hér í den. „Undirritaður
var skyndiiega orðinn áhorfandi að
tveggja rnanna tali þeirra félaga.
Viðtal átti þetta nú að heita svo á-
fram var haldið.
Hvað liggur næst fyrir hjá
bandinu?
„Það er Félagsgaröurinn á annan
i jólum. Mig er farið að klæja eftir að
komast i aimennilega keyrslu,” sagði
Eiríkur og glampinn skein úr
augununt. „Við þurfum að nota jóla-
rríið til þess að æfa upp gott
prógramm og kýla svo áfram með
látum. Við höfum ekki verið á
almennilegu sveitaballi í langan tíma
og gott sveitaball getur verið helviti
skemmtilegt. Síðan er bara að ná upp
góðum lögum fyrir næstu plötu, en
umfram allt er málið að hafa gaman
af þessu.”
Félagarnir tóku heilshugar undir
það. Kláruðu kaffið og við slitum
viðtalinu með kurt og pí. Pétur ákvað
að labba niður til Daviðs á II. hæðina
og ekki kæmi á óvart þó kappinn
hefði látið sig hafa það að ganga
restina, niður á jarðhæð.
-SSv.