Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1981, Síða 35
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1981. 35 Andlát Guðmundur Jóhannesson læknir lézt 13. desember 1981. Hann var ’fæddur 27. janúar 1925 á Seyðisfiröi. Eftirlif- andi kona hans er Guðrún Þorkelsdótt- ir. Þau eignuðust 5 börn. Guðmundur lauk prófi frá læknadeild Háskóla fs- lands árið 1955. Siðan hefur hann starfað sem sérfræðingur á kvensjúk- dómadeiid Landspítalans og yfirlæknir leitarstöðvar B. hjá Krabbameinsféiagi íslands. Guðmundur verður jarðsung- inn í dag, 22. desember, frá Dóm- kirkjunni kl. 15. Halldór Elnarsson frá Kárastöðum í Þingvallasveit lézt 15. desember 1981. Hann var fæddur 6. desember 1913, sonur Einars Halldórssonar og Guð- rúnar Sigurðardóttur. Halldór kvænt- ist Margréti Jóhannsdóttur og eignuð- ust þau þrjú börn. Lengst af var hann leigubílstjóri, en árið 1962 var hann ráðinn verkstjóri við fyrirtækið Björg- un h/f og starfaði þar til dauðadags. Halldór var jarðsunginn í morgun kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Axel Bjarnason vörubifreiðarstjóri lézt 12. desember. Hann var fæddur 13. október 1911. Árið 1937 kvæntist Axel Sigurjónu Jóhannsdóttur, þeim varð ekki barna auðið, en þau áttu einn kjörson og eina uppeldisdóttur. Útför Axels fer fram í dag kl. 15.00 frá Frí- kirkjunni í Reykjavík. IJnnur Þorvaldsdóttir lézt 18. þ.m. Áslaug Halldórsdóttir frá Keflavík í Rauðasandshreppi, andaðist í Land- spítalanum laugardaginn 19. des. Guðbjörn G. Konráðsson, Laufásvegi 60 Reykjavík, sem lézt sunnudaginn 13. desember sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudag 22. desember, kl. 13.30. Guðrún Kjartansdóttir, Laugavegi 98, lézt á heimili sínu 20. desember. Gunnlaugur Jósefsson, fyrrverandi hreppstjóri, Sandgerði er iátinn. Katrín Þórarinsdóttir, Hjarðarhaga48, lézt 19. þ.m. Leifur Rúnar Helgason andaðist 19. desember. Lýður Kristinn Lýðsson, Hringbraut 52 andaðist 19. desember. Ólafur Hafsteinn Sigurjónsson, Kára- stíg 6, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 23. desem- berkl. 10.30. Ragnhildur Þorvaldsdóttir, Melabraut 61 Seltjarnarnesi, lézt í Borgarspítalan- um 20. desember. Sigursveinn Óli Karlsson lézt 17. desember. Jaiðaiförin fer fram frá Fossvogskirkju 29. desember, kl. 10.30. Sveinsina Bergsdóttir, Suðurgötu 5 Sauðárkróki, andaðist í sjúkrahúsi Sauðárkróks 20. desember. Happdrætti Kiwanisklúbburinn Hekla Jóladagatalahappdrættið Vinningsnúmer 1. des. no. 574, 2. des. no. 651, 3. des. no. 183, 4. des. no. 1199, 5. des. no. 67, 6. des. no. 943, 7. des. no. 951, 8. des. no. 535, 9. des. no. 1004, 10. des. no. 2344, 11. des. no. 172, 12. des. no. 1206, 13. des. no. 593, 14. des. no. 2308, 15. des. no 2103, 16. des. no. 382, 17. des. 1997, 18. des. no. 459, 19. des. no. 950, 20. des. 1000, 21. des. 2255, 22. des. 175, 23. des. no. 2000, 24. des. no. 2, Happdrætti Sambands ungra framsóknarmanna Vinningsnúmerin eru í réttri röð frá 1 .-24. desember: 4498; 1983; 1647; 3933; 4346; 2118; 4964; 2122; 4379; 4133; 3067; 3066; 3927; 4656; 3241; 3409; 4189; 3424; 1030; 3842; 4634; 2858; 4825 — 24. desember var 2794. Happdrætti karlakórs Reykjavíkur Dregið hefur verið út hjá Borgarfógeta í happdrætti Karlakórs Reykjavíkur og komu eftirtalin númer upp: 1.2570 Ferð til Ítalíu. 2. 2734 Ferð og dvöld í sumarhúsi 1 Danmörku. Tilkynningar Ferðafélag íslands Áramótaferð í Þórsmörk kl. 07,31. des.-2. Jan. Gönguerðir eftir því sem birtan leyfir, áramóta- brenna, kvöldvökur. Ef færð spillist svo, að ekki yrði unnt að komast í Þórsmörk, verður gist í Héraðsskólanum að Skógum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Úthlutun úr Minningar- sjóði Theodórs Johnson Úthlutað veröur 22. janúar nk. tveimur styrkjum. 5.000 kr. hvorum, úr Minningarsjóði Theodórs Johnson í samræmi við skipulagsskrá sjóðsins. í 4. gr. hennar segir m.a.: ,,Tekjum, sem ekki skal leggja við höfuðstól, skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla íslands eða til framhaldsnáms erlendis að loknu námi viö Háskóla íslands.” Umsóknir með upplýsingum um námsferil og efnahag skulu sendar til háskólaráðs fyrir 1. janúar 1982. Tónleikar á Hótel Borg, Næstkomandi þriðjudagskvöld, þann 22. desember verða haldnir tónleikar á Hótel Borg. Þá kemur fram hljómsveitin Mezzoforte ásamt söngvaranum og lagasmiðnum Jóhanni Helgasyni. Hann hefur nýlega sent frá sér hljómplötuna TASS og verður hún kynnt ásamt hljómplötu Mezzoforte „Þvílíkt og annað eins”. Hljómleikarnir á þriðjudagskvöldið hefjast kl. 22.00. Fíladelffukirkjan Jólaguðsþjónustur Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Ræðumaöur Sam Glad. Kór kirkjunnar syngur. 1. jóladagur: Hátíða-guðsþjónusta kl. 16.30. Ræðumaöur Óli Ágústsson, kórinn syngur. 2. jóladagur: Utvarps- guðsþjónusta kl. 11.00. Umsjá dagskrár og söngstjórn Árni Arinbjarnarson. Ræðumaður Einar J. Gíslason. Kór kirkjunnar syngur. 2. jóladagur kl. 16.30: Æskylýðs-guösþjónusta. Æskufólk talar og syngur. Kærleiksfórn fyrir starfið á Akureyri. 3. jóladagur: Almenn guðsþjónusta kl. 20.00. Ræðumaður Jóhann Pálsson. Kór kirkjunnar syngur. Kærleiksfórn til minningarsjóðs Guðrúnar Halldórsdóttur og Bjarna Vilhelmssonar frá Norðfirði. Sjóðurinn styrkir starfsemi Barna- heimilisins í Kornmúla. Hættum að nýta fangaklefana sem neyðarþjónustu fyrir geðsjúka Eins og alþjóð veit hefur það viðgengizt hér á landi að geyma geðsjúklinga i fangelsum, okkur íslendingum til vansæmdar. Þessir menn hafa ekkert brotið af sér, heldur eru þeir veikir og hjálparþurfi Það er i senn brýnt heilsugæzlumál og mikið mann- réttindamál að tryggja þeim eðlilega aðhlynningu. Geðhjálp, félag geðsjúklinga, aðstandenda þeirra og velunnara, vill leggja sitt af mörkum til að þessir menn fái annan dvalarstað en fangelsi og fanga- geymslur. Því ætlar félagið að fara af stað með fjár- söfnun meðal almennings í trausti þess aö hún geti orðið kveikjan að raunhæfum aðgeröum til úrbóta. Félagið mun dreifa söfnunarbaukum á ýmsa staði á næstunni, og heitum við á alla að leggja okkur liö. Líka förum við bónarveg tilannarra félagasamtaka og biðjum fólk á vinnustöðum að taka sig saman. Margt smátt gerir eitt stórt. Þeir, sem vilja veita okk- ur aðstoð við framkvæmd söfnunarinnar, eru beðnir að hafa samband við eftirtalda aðila, sem munu veita allar nánari upplýsingar. Andrea Þórðardóttir sími 52451 Ingibjörg Snæbjörnsdóttir — 32852 Nanna Þorláksdóttir —81118 Jólatónleikar kórs Lang- holtskirkju Jólatónleikar kórs Langholtskirkju verða í Foss- vogskirkju 27. des. kl. 16og 28. og29. des. kl. 20. I gærkvöldi I gærkvöldi NÚ B0RDA MENN 0RMA Þetta hef ég vitað síðan ég var lítill polli þegar það var eitt helzta sportið að þora að borða ánamaðk. Ormarn- ir eru vel hæfir til manneldis. En nú eru það ekki bara hraust- menni í krakkahópi sem þorá að borða ánamaðka. Nú er verið að vinna að því að gera ormana að al- mennri fæðu. Það var efni myndar- innar sem var síðust á dagskrá sjón- varps í gærkvöldi. Ormarnir eru ræktaðir í sérstökum ormagryfjum og aldir á fæðu sem hæfir þeim. Þeir dafna vel, verða fljótt stórir og feitir. f þokkabót fjölgar þeim ört. Slátrunin er einföld. Hellt er á þá sjóðandi vatni. Áður hafa þeir verið látnir liggja í sólarhringsvatnsbaði til að ná mesta skítnum af þeim. Þarf þá nokkurn að furða þó litl- um strákum hafi fundizt vera smá moldarbragð af möðkunum þegar þeim var sporðrennt? Þeir höfðu í mesta lagi skolað þá lauslega í drullu- polli. Nú finnst mér að forráðamenn ís- lenzkra landbúnaðarmála séu komnir ,með mál til að hugsa um. Ég sé ekki betur en hér sé komin ágætis hliðar- búgrein, eins og það heitir á tizku- máli. íslenzkir bændur ættu að geta far- ið út í ormarækt. Þá ætti kannski að vera hægt að draga úr rolluræktinni sem sögð er koma í veg fyrir að gróð- urlendi íslands sé of blómlegt. Til að slátra ormunum er upplagt að nýta okkar ágætu auðlind, jarð- hitann. Við ormaræktun eykst væntanlega fjölbreytni borgara. Auk hamborg- ara borðum við ormaborgara. Og kannski verða loðnuborgararnir komnir á markað líka. Kristján Már Unnarsson Vcrkefni kórsins að þessu sinni er Jólaóratoría Bachs. Futtir verða fjórir fyrstu hlutar hennar og upphaf þess fimmta. Einsöngvarar með kórnum eru: Ölöf Kolbrún Harðardóttir, Sólveig Björling, Jón Þorsteinsson og Kristinn Sigmundsson. Þess má geta að Jón Þor- steinsson, sem nú er fastráðinn við óperuna i Amsterdam kemur heim um jólin sérstaklega til að syngja á þessum tónleikum með kór Langholts- kirkju. Athygli styrktarfélaga er vakin á að styrktarfé- Iagskort gilda ekki á jólatónleikana. Ennfremur er vert aö itreka, sökum þess að þessir tónleikar verða ekki endurteknir og að húspláss er takmarkaö, að fólki er bent á aö tryggja sér miða tímanlega. For- sala aðgöngumiða er í Langholtskirkju og hjá Úr- smiðnum Lækjargötu 2. Hver tók gulu luktina? Bragi Jónsson hringdi: í síöustu viku var brotizt inn i kartöflugeymslu mína og stolið þaöan oliulukt sem er gul aö lit. Ég skora hér með á viðkomandi að skiia luktinni ef honum eða þeim er ekki sama um andlega heilsu sína og sinna nú um jólin. Keflavfkurkírkja: Jólaguösþjónustur: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18. Jólavakakl. 23. Jólasálmar sungnir. Jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta í sjúkrahúsinu kl. 10.30. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Annar jóladagur: Skírnarguösþjónusta kl. 14. Há- tíðarguðsþjónusta á Hlévangi kl. 17. Sóknarprestur. Kirkju Óháða safnaðarins Aöfangadag: aftansöngur kl. 18. Jóladag: hátiöarmessa kl. 14. Gamlárskvöld: áramótamessa kl. 18. Sr. Árelíus Nielsson messar. Safnaðarstjórnin. Jólamarkaður við Hafnarfjarðarveg Allt til jólaskrauts og gjafa, rétt við blómabúðina Fjólu Garðabæ, opið alla daga frá kl. 10—21. Síminn er 44160. Btondie í Keflavik Útibú frá verzluninni Blondie var opnað fyrir skömmu i Keflavik, að Hafnargötu 16. Verzlunar- stjóri er Sólveig Þorsteinsdóttir og er hún til vinstri, en Sigrún Sigvaldadóitir til hægri. (DV-mynd: Heiðar Baldursson) iTLOKÍtCL Rafmagns- handverkfæri ótrúlega hagstætt verð. ÞÚRP BllVll B1Baa-ARIVILII.An HEMLALJÓS í AFTURGLUGGA Opiðtilkl. 24 á Þorláksmessu. GABEL Siöumúla 77 Simi 37140 Pósthólf 5274 125Reykjavik + Sigursveinn óli Karlsson lézt 17. desember. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskapellu þriðjudaginn 29. desember kl. 10.30. Jenný Sigurbjartsdóttir og börn Kari Sæmundarson, Jón Óttarr Karlsson, María Valgerður Karlsdóttir, Særún Æsa Karlsdóttir, Fanney Magna Karlsdóttir, Ragna Freyja Karlsdóttir. AUKALJÓS HANDLJÓS12 v Cucaracha"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.