Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Page 2
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982. 2 Rólegustu áramót sem lögreglan man eftir Nóg að gera en þó engu meira en venjulega erilsama helgi—Slökkviliðið hafði þó nóg að gera í sinubrunum og margir komu með brunasár á Slysavarðstof una „Þetta voru góð áramót. Það var nóg að gera en þó ekki meira en um venjulega helgi,” voru þau svör sem við fengum yfirleitt hjá lögreglunni víðsvegar um land þegar við höfðum samband við hana í morgun. Margir lögregluþjónar sem við töluðum við sögðu að þetta hefðu verið ein rólegustu áramót sem þeir myndu eftir. í nógu hefði verið að snúast, bæði við að aka fólki á milli staða og greiða úr vandræðum, en þó hefði það ekki verið neitt meira en oft um venjulegar helgar. S/ysá Vesturlandsvegi Eina alvarlega slysið varð á Vesturlandsvegi á móts við Korpúlfs- staði á nýársdagsmorgun. Þar var ekið á unga stúlku sem var á gangi á veginum. ökumaöurinn, sem er grunaður um ölvun við akstur, tók stúlkuna upp af götunni og kom henni fyrir í bíl sínum og ók sjálfur með hana á Slysavarðstofuna. Sýndi hann með því mikið ábyrgðarleysi, því stúlkan var mikið slösuð á höfði, auk þess sem hún var mjaðmagrind- arbrotin, fótbrotin og með innvortis meiðsli. Mikið að gara á s/ysavarðstofunni Á Slysavarðstofunni í Reykjavík fengu við þær upplýsingar, að þar heföi verið mikið annríki á nýársnótt. Fólk hefði þá aðallega komið þangað með misjafnlega alvarleg brunasár. Mest hefði borið á sárum eftir blys sem sprungið hefði í höndum fólks í stað þess að skjóta marglitum eld- kúlum út í loftið eins og staðið hafi í leiðbeiningunum. Sömu sögu var að segja frá sjúkrahúsum annars staðar á landinu. Þar var er ill í sambandi við brunasár og við töku blóðsýnishorna, en þó nokkuð margir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur um ára- mótin. Sinubrunar um aUt Suðurland Slökkviliðið í Reykjavík og ná- grannabyggðunum á Suðurlandi hafði nóg að gera um áramótin við að slökkva sinuelda. Fyrsta útkallið á nýja árinu hjá Slökkviliðinu í Reykjavík barst úr Breiðholti rétt eftir miðnætti. Þar hafði flugeldur farið inn um glugga á íbúð, en þegar liðið kom á vettvang voru íbúarnir búnir að slökkva eldinn. Upp úr því var allt liðið í að sinna útköllum um sinuelda og voru tveir og þrír bilar í gangi við það langt fram á morgun. Margir eldar komu upp í Mjóddinni við Breiðholtið, þeg- ar flugeldar komu þar niður í þurrt grasið, og þannig var það víða. Slökkviliðin á Akranesi, Selfossi og á fleiri stöðum voru einnig kölluð út til að slökkva sinueida á nýárs- nótt. Hvergi urðu skemmdir á mannvirkjum vegna þessara bruna, en þó mátti sums staðar litlu muna. -klp- Áramótin voru góð að þessu sinni, erill lögreglu ekki meiri en um annasama helgi. Marglitir flugeldar lýstu upp loftið að vanda er gamla árið var kvatt og þvi nýja fagnað. DV -mynd GVA. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Sama úr hverri Keflavíkinni röið er... ,,Rétt fyrír jólin boðaði forstjórinn Jón á sinn fund. „Þú hefur nú unnið hér hjá fyrirtækinu i 20 ár. í tilefni af dyggri þjónustu hefur fyrir- tækið ákveðið að bjóða ykkur hjónunum í mánaðarferð til Florida f febrúar, ef það hentar,” sagði forstjórinn. Harla glaður þakkaði Jón fyrir boðið. Rauk hann síðan í símann og hringdi heim í konuna. „Gætirðu hugsað þér að koma með mér til Flor- ida innan tiðar og vera þar íj nokkrar vikur?” spurði Jón. | „Já. Það veit sá sem allt veit. Ég er orðin dauðleið á þessu öllu saman. Það væri yndislegt, en með leyfi, hver er maðurinn?” spurði frúin. Heimsborgarinn kunni leiðakerfi | vagnanna Ólufur Hansson, prófessor, . er nýlega látinn. Hann kenndi lengst af sögu við Mennta-! skólann í Reykjavík. Hann1 var hámenntaður og' fjölfróður, enda minnið óbrigðult, en einkennilega athugull um ýmislegt það, sem mörgum þótti minna máli skipta. Hann gat áreiðanlega ekkert að þessu gert, enda fyrirhafnarlaust. Þekkt er sagan af því, þeg- ar nemendur hans földu eitt sinn kött i skólastofu i kennslustund hjá Ólafi. Eirði kisi ekki í haldinu og stökk fram gólfið. Ólafur opnaði dyrnar fyrir kettinum, eins og fyrir tignum gesti, hleypti honum út ogj sagði eins og við sjálfan sig: „Hvað er kötturinn á Bók- hlöðustig 8 B að gera hérna?” ’ Þeir voru lengi sam- kennarar og miklir vinir Bogi Ólafsson og Ólafur. Ritaði Ólafur að jafnaði í Mánudagsblaðið, sem Agnar Bogason á og ritstýrir. Meðal annars skrifaði hann eitt sinn þrjár opnugreinar um ættir Sturlungu. Hundruð nafnal eru þar nefnd og grein gerð fyrir tengdum og venzlum, skyldleika og staðarnöfnum. Aldrei þurfti hann að gripa til bókar við þessa ritsmið. Ólafur Hansson var óvenjulegt glæsimenni, heimsborgari hinnar sönnu, látlausu virðingar. Hannj fylgdist náið með stækkun' Reykjavíkur á einfaldan hátt. Hann kunni leiðakerfil strætisvagnanna auðvitað utanbókar. Hvimleiður er Kristófer „Má ég tala við Kristófer?” spurði hressileg rödd, þegar svarað var i simann um tiuleytið kvöld eitt' uppi í Hlíðum. Svaríð var stutt og laggott: „Hér erj enginn Kristófer”. „Er Kristófer við?” varj spurt í sama sima um tólf-j leytið. „Hér býr alls enginnj. Kristófer.” j „Já, afsakið, má ég ónáða Kristófer?” spurði röddin um' kl. tvö eftir miðnætti. Titrandi af bræði svaraði 'fórnarlambið: „t eitt skipti fyrir öll. Það er enginn helvítis Krístófer hér.” Brothljóð f simtólinu. Tiu minútum seinna hringdi siminn. „Já, halló. Kristófer hér. Hefur nokkuð , veríð spurt um mig?” Samtök atvinnu- rekkjunauta Það er mat Menningar- stofnunar Bandaríkjanna á íslandi, að áhrifamáttur þess á gesti í NATO-ferðum aðj dveljast nætursakir i flug- móðurskipi, sé á við tylft hernaðargreina. Þetta mat kom alveg óneitanlega ýmsum á óvart, sem notið höfðu þess- arar gestrisni, þegar Ólafur Ragnar Grímsson, veifaði á Alþingi i haust skýrslu um þetta atriði og fleiri. Sandkorn hefur góöar heimiidir fyrir því, að einn sé sá maður sem lét sér hvergi bregða við þessar upplýsing- ar. Jón E. Ragnarsson, hæstaréttarlögmaður, hafði þvert á móti orð á þvi við suma fyrri ferðafélaga sína, að timi væri til kominn að| stofna félag atvinnumanna í pólitiskum ferðalögum, ‘Association of professional political travellers. Jón mun hafa farið sina fyrstu ferð i ofangreinda veru árið 1958, og jafnan siðan verið aufúsugestur í ferðum, sem miða að aukinni vest- rænni samvinnu. Nafnalisti yfir slika ferðalanga virðist: vera feimnismál. Er þvi ekki ástæða til að birta hann án heimildar, ef af stofnun félags verður. Naumast þarf að minna Jón á að hann og hans félagar jvoru ekki brautryðjendur ij ipólitiskum ferðalögum. Leiðir þeirra lágu i austur. Bragi Sigurðsson. | á> „Feðgarnir” Láki og Gosi, ráða sér vart fyrir kæti er Láld hefur gert sér grein fyrir þvi að Gosi er ekki lengur spýtukall. DV-mynd Bjarnleifur. Gosi f rum- sýndur við stormandi undirtektir áhorfenda Barnaleikritið Gosi var frumsýnt sl. miðvikudag við stormandi lukku áhorfenda, sem klöppuðu leikendum lof í lófa með langvinnum fagnaðar- látum. Söguna um Gosa þekkja flestir. Hún er eftir ítalann Collodi. Brynja Benediktsdóttir færði söguna í leik- form og leikstýrði sýningunni jafnframt. DV-menn brugðu sér á „generalprufuna” og af því sem þar bar fyrir augu var ekki að sjá annað en þar færi lipurt stykki. Valinkunnir leikarar eru i stærstu hlutverkunum og frammistaða Árna Blandons í hlutverki Gosa mjög sterk. Hreyfingar hans eru allar afar sannfærandi svo og öll túlkun hans á tréstráknum. Föður Gosa, Láka, leikur Árni Tryggvason. Með önnur stór hlutverk fara þeir Sigurður Sigurjónsson i hlutverki' Flökkujóa, Margrét Ákadóttir sem Hulda, Anna Kristín Arngrímsdóttir sem Kisa, Hákon Waage sem Refur, Flosi Ólafsson í hlutverki Loga leikhús- stjóra, Andri örn Clausen sem leikur ára og Sigrún Edda Björnsdóttir sem leikur stelpu. Undirtektir áhorfenda á frumsýningunni þurfa ekki að koma á óvart því viðbrögð þeirra er voru á „generalprufunni” báru sýningunni glöggt vitni. Tóku þau vel í orð Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra, er hún sagði: „Krakkar, viljið þið gera það fyrir mig að hlæja hátt ef ykkur finnst eitthvað fyndið.” Áttu börnin bágt með að stilla sig þegar mest gekk á. Er ekki að efa að leikritið á eftir að njóta mikilla vinsælda. -SSv. 75 ára af- mæli Núps- skóla í dag Héraðsskóiinn á Núpi á 75 ára af- mæli í dag. Það voru þeir bræður Sigtryggur og Kristinn Guðlaugssynir sem fengu samþykkta tilraun til skóla- reksturs á aukasafnaðarfundi i Núps- kirkjusöfnuði árið 1906. Skólinn var rekinn sem einka- stofnun mcð ríkisstyrk til að byrja með. Árið 1930 var síðan samþykkt með lögum að gera skólann að héraðs- skóla. Fyrir 20 árum yfirtók ríkissjóður allan rekstur skólans og hefur séð um hann síðan. í tilefni afmælisins verður efnt til hátíðar nk. laugardag og hefst hún með guðsþjónustu kl. 13.30. Eru gamlir nemendur svo og allir velunnarar velkomnir til hátíðarinnar. -SSv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.