Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982.
Marc Leland aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna.
DV-myndirGVA.
„Þaö er kraftaverk hvað ykkur hefur tekizt að búa vel í svo langri sambúð viö óða-
’verðbólgu. En ég held ekki að nokkru landi sé ráðleggjandi að leika þann leik cftir
ykkur.”
SOVÉTMENN EIGA SINN
SNARA ÞÁTT í ATBURÐUNUM
í PÓLLANDI ÞÓn EKKI
HAFIKOMK) TILINNRÁSAR
— segir Marc Leland, aðstoðarf jármálaráðherra Bandaríkjanna, sem verið
hefur á ferð um V-Evrópu til að kynna sér undirtektir Nató-ríkjanna
við efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Sovétríkjunum
Nú um áramótin gisti ísland
aðstoðarfjármálaráðherra Banda-
rikjanna, Marc Leland. Hann er lög-
fræðingur að mennt en tók sæti í
nýskipaðri stjórn Reagans forseta í
janúar sl.
Marc Leland hefur verið á ferð um
V-Evrópu til að kynna sér afstöðu
Natoríkjanna til efnahagslegra
refsiaðgerða gegn Sovétríkjunum
vegna ástandsins í Póllandi. í stuttri
viðdvöl sinni hér notaði hann einnig
tækifærið til viðræðna við íslenzka
bankastjóra og ráðherra um efnahags-
mál.
— Ykkar efnahagskerfi er raunar
alveg einstakt í heiminum, sagði Marc
Leland á blaðamannafundi sem hann
boðaði í bandaríska sendiráðinu á
nýársdag. — Það er kraftaverk hvað
ykkur hefur tekist að búa vel í svo
langri sambúð við óðaverðbólgu. En ég
held ekki að nokkru landi sé
ráðleggjandi að leika þann leik eftir
ykkur.
Marc Leland sagðist bjartsýnn á að
aðgerðir Reaganstjórnarinnar
innanlands yrðu til að leiða Bandaríkin
út úr efnahagslegri lægð undanfarandi
ára.
— Staðreyndirnar tala sínu máli
sagði hann. — Okkur hefur tekist að
koma verðbólgunni niður i 7—9% og
staða dollarans út á við hefur styrkst.
Marc Leland lét m.a. í ljós það álit
sitt að lykillinn að efnahagslegri
velmegun allra landa væri hinn frjálsi
markaður og erlend fjárfesting væri
hverju landi að vissu marki
nauðsynlegur vaxtarbroddur.
— Ef við tökum Bandaríkin sem
dæmi hér voru þau byggð upp með
erlendri fjárfestingu. En auðvitað er
skiljanlegt að lítið land eins og ísland
vilji fara varlega i sakirnar.
Hvað refsiaðgerðir gegn Sovét-
ríkjunum snertir kvaðst Marc Leland
tiltölulega ánægður með undirtektir
bandamanna lands síns.
„ Við getum a.m.k.
fengið þá til að hugsa
sig tvisvar um"
— Það leikur enginn vafi á því að
Sovétríkin eiga sinn snara þátt í at-
burðunum í Póllandi, þótt ekki hafi
komið til beinnar innrásar. Og víst eru
allir sammála um að þeim hefur alltof
lengi liðist að virða alþjóðasamninga
að vettugi og beita önnur lönd
hróplega kúgun. Tökum bara sem
dæmi innrásirnar í Ungverjaland og
Tékkóslovakíu á sínum tíma. Hins veg-
ar var brugðist harðar við innrás þeirra
í Afganistan. Aðgerðir okkar gátu að
vísu ekki stöðvað Sovétmenn en bendir
hik þeirra nú við innrás í Pólland
einmitt ekki til þess að þær hafi haft
sín áhrif? Og það er í sjálfu sér mikill
árangur.
— Það blandast engum hugur um
að nú er harðra aðgerða þörf og að
Bandaríkin geta ekki staðið ein að þeim
Hins vegar þarf engan að undra þótt
stjórnir vestrænna ríkja vilji fara að
öllu með gát og að taka þarf tillit til
ýmissa sjónarmiða.
— Ég vil auðvitað taka það fram að
við Bandaríkjamenn viljum að þess sé
vandlega gætt að refsiaðgerðirnar
komi ekki niður á þeim sem síst skyldi,
eða pólskum almenningi. En það er
heldur ekki hægt að lá okkur það að
við séum lítt ginkeyptir fyrir því að
aðstoð okkar verði til þess að efla
pólska herinn.
-JÞ.
71ÍSLENDINGUR LÉZT AF
SLYSFÖRUM Á SÍDASTA ÁRI
—flest dauðsföll í fyrra í maímánuði, 13
AUs Iézt 71 íslendingur af
slysförum á síðasta ári. Er það mun
færra en verið hefur undanfarin ár.
Þannig fórust 83 árið þar á undan, 86
árið 1979, 79 árið 1978 og 87 árið
1977.
Alls fórust 17 íslendingar í
sjóslysum eða drukknuðu. 27 fórust í
umferðarslysum, 5 í flugslysum og 22
aðrir létust af öðrum orsökum. Það
sem gerir það að verkum að tala
látinna í slysum á síðasta ári er mun
lægri en árið 1980 er veruleg fækkun
dauðsfalla á hafi úti. Alls var 37
íslenzkum sjómönnum bjargað af
strönduðum skipum með flug-
línutækjum á síðasta ári.
Áberandi flest dauðsföllin á
síðasta ári voru í maímánuði en þá
létust 13. Enginn mánuður á síðasta
ári, né á árinu 1980 var án dauðsfalla
af slysförum. Þá vekur það athygli,
að fjórir íslendingar Iétust af völdum
skot- og líkamsárása erlendis á
síðasta ári, en enginn árið þar á
undan. -SSv.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Tólf mínútna þögn ríkisstjórnarinnar
Þá höfum við heyrt boðskap erki-
biskupa um þessi áramót og var hann
i daufara lagi. Dr. Gunnar Thorodd-
sen, forsætisráðherra, notaði aðeins
átta mínútur af tíma sínum í sjón-
varpi á gamlárskvöld, og er hann þó
stjórnmálamaður, sem hefur ekkert
málgagn svo vitað sé, og talar aðeins
einu sinni á ári í fjölmiðla úr sæti
sínu í forsætisráðuneytinu. Þessar
átta mínútur segja sina sögu, og voru
þeim mun meira áberandi þar sem
sjónvarpið vílaði ekki fyrir sér að
sjónvarpa tólf mínútna þögn að ræðu
forsætisráðherra lokinni. Þessi þögn
var talandi á sinn hátt og má segja að
hún hafi með vissum hætti æpt á
stuðningsmenn dr. Gunnars og ríkis-
stjórnarinnar.
Um miðnættið kom svo Andrés
Björnsson, útvarpsstjóri, og flutti sitt
fallega mál með þrautþjálfaðri rödd
útvarpsmannsins. Andrés hefur átt
við nokkrar starfsraunir að búa upp á
síðkastið, fjöidalögbrot video-
manna, almenna kröfu um annað út-
varp og byggingu stórrar útvarpshall-
ar utan um ekki neitt, nema ef vera
skyldi nokkurn hóp af vinstra fólki,
sem heldur að það sé fætt til að ann-
ast fjölmiðlun. Andrés Björnsson er
Ijúfur maður og drengur góður, en á
illa heima í þeirri úlfahjörð, sem
hvarvetna sest um fjölmiðla nú á
dögum, en í þvi efni er ísland ekkert
einsdæmi. Maður, sem hlustaðí á
ræðu hans við áramótin lýsti því yfir
að þar hefði verið um að ræða
kveöjuorð og getur það svo sem
vcrið. Er þá Andrés Björnsson fyrr á
ferli en undirsátar hans sumir, sem
sitja sem fastast komnir á eftirlauna-
aldur, vegna þess að þeir eru að bíða
eftir þvi að einhver kommissarinn frá
allaböllum verði menntamálaráð-
Dr. Gunnar Thoroddsen.
herra, svo hægt verði að ráða
,,hæft” fóik í stöður þeirra. Um út-
varpsstjórastarfiö, þegar það losnar,
munu margir sækja, enda telja vel-
flestir framagosar hægan vanda að
stjórna rikisútvarpi. Ráðning nýs
manns i það embætti mun flýta fyrir
því, að hér komi tvær eða fleiri út-
varpsstöövar, enda er alveg Ijóst að
nýr útvarpsstjóri verður einskonar
Andrés Björnsson.
vinstri menningarviti.
Um nýársræðu Vigdisar Finnboga-
dóttur er ekki við hæfi að fara
mörgum orðum. Forsetinn situr á
friðarstóli, en sýnu merkilegri voru
ferðir forsetans til grannþjóða okkar
á liðnu ári en ræðuhöld almennt. Þá
er heldur ekki ástæða til að gleyma
nafnbótum og titlatogi, en þau verða
gjarnan örlög háttstandandi persóna
Vigdis Finnbogadóttlr.
að leggjast I krossaflangs hverju svo
sem heitið var á skírlífisdögum kosn-
ingabaráttunnar. En forsetanum
fylgja auðvitað góðar óskir hvað sem
hann tekur sér fyrir hendur, nema á
þcirri stundu sem hann þarf að stíga
niður á hinn almenna stjórnmálavett-
vang og standa að stjórnarmyndun.
Margt fólk hefur orðið atvinnu-
laust um þessi áramót. Fiskiskipa-
flotinn er stopp og verður ekki enn
séð hverjir og hvenær landfestar
verða leystar. Allt er í óvissu, jafnvel
það mikilli, að forsætisráðherra, sem
er frægur ræðumaður, þrýtur örindið
að átta mínútum liðnum. Hann á
sinar afsakanir. Dr. Gunnar Thor-
oddsen hefur kosið sér hlutvcrk sátta-
semjarans og mun sjálfur ekki hafa
miklar skoðanir á þeim vandamálum,
sem nú herja á landsfólkiö. Og hafi
hann einhverjar skoðanir t.d. á sjó-
mannadeilunni, aðrar en þær að hér
eigi fólk að vera ánægt með það sem
það hefur, þá leyfist honum ekki að
tala til þjóðar sinnar á áramótum.
Færi hann að segja eitthvaö meira en
almenna hluti, mundu ráðherrar
Alþýðubandalagsins einkum rísa
upp, enda lita þeir svo á, að forsætis-
ráöherra hafi leikið of mikið glans-
númer á fyrri áramótum þegar hann
fékk að leysa málin á heppilegum
tíma.
Svarthöfði.