Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Page 8
8 Hárgreiðslustofan Klapparstíg '% Rakarastofan Klapparstíg PANTANIR 13010 FRAMLEIÐSLUSTJÓRI Fyrirtæki með mikil umsvif óskar eftir að ráða fram- leiðslustjóra Starfssvið: Gera rekstrarplön, skipuleggja og sjá um framleiðslu fyrirtækisins. Starfsreynsla nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist augld. DV, Síðumúla 8, fyrir 9. janúar merkt „Framleiðslustjóri”. Með umsóknirnar verður farið sem algjört trúnaðar- mál. NÁMSKEIÐ Ný námskeið í manneldisfræði (hollt matar- æði og heilsuvernd) hefjast 12. janúar. Námskeiðin fjalla m.a. um eftirfarandi atriði: * Grundvallaratriði næringarfræði * Innkaup, vörulýsingar, vörumat og auglýsingar. * Fæðuval, mataræði mismunandi aldursflokka: ungbarna, skólabarna, unglinga, fullorðinna og barnshafandi kvenna. * Gerð matseðla, matreiðsluaðferðir, uppskriftir (hollir, Ijúffengir, sjaldgæf ir réttir). 12VIKNA | MEGRUNARNÁMSKEIÐ l hefst 7. janúar. (Bandarískt megrunarnám- ( skeið sem hefur notið mikilla vinsælda og ( gefið mjög góðan árangur). | Munið að aðeins rétt nærður einstaklingur getur / vænst besta árangurs í námi, leik og starfi. Upplýs- | ingar og innritun í síma 74204. / Kristrún Jóhannsdóttir ( manneldisfræðingur 1 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982. Útlönd Útlönd 4 RAUÐU HERDEILD- ARVALKYRJUR SLUPPU UR FANGELSI Fjórar hryðjuverkakonur fara huldu höfði á ftalíu í dag eftir ævintýralegan flótta úr fangelsi. Félagar þeirra utan múra höfðu sprengt gat á fangelsis- vegginn og haldið fangavörðum í skefj- um með hríðskotabyssum meðan þær flúðu. Ein kvennanna sem slapp úr kvenna- fangelsinu í Rovigo var Susanna Ron- coni, sem talin er hafa verið meðal æðstráðenda í Rauðu herdeildunum. Hún er grunuð um hlutdeild í ráninu og morðinu á Aldo Moro 1978. Þessir fjórir kvenfangar voru að æf- ingum í fangelsisgarðinum, þegar þeir réðust á fangavörðinn og tóku af henni lyklana. Hlupu þeir inn í gang sem liggur að fangelsismúrnum. Sam- tímis var bifreið lagt við múrinn, en hún var hlaðin sprengiefni. — Fangels- ið er í miðbæ Rovigo og í sprenging- unni fórst einn vegfarandi en sex særðust. Þegar fangarnir fjórir stukku út um gatið eftír sprenginguna, hélt hópur hryðjuverkamanna uppi skothrið á varðturna fangelsisins. Flóttakonurnar sluppu inn í bifreið sem lagt hafði verið skammt frá. Virginio Rognoni innanríkisráðherra kvaddi lögreglustjóra hinna ýmsu lög- sagnarumdæma á sinn fund í gær eftir þennan flótta til þess að skipuleggja leit að hryðjuverkafólkinu. Hófst leit í gærkvöldi um allt land. Hundruð lög- reglumanna settu upp vegatálma á vegum sem liggja frá Rovigo. Bærinn liggur um 80 km suðaustur frá Verona, þar sem James Dozier, hershöfðingja, var rænt í síðasta mánuði. Þetta er fyrsti meiriháttar flóttinn úr fangelsi á Ítalíu síðan 16 hryðjuverka- menn og afbrotamenn skutu sér leið út úr San Vittore-fangelsinu í Mílanó í apríl 1980. Flestir þeirra náðust þá strax aftur. Þar á meðal Corrado Alunni, stofnandi hryðjuverkahópsins Framlínunnar, en hann var unnustí Rönconi. 9 dæmdir í fangelsi Starfsmenn Lenínskipasmíðastöðv- arinnar í Gdansk, þar sem hin óháðu verkalýðssamtök Eining urðu til, eiga að hefja störf að nýju i dag eftir fram- lengingu á jólaleyfinu. Vestrænir diplómatar í Varsjá segja í fréttum, sem borizt hafa frá þeim, að Póllandsstjórn hafi útvegað þær 350 milljónir dollara sem hún þurfti upp í gjaldfallnar skuldir og greiðast áttu 1981. Samtímis því greinir Varsjárútvarpið frá því, að níu foringjar í Einingu hafi verið dæmdir í fangelsi fyrir skipulagn- ingu 10 daga verkfallsins i Katowice stáliðjuverunum. Hlutu þeir allt frá 3 1/2 árs fangelsi upp í sjö ár. í Gdansk áttu skipasmíðastöðvarnar að hefja störf síðasta mánudag eftir jólahátíðirnar. Varsjárútvarpið segir að það hafi dregizt vegna skorts á hrá- efnum og vegna frekari undirbúnings. — Útvarpið segir einnig að skólar byrji í dag að loknu jólaleyfi, en yfirvöld hafa ekkert látið uppi um hvenær há- skólarnir byrji aftur. Yfirvöld kynntu síðasta laugardag ráðagerðir um þreföldun verðs á mörgum helztu matvörum. Þó var það sagt opið til umræðu en ekki samt hækkanir á rafmagni, húshitun og heitu vatni, sem taka eiga gildi 1. febrú- ar. Um leið var lofað kauphækkunum til þess að mæta auknum framfærslu- kostnaði og vegna gengisbreytingar á zloty. Verður það lækkað um 56,8% gagnvart dollar. Herflokkur lætur til skarar skriða gegn verkfallsmönnum að næturlagi, meðan út- göngubann gildir. Myndin er tekin á fyrsta vinnudegi cftir jól. UM 420 S0VEZKIR NJÓSNARAR í USA? „Sovézkum njósnurum í Bandaríkj- unum hefur fjölgað að undanförnu,” sagði William Webster, forstöðumaður FBI, alrikislögreglunnar bandarísku, í gær. í sjónvarpsviðtali sagði hann, að 35% allra sovézkra diplómata í Banda- ríkjunum væru þjálfuð í njósnum og störfuðu á snærum KGB, sovézku leyniþjónustunnar. Webster sagði að Rússarnir væru einkum á höttunum eftir tækniþekk- ingu, sem lægi reyndar svo á lausu að þeir gætu lesið leyndarmálin i blöðum og tímaritum. — „önnur leyndarmál fá þeir með því að bera mútur á starfs- menn fyrirtækja,” sagði Webster. Hann vildi ekki upplýsa nákvæm- lega hve sovézku njósnararnir væru margir. En um 35% allra sovézku diplómatanna í landinu væru njósnar- ar. — Hann hélt að um 1200 sovézkir diplómatar væru í Bandaríkjunum. „ Aðrir njósnarar starfa undir öðrum dulargervum, en þeim er þó stjórnað beint frá Moskvu,” sagði Webster. Washington Post, stórblaðið, hefur sakað Dmitry Yakushkin, sem verið hefur ráðgjafi við sovézka sendiráðið í Washington, um að stjórna aðgerðum KGB í Bandaríkjunum. Blaðið segir að hann sésenn á förum til Moskvu. Ann-Margaret: Tekur eiginmanninn fram yfir framann. Ann-Margaret hjúkrarsjúkum eiginmanni Leikkonan Ann-Margaret hefur nú dregið sig í hlé frá kvikmynda- störfum og er einnig hætt við að koma fram í Las Vegas. Ástæðan er sú að hún ætlar að helgá manni sínum, Roger Smith, allan tíma sinn, en hann þjáist af sama sjúkdómi og dró Aristoteles Onassis til dauða. Þau hjón dveljast nú á Hawaii, eigin- manninum til heilsubótar. Tíundahvertbam áVesturlöndum rangtfeðrað Ættgengiskannanir, sem farið hafa fram í Bandaríkjunum og Englandi á áttunda áratugnum, sýna að tiunda hvert barn á Vesturlöndum er rangt feðrað. — Raunar er svo sem ekkert nýtt við þessa niðurstöðu og hún ætti ekki að koma fólki á óvart, segir Kajsa Feigenberg, læknir í Svíþjóð. — Þetta er meira að segja eitt aðalefnið í heimsbókmenntunum. Kajsa hefur tekið þátt í þessum rannsóknum og skrifað um þær í læknatímarit. Og það hefur sem sagt komið greinilega í ljós að 7% feðra er ranglega kenndur krakki sem annar hefurgetið. Kajsa Feigenberg álítur að þessi tala hafi haldizt nokkurn veginn stöðug síðustu 40—50 árin, — Á þessum árum hafa mótazt alveg ný viðhorf til kynlífs, segir hún. — T.d. verða kynmök utan hjóna- bands æ sjálfsagðara fyrirbrigði. í gamla bændasamfélaginu hefur talan þó sennilega verið miklu lægri, en þá var allt er viðkom siðferði í mun fast- ari skorðum. Rétturdýranna dýrkeyptur bændum Svínunum leiðist, kjúklingarnir þjást af hita en kýrnar búa við trekk. Þetta eru niðurstöður félaga í hreyfingunni Réttur dýranna, en hún berst nú fyrir umbótum í dýrahaldi í Bandaríkjunum og krefst ýmissa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.