Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Qupperneq 14
Fólk
Fólk
Fólk
Fólk
Nóg aö gera viö frumsýningar hjá Vigdísi
Jón Oddur og Jón Bjarn komnir
á spjöld kvikmyndasögunnar
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982.
Margt manna úr öllum áttum
safnaðist saman í Háskólabíói fyrir
skömmu, þegar þar var frumsýnd
myndin um Jón Odd og Jón Bjarna.
Hún er gerð eftir sögum Guðrúnar
Helgadóttur um þá bræður, en
höfundur handrits og leikstjóri er
Þráinn Bertelsson.
Sagt er að kollegar Guðrúnar úr
sölum Alþingis hafi ekki látið sig
vanta. Kannski þeir hafi viljað bera
saman afrek hennar í kvikmynda-
heiminum og svo i látlausri ba ttu
og þrasi því sem á Alþingi sten ur
stöðugt yfir.
Það eru raunverulegir tvíburar,
þeir Páll og Wilhelm Sævarssynir.
sem leika aðalhlutverkin í myndinm
og fara víst oft á kostum. Hvorugur
gengur þó með alvarlega leikara-
drauma í maganum aðeigin sögn.
Myndin mun vera hin bezta
skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
-JB.
Forsetínn, V/gdís Flnnbogadóttír, mættí i frums ýninguna og srtur hór við hlið leikstjórans, Þráins Barteissonar.
Ekki þykir okkur ófíklegt að það só dóttír hannar, Ástríður sem srtur vinstra megin og mauiar iakkrís upp úr
poka. Ekki fylgdi sögunni hvað það ar sem vekur svo óskipta athygli Ómars Ragnarssonar i sætínu fyrir aftan,
en eitthvaö hafa viðbrögð hans veríð irfieg þvi augu allra nærstaddra gesta beinast að honum, þó að Vigdís
hakfi ró sinni óskiptri.
InnHegar kveðjur ganga þarna ó milli Vigdisar forseta og konu sem við kunnum ekki að nafngreina, en mun vera
eigktkona Óskars Gislasonar, hins gamalreynda myndatökumanns, er hjó þeim stendur.
Uppótæki tvíburanna Jóns Odds og Jóns Bjama vekja hlótur og kótínu, hvort heidur er i bókunum eða komin ó
filmu og liklega eruhöfundurinn og dömumar6 myndinniað rifja upp eitthvertþe'nrra. OV-myndir Bjarn/eifur.
Höfundur bókanna um Jón Odd og Jón Bjarna er Guðrún Helgadóttír,
alþingismaður með meiru, sem hór situr við hlið manns sins, Sverris
Hólmarssonar.
Það ar nóg að gera hjó forsetanum okkar, henni Vigdisi þogar hver
frumsýningin rekur aðra. En ekki er ó henni að sjó að slíkt gerist leiði-
gjarnt tíl lengdar. Aiia vega heilsar hún hór brosmiid og hress upp ó þó
Val Gislason og Rúrik Haraldsson að tjaidahaki eftír frumsýningu Þjóð-
loikhússins ó ieikritínu „Hús skóldsins ". O V-mynd Bjarnieifur.
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982.
15
Mannlíf Mannlíf Mannlíf . Mannlíf
Myrtu eiginmanninn fyrir tveimur árum
Eru núgenginí
hjónaband
Hún er þrjátlu og fjögurra, en hann
fertugur. Þau afplána fangelsisvist fyr-
ir morð á eiginmanni hennar og hafa
þegar setið af sér tvö ár. Dómurinn
hljóðaði upp á lifstiðarfangelsi, en það
Brúðgumlnn: Reynum að fíta aðeins
framó við.
Brúðurin: Hjónabandið mun haida
Hfinu ióst okkar.
aftraði þeim ekki frá því að ganga í
hjónaband fyrir skömmu.
Margaret Chapman og Peter West af-
plána dómana hvort í sínu fangelsinu,
hún í Durham en hann dúsir innan
múranna í London, 450 km vegalengd í
burtu.
Fyrr á árinu hafði þeim verið synjað
um leyfi til giftingar, en þegar Mann-
réttindadómstóllinn hafði gefið for-
dæmi og veitt slíka heimild i öðru til-
felli, þótti ekki stætt á að neita þeim
lengur. Svo nú eru þau hjón.
Athöfnin fór fram á skrifstofu borg-
ardómarans í Durham, árla morguns,
eða nærri klukkustund áður en venju-
legur opnunartími skrifstofunnar er.
Úti fyrir var strangur lögregluvörður
og öllum nærliggjandi götum lokað.
Brúðurin mætti uppáklædd með
fagran blómvönd og með tárin I augun-
um smellti hún snöggum kossi á tilvon-
andi eiginmann sinn áður en athöfnin
hófst. Og þegar öllu var lokið, gafst
lítill tími til frekari atlota, einn stuttur
kveðjukoss og síðan var hinum nýgiftu
hjónum ekiö sínu í hvort fangelsiö að
nýju.
eru Ijósin
í lagi?
mÉUMFERÐAR
Wráð
Þegar þangað kom varð hinum
lukkulega eiginmanni að orði: „Auð-
vitað heföi verið gaman að halda veizlu
og þeysast síðan út I buskann í brúö-
kaupsferð, en það verður að biða betri
tíma og engin ástæða tU að sýta það að
sinni”.
Margir velta eflaust fyrir sér tilgangi
slíks hjónabands. „Við erum ástfang-
inn og giftingin mun létta okkur dvöl-
ina í fangelsinu”.
Við réttarhöldin fyrir tveimur árum
bar Margaret afbrigðilegar kynhvat-
ir eiginmannsins fyrrverandi, sem
ástæðu fyrir morðinu. Lík hans fannst
fljótandi við bryggjusporð, skammt frá
heimiU þeirra og var hann klæddur í
brjóstahöld, blúndubuxur, sUkisokka
og dýrindis náttkjól utan yfir allt sam-
an. Við rannsókn kom I ljós að hjúin
höfðu byrlað honum eitur og barið
hraustlega, áður en þau fleygðu Ilkam-
anumísjóinn.
Margaret kvaö mann sinn, sem var
sá þriðji I röðinni, aldrei hafa elskað sig
eða viljað lifa eðlilegu kynlífi. „Allt
sem hann vildi var að láta kefla sig með
skrautlegum borðum og klæðast nær-
fötunum minum,” sagði hún.
Peter segir um þetta: „Margaret
gekk í gegnum mikla kvöl i hjónabandi
sínu og við eigum eftir að greiða okkar
skuld við samfélagið. En þrátt fyrir það
hugsum við til framtíðarinnar, þegar
viö getum lifað saman sem maður og
kona I eðlilegu hjónabandi”.
Hin nýgiftu hjón skrifast reglulega á
milli fangelsanna og fá einstöku sinn-
um að heimsækja hvort annað. „Ég
man þegar við hittumst í fyrsta skipti
aftur eftir réttarhöldin. Við vorum eins
og börn, grétum af gleði,” sagði Peter.
„Hjónabandið mun halda ást okkar
lifandi og við reynum að líta ekki aftur,
aðeins fram á við,” segir þetta lukku-
lega par, sem svo sannarlega lifir i
óvenjulegu hjónabandi.