Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1982, Side 31
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1982.
31
Sjónvarp
ELÍSA—miðdegissagan kl. 15.10:
I bílaverksmiðju í
París kynnist
Elísa lífinu sjálfu
Fyrir áramótin hóf Sigurlaug Sigurð-
ardóttir, frönskukennari í Menntaskól-
anum við Sund, að lesa nýja síðdegis-
sögu. Nefnist hún Elísa og kom út árið
1967. Vakti hún mikla athygli og var
þegar bæði verðlaunuð og kvik-
mynduð.
Kunn leikkona, Marie José Nat, lék
Elísu.
,,Ég sá kvikmyndina, þegar ég kom
til Frakklands fyrir tíu árum eða svo,”
sagði Sigurlaug. „Mér fannst hún mjög
góð, en svo gleymdi ég henni, þangað
til skáldsagan barst mér í hendur af til-
viljun fyrir nokkru.”
Sigurlaug tók sig sem sagt til og
þýddi söguna um Elísu, sem kemur
ásamt Lucien bróður sínum til Parísar,
þar sem þau bæði fá sér vinnu í bíla-
verksmiðju.
Þau eru frá Bordeaux, systkinin, og
foreldralaus, alin upp hjá ömmu sinni.
Elísa er sjö árum eldri en bróðirinn, og
gengur honum að nokkru leyti i móður-
stað.
Hún ber hann mjög fyrir brjósti og
er ævinlega reiðubúin að styðja hann
allt hvað hún getur. Þegar Lucien vex
upp verður hann pólitískur hugsjóna-
maður. Alsírstriðið er í hápunkti um
þetta leyti. Hann eirir ekki í Bordeaux,
vill fara þangað sem hlutirnir eru að
gerast, heldur til Parísar og Elísa á eftir
honum.
í verksmiðjunni vinnur ungur Alsír-
búi, sem Elísa laðast að. Efnið verður
ekki rakið lengra. Þess má geta að sag-
an heitir fullu nafni „Elísa — eða lífið
sjálft”, en nafnið var stytt svo það yrði
þjálla í kynningu.
Lesturinn í dag er fjórði lestur sögr
unnar, og alls ekki of seint að fara að
fylgjast með.
ihh
SiguHoug Sigurðardóttk þýók og Ims frönsku samtímasöguna B/ísu. Hún ar
málakennari i Monntaskóianum vM Sund. D V-mynd Bjarnlerfur.
UM DAGINN 0G VEGINN - útvarp í kvðld kl. 19.40:
RÓTARSUTINN VISNAR VÍSIR
„Ég býst við að ég munl tala um
gamla fólkið og hvernig að því er bú-
ið,” sagði Hulda Stefánsdóttir, þegar
við spurðum hana um efnið í erindi
hennar í kvöld.
Hulda er þjóðkunn merkiskona.
Hún varðl9 ára skólastýraKvennaskól-
ans á Blönduósi, og síðan gegndi hún
sama starfi við Húsmæðraskóla
Reykjavíkur í tólf ár. Hún bjó lengi að
Þingeyrum og var flest árin organisti í
kirkjunni þar.
„Mér hefur aldrei fundizt vel gert við
gamla fólkið,” sagði hún ennfremur.
„Því er ýtt til hliðar, það flækist fyrir.
Unga fólkið vill losna við það og sýnir
því miskunnarleysi.
Þorsteinn Erlingsson orti á sínum
tíma: ,,Ef fylgir þér einungis hin aldr-
aða sveit þá ertu á vegi til grafar. . .”
Þetta finnst mér illa sagt. Mér hefur
fundizt ég læra meira af gömlu fólki en
nokkrum öðrum.”
Hulda bætti við að gamalt fólk væri
síður en svo einlit hjörð. „Þessi hefur
dregið ýmsar ályktanir af lifínu, og
annar hefur komizt að allt öðrum nið-
urstöðum.”
Svo minnti hún á, að sambandið
milli kynslóðanna mætti ekki rofna,
því „rótarslitinn visnar vísir”.
ihh
ij ‘d
‘fj; * ||1É||
VECTOR GRAPHIC TÖLVUR
TVOFflLDflR I ROBIHU? HVflB ftTTU VIB? VECTOR?
fillar tölvur Koma til landsins iseS ákveina stafageri ir.rbugg:
flytja þessar tölvur ínn, og hafa getu til, skipta us stafakubta.
vii ekki - VIB BITUH ÖBRUH VIB!
ke11a gerur» vi0 vi0 VECT0R 101 vurn3r. Þe11a gerir þér k 1 eift a4 vi
forrit sera eru skrif'uð rsel íslenskus stöfus og eins erlend forrit
1 e g u s t a f a s e 11 i t ö 1 v u n n 3 r.
íECiuR tölvur bjoía upp á þennan söguleika ásaat- sörqu öSru. Vií
lja aí'r'ir vilja geta sýnt þér þetta sasa á sínus tölvus, en
eru^ VECTOP. tölvurnar ses hafa óvi*jafnanlega söguleika. CR/H
staiall, sem tryggir þér sest vaxandi úrval hugbúnaSar og S-188
■r jgg1r þhr einnig sest vaxandi úrval aukabúnaSar f yrir örtöIvur,
eru aalin á hreinu. Vilt þú hafa þín mál á hreinu?’
ses
t.
2 Q j 1 * ^
: : ’ r-
r - *
P/M -:*■
r 1 k 8 r
HICROTöLVfl
Síiusúla 22, 185 Reykjavik, simi ?!-?:C4ð
Tolvur - Forrit - Forritunarþjónusta - Hönnun -
Veðrið
Gert er ráð fyrir óbreyttu veðri,
hægri norðaustanátt um landið,
|bjart á Suövesturlandi og um vest-
anvert Norðurland. Smáél við
norðausturströndina og norðantil á
Vestfjörðum.
Kl. 6 i morgun var á Akureyri
alskýjað -6, Bergen léttskýjað -7,
Helsinki snjókoma -15,
'Kaupmannahöfn slydda +1,
Osló léttskýjað -19, Reykjavík
heiðríkt -10, Stokkhólmur
snjókoma-15.
Veðrið
hér
og þar
Kl. 18 i gær Berlin skýjað,
Chicago skýjað 0, Feneyjar létt-
skýjað 10, Frankfurt skýjað 10,
Nuuk skýjað -10, London skýjað
;10, Mallorka skýjað 13, Montreal
|skýjað-2, París léttskýjaðO, Vín 3.
Gengið
iGangbskráning nr. 249. |30. desember 1981 kl. 09.15. Ferða
Ekikigk 1.12.00 K»UP
1 Bandarfkjadollar 8,193 8,217 9,038
1 Steriingspund 15,679 16,625 17,187
1 Kanadadollar 8,923 6,943 7,637
1 Dönsk króna 1,1102 1,1134 1,2247
1 Norsk króna 1,4017 1,4058 1,5463
1 Ssensk krónc 1,4704 1,4747 1,8221
1 Finnskt mark 1,8718 1,8773 2,0850
1 Franskur franki 1,4292 1,4334 1,5767
1 Belg. franki 0,2136 0,2142 0/2356
1 Svtssn. franki 4,5418 4,5649 5,0103
1 Hollenzk florina 3,2861 3,2967 3,6262
1 V.-þýzkt mark 3,6140 3,6246 3,9870
1 (töhkllm 0,00678 0,00680 0,00748
1 Austurr. Sch. 0,6168 0,5173 0,6690
1 Portug. Escudo 0,1248 0,1252 0,1377
1 Spánskurpesetí 0,0840 0,0842 0,09262
1 Japanskt yen 0,03727 0,03738 0,04111
1 Irskt ound 12,883 12,921 14,213
8DR (sérstök 9,5118 9,6398
drítt»ir*ttlndil
01/09
SfmsvMÍ v«gna gangbakréningar 22190.