Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 8
DAGBLAÐID & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. Kefívíkingar Suðumesjamenn Myndlistadeild Baðstofunnar byrjar starfsemi sína 12. janúar. Innritun og greiðsla skólagjalda að Hólabraut 9, 8. janúar frákl. 17—22. Upplýsingar í síma 92-1142. Útlönd Útlönd Útlönd NAMSKEIÐ Ný námskeið í manneldisfræði (hollt matar- æði og heilsuvernd) hefjast 12. janúar. Námskeiðin fjalla m.a. um eftirfarandi atriði: ★ Grundvallaratriði nœringarfræði ★ Innkaup, vörulýsingar, vörumat og auglýsingar. ★ Fæðuval, mataræði mismunandi aldursflokka: ungbarna, skólabarna, unglinga, fullorðinna og barnshafandi kvenna. ★ Gerð matseðla, matreiðsluaðferðir, uppskriftir (hollir, Ijúffengir, sjaldgæfir réttir). 12VIKNA MEGRUNARNÁMSKEIÐ hefst 12. janúar. (Bandarískt megrunar- námskeið sem hefur notið mikilla vinsælda og gefið mjög góðan árangur). Munið að aðeins rétt nærður einstaklingur getur vænzt bezta árangurs í námi, leik og starfi. Upplýsing- ar og innritun í síma 74204. Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræðingur 19 000 Frumsýnir: EILÍFÐARFANGINN m 'mm; m m r'i" „ i Sprenghlægileg, um furðufugla i furðufangelsi með RONNIE BARKER og fleiri góðum. Leikstjóri: DICK CLEMENT íslenzkur texti Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11. Skriðdrekar við vörzln á gðtn i Gdansk þar sem nú rikir vonzkuveður, blindhrið og skafrenningur. „YHRVOLMN ERU MORÐINGJAR” — segir einn foríngja Einingar íávarpi til félaga sinna, sem hann hvetur til að mynda leynilegar verkf allsnef ndir Einn af foringjum hinnar óháðu verkalýðshreyfingar Póllands hefur hvatt pólska verkamenn til þess að skipuleggja verkföll með leynd. hann hvetur þá þó til að grípa ekki til of- beldis gegn herlagayfírvöldum. ”Munið, að yfirvöldin eru morð- ingjar,” segir Zoigniew Janas, foringi Einingar í Ursus-dráttarvéla- verksmiðjunum skammt frá Varsjá. ”Þau láta sér i léttu rúmi liggja hve marga þau skjóta, ef það þjónar hagsmunum þeirra.” Nokkrir ganga lausir Janas skrifar þessar hvatningar í neðanjarðarrit Einingar. Skorar hann á verkamenn að mynda leyni- verkfallsnefndir til undirbúnings alls- herjarverkfalli. Hvetur hann félaga sína um leið til að dreifa leyniriti Ein- ingar eins viða og unnt er. Wladyslaw Frasynuk, einn af ör- fáum foringjum samtakanna sem enn gengur laus, lýsti því yfir í bréfi til Einingarmanna að samtökin væru síður en svo liðin undir lok þrátt fyrir innleiðingu herlaga. Báðir vara verkamenn við beinum mótþróa við yfirvöld. Segja þeir að of miklu blóði hafi þegar verið út- hellt. Til viðbótar þessum tveim er vitað um nokkra aðra forystumenn Eining- ar, sem ganga lausir ennþá. Þar á meðal þrímenningarnir sem skipu- lögðu verkföliin í ágúst 1980: Bogdan Lis, Alina Pinkowska og Bohdan Borusewics, sem öll eru frá Gdansk. Hungurverkfall í fangelsi Margir af helztu forvígismönnum Einingar eru hafðir í haldi í Bialol- eka-fangelsinu skammt frá Varsjá. Kvisazt hefur þaðan að fangarnir þar ráðgeri hungurverkfall til að mót- mæla aðbúnaðjnum. — Heyrzt hefur að einhverjar hreinsanir hafi verið gerðar meðal starfsliðs fangelsisins. Meðal annars hefur fangelsisstjórinn verið látinn víkja fyrir of mikla mildi við fanga, sem fólst í því að leyfa þeim að mynda kór, efna til tungu- málanámskeiða og halda fyrirlestra. Blaðamenn og kennarar undir nánu eftirliti Aðrar fréttir gefa tU kynna, að herlagastjórnin sé smám saman að ná traustu taki á öðrum þáttum þjóðlífs- ins. Blaðamenn hafa t.d. verið kall- aðir fyrir einn og einn í senn og yfir- heyrðiraftíu spyrjendum um stjórn- málaskoðanir þeirra. Þeir blaðamenn sem þegar hafa gengið undir prófið segja að ekki hafi dulizt að spyrjend- ur hafi fyrirfram verið búnir að ákveða hvort þeir fengju áfram að stunda starf sitt eða ekki. í menntaskólum finna nemendur áberandi mun á kennslunni síðan hún byrjaði aftur. Nú er einkennisklædd- ur liðsforingi sitjandi á stól í hverri kennslustofu til þess að fylgjast með kennurum og nemendum. Að lokn- um skóladegi eru kennarar boðaðir á fundi með majórum úr hernum og fulltrúum úr menntamálaráðuneyt- inu. Á þeim fundum er hamrað á nauðsyn aukins aga og meiri áherzlu á innrætingu föðurlandsástar. Lítt fjölgar Svíum . Svíum fjölgaði aðeins um 6000 á árinu 1981 og er þetta lægsta fólks- fjölgunartala í sl. 100 ár. Fæðingar voru 94.000 á móti 91.000 dauðsföltum og hefur ekki verið svo lítill munur á þessum tölum í 171 ár. Innflytjcndum fæk'kaði einnig um 19%. Voru þeir í ár 32 . 000 á móti 29.000 útflytjendum. Hefur tala út- fiyijcnda haldizt svipuð undanfarin- ár, en hins vegar hafa innflytjendur. ekki verið svo fáir síðan árið 1973. Smygl fyrir milljónir Brezkum tollvöröum tókst að góma'86,79 kíló af smygluðu heróíni á liðnu ári eða 128% meira magn en á árinu 1980. Áætlað gangverð á magni þessu, hefði það komizt á almennan markað, eru 16,5 milljónir sterlings- punda. Um 10% af heróíninu átti að fara til annarra landa í gegnum Bretland. Mínna var um kókaínsmygl en áður og þakka tollveröir það vel heppnuðum aðgerðum gegn stór- smyglurum i þeim bransa. Séu öll eiturlyf talin, er tollvörðum tókst að komast yfir á liðnu ári, nemur áætlað heildarverð gómaðs smygls 51,7 milljónum sterlingspunda. Verkfall hjá Ford Rúmlega 11.000 starfsmenn Ford- verksmiðjanna í Bretlandi lögðu niður vinnu sína í gær til að mótmæla kjarasamningum við fyrirtækið er samþykktir voru af 14.000 starfs- félögum þeirra. Vilja harðlinumenn innan verkalýðssamtakanna meiri kauphækkun en samningurinn gerir ráð fyrir en verkalýðsleiðtogar vilja að verkföllum verði frestað. Fordverksmiðjurnar eru að visu í eigu Bandaríkjamanna en framleiða flesubíla allra sambærilegra fyrir- tækja í Brctlandi, eða 3 af hverjum 10 seidum bílum þar í landi. Til vinnustöðvunar kom i 24 verk- smiðjum fyrirtækisins, i átta voru samningarnir samþykktir en í tveim- ur var þeim hafnað án þess að verka- menn legðu niður vinnu. Ekkert lyf gegn Nefnd sérfræðinga er starfar á vegum fræöslu- og lyfjaeftirlitsins í Bandaríkjunum hefur kveðið upp þann úrskurð að ekkert lyf geti í rauninni hjálpað fólki til að hætta að reykja. Er hér átt við lyf þau er fást á almennum markaði án lyseðils og auglýst eru til slíks brúks. Þeir sögðu þó að tvö efni væru verð nánari könnunar. Fæst annaö úr plöntu og sýnir svipaða eiginleika og nikótín, en hitt er silfuracetat, salt sem á að gefa óbragðaf tóbaksreyk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.