Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Qupperneq 16
16
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982.
Spurningin
Hefur þú fylgzt náið
með efnahagsmálum
þjóðarinnar upp á
síðkastið?
Sigríður Guðmundsdóttir: Nei, ég get
ekki sagt það. AUa vega ekki svo náiö
aö ég hafi lausn þeirra i sjónmáli.
Ingibjörg Guðmundsi'óttir: Nei, ekki
náiö. En ég kíki ann.ið slagiö á þetta
fyrirbrigði.
Ragnheiður Suorrmdóttir: Nei, þaö hef
ég ekki gert. Ég hef einfaldlega ekki
hugmynd um hvaö er aö gerast i þeim
efnum núna. Svo hef ég Uka svo litiö vit
áþessu.
Bjöm Lindal: Ekki nógu vel. Ég veit
þó vel hvað er aö gerast hverju sinni.
T.d. er ástandið um þessar mundir
mjög ógnvænlegt.
Jóhann Guðlaugsson: Auövitaö
fylgjast allir með þeim af meira eða
minna kappi. Astandið í dag er eins og i
Póllandi, þaö er hver höndin uppi á
móti annarri.
Halldóra Sigurðardóttir: Nei, en ég
gerði það hérna áöur fyrr. En maður er
orðinn þreyttur á þessu núna.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Móðir telúr Utla ástæðu hafa verið til þess að fárast yfir auglýsingu innheimtu-
deildar sjónvarpsins, en öðru máU gegni með auglýsinguna fyrir Láttu mig
gráta.
AKIÐ MEÐ
UÓSIN Á í
Vegna bókarinnar LÁTTU MIG GRÁTA:
Auglýsingin er til skammar
Móðir hringdi:
Það gekk ekki svo lítið á, þegar
innheimtudeild sjónvarpsins dirfðist
að slá á léttari strengi og kom með
hina margumtöluðu „dillibossa-
auglýsingu”. Þá ætlaði allt vitlaust
að verða og ekki var þó tilefnið
mikið.
Nú er hins vegar svo sannarlega á-
stæða til þess að kvarta undan
auglýsingu í sjónvarpinu. Það er
auglýsing á vegum Samhjálpar, að
mér skilst, og er henni ætlað að
hampa bók með heitinu Láttu mig
gráta.
Maður situr þarna i sára sakleysi
með ung börn fyrir framan
sjónvarpið, þegar allt í einu birtist
viðbjóöslegur ofbeldisþáttur og það I
auglýsingatilgangi. Hópur ofbeldis-
seggja veifar leðurólum að nazista-
sið, fettir upp á granir sér eins og
villidýr og eltin dauðhræddan ungan
mann upp einhvern brunastiga,
þangað til hann hrapar.
Hvernig stendur á að sjónvarpið
birtir þetta? Svo má maður gjöra svo
vel að róa bömin sin fram eftir öllu
kvöldi.
Auk þess er ekki nokkur leið aö
fá neinn botn í hvað aðstandendur
þessarar auglýsingar meina með
henni. Maður gæti haldið að hér væri
verið að hampa sjúklegum
hneigðum. Auglýsingin er til
skammar.
Mynd þessi var á forsíóu þýzka blaðsins Der Spiegel og sýnir póiska verka-
lýósleiðtogann Lech Walesa og rússneska björninn.
Vegna Póllands:
„Kommamir ættu
að fjasa meira
um verkfallsrétt”
- skrífar verkamaður
Verkamaóur skrífar:
Ástandið í Póllandi hefur sýnt
okkur svart á hvítu hversu mikla
virðingu Sovétrikin, eða Rússar, bera
fyrir tilverurétti hins almenna
verkamanns.
Eining, samtök óháðra verka-
lýðsfélaga í Póliandi, hefur nú verið
murkuð niður og þar með allur
hennar ágæti árangur. Ekki máttu
þeir við ofureflinu, vesalings
mennirnir og nú verða forustumenn
Einingar sennilega látnir hverfa eða
veslast upp í Siberíu.
Kommarnir ættu að fjasa meira
um verkfallsrétt og sjálfsagt vald
alþýðunnar. Tékkóslóvakía, Ung-
verjaland og nú seinast Pólland sýna
nú bezt hvernig farið er með
verkamenn og þeirra rétt, þar sem
þessir andskotar ná völdum.
Ég sendi ykkur mynd af forsiðu
þýzka blaðsins Der Spiegel, sem mig
langar til að biðja ykkur að birta, því
hún sýnir pólska verkalýðsleiðtogann
Lech Walesa og það farg sem honum
tókst þó lengi að axla.
Er það þessi tegund af „frelsun”
sem kommarnir vilja kalla yfir okkur
fslendinga? Já, þeim ferst að tala
fögrum orðum um verkfallsrétt og
gildi launþegasamtaka. Á þessu
fleyta þeir sér svo inn á þing — en til
þess að koma hverju I kring, mér er
spurn?
SKAMMDEG
INU — notið stef nuljósin
Bílstjóri skrifar:
Hvernig stendur á því að margir
bílstjórar aka um götur borgarinnar,
eins og það sé um að gera að
halda því leyndu fram á síðustu
stundu hvort þeir ætla að beygja eða
jekki? Þessi akstursmáti getur verið
mjög óþægilegur fyrir aðra umferð
auk þess sem af honum stafar
slysahætta. Það er sjálfsagt að nota
stefnuljósin og það í tæka tíð; ekki í
blábeygjunni.
Ég vil einnig gera að umtalsefni
hve margir bílstjórar slá slöku við að
aka með ljósum. Það er mjög
varasamt í skammdeginu, ekki sizt ef
þeir eru á gráum eða drapplitum
bílum. Aðspurðir segjast sumir þeirra
alls ekki þurfa að kveikja ljósin, því
þeir sjái ágætlega til fram eftir öllu.
Það kann að vera, en málið er, að
þeirsjástekki.
Verður of lítið úr
Húsnæðismála-
stjórnaríánunum?
Er óhentugu greiðslufyrírkomulagi um að kenna?
Árni Sigurjónsson hríngdi:
Mig langar til þess að koma
athugasemd á framfæri í sambandi
við húsnæðismálastjórnarlán. Ég er
einn þeirra mörgu sem eru að
byggja.
Þegar maður fær byggingarleyfi
er hægt að sækja um húsnæðismála-
stjórnarlán, síðan tekur eina 6
mánuði, eftir að hús er orðið fokhelt,
að fá fyrsta þriðjung þess út-
borgaðan.
Það er ekkert tillit tekið til þess,
að sumt fólk getur ekki leyft sér að
bíða með að flytja, þar til það fær
þessa aura í hendurnar. Ef það býr í
íbúð, þarf það oft að selja ofan af sér
og/eða velta undan sér öðrum lánum
með öllum hugsanlegum brögðum,
til þess að fara ekki á hausinn með
alltsaman.
Á þessum tímum efnahags-
erfiðleika og húsnæðisskorts, finnst
mér óþarfa silagangur vera
allsráðandi í þessum efnum, enda
verður fólki oft harla lítið úr
húsnæðismálastjórnarlánunum.
Tæplega er þeim ætlað að hrökkva
einungis fyrir vöxtum og kostnaði af
öðrum lánum.
Væri ekki meira vit I því að maður
fengi þessa aura í hendurnar, þegar
hús er orðið fokhelt og peninganna er
mest þörf? Ætli slík fyrirgreiðsla
myndi ekki greiða töluvert úr hús-
næðisvandanum?
| Árni Sigurjónsson telur
húsnæðismálastjórnarlánin fara fyrir
IICA K„l fAII. (U