Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1982. 17 Myndin sýnir líkan að fyrirhaguðum byggjngarframkvæmdum á Laugaríunum Hönnuður er Knútur Jeppesen. DV-mynd: Bjarnlei Bygging 30 raðhúsa heimiluð við Vesturbrún: Laugarásinn í brenni- depli byggjenda á ný —búast má við handagangi í öskjunni við úthlutun lóða í samræmi við ákvörðun um þétt- ingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú verið ákveðið og samþykkt að heimila byggingu 30 raðhúsa á háhæð Laugarássins. Verða þau staðsett rétt sunnan háhýsanna við Austurbrún 2 og 4. Verður aðkeyrsla að húsunum frá Vesturbrún. Knútur Jeppesen er hönnuður hús- anna og i samtali viö hann kom fram að þau yrðu að meira eða minna leyti tengd saman. Er það gert til að auka skjól við húsin því býsna vindasamt getur orðið á háhæðinni. Myndast oft sterkir sviptivindar við háhýsin. Ennfremur er ætlunin með samtenging- unni að koma í veg fyrir að íbúar há- hýsanna geti að vild fylgzt með gerðum þeirra sem búa í raðhúsunum. Um er að ræða þrjár mismunandi út- gáfur raðhúsa. Tvær þeirra eru jafn- stórar, um 200 m2 hvor, en sú þriðja er um 160 m2 að stærð. Bygging húsanna er fyrirhuguð í vor. Má fastlega gera ráð fyrir að handagangur verði í öskj- unni þegar að lóðaúthlutun kemur. Fleiri hundruð umsóknir úm bygginga- lóðir liggja nú þegar fyrir. Laugarásinn hefur verið eitthvert dýrasta svæði borgarinnar og hafa íbúðir og hús þar gengið kaupum og sölum á verði langt umfram það er viðgengizt hefur í öðrum bæjarhlutúm. -SSv. Unniðá fulluvið rannsókn starfsemi Videosón ”Það er unnið að rannsókn málsins af fullum krafti en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en i mánaðarlok,” sagði Arnar Guðmundsson hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins sem vinnur nú að rannsókn á starfsemi Videosón. í kjölfar niðurstaðna myndbanda- nefndar, sem menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, skipaði í haust, var farið fram á rannsókn á starfsemi Videosón. Komst myndbandanefndin að þeirri niðurstöðu að starfsemi fyrir- tækisins væri með öllu ólögleg. -SSv. Selfoss: Kjötvinnslu- f ólkið vann á vöktum — sóknin íhangikjötið fyrir jóiin svo mikii að herða varð á vinnslunni Hér er sól og alltaf alautt svo fólk hefur ferðazt mikið um þessa stórhátíð að hitta vini og skyldmenni sín. Aldrei verið keypt meira af hangikjöti að sögn matvælaráðherrans í verzluninni Höfn og Kaupfélagi Árnesinga, en kaupmað- urinn í verzluninni Höfn sagði mér að það hefði engin hangikjötssala verið fyrr en eftir miðjan desember, en þá jókst salan svo mikið að kjötvinnslu- fólkið varð að vinna á vöktum til þess að fuUnægja eftirspurninni éftir hinu góða hangikjöti. Iönaöarmenn byggja hér íbúðarhús af fullum krafti með stórvirkum tækj- um. Hér sést sólin allan ársins hring og þar af leiðandi er aldrei drukkið sólar- kaffi á Selfossi eins og á Austfjörðum. Ég sakna þess að fá ekki sólarkaffi og grautaríummur, en ég mun drekka sól- arkaffi 14. janúar en þá sést sóUn á Eskifirði ef vel viðrar. Regína, Selfossl/ -SSv. Reykjavíkurprestar heimsækja starfs- félaga á Kjalarnesi Prestar í Reykjavíkurprófastdæmi munu nk. sunnudag, 10. janúar, heim- sækja presta í Kjalarnesprófastdæmi og stíga í stóla hjá þeim. Það er Presta- félags Suðurlands sem stendur fyrir- þessari tilbreytingu og skipuleggur hana. Markmiðið er að efla og auðga allt innra starf kirkjunnar með nánari kynnum á milli presta og safnaða. Um kvöldið kl. 18.30 verður kvöld- vaka fyrir presta í Prestafélagi Suður- lands og maka þeirra að Garðaholti við Garðakirkju, sem prestar í Kjalarnes- prófastdæmi munu sjá um. -JH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.