Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1982, Qupperneq 36
Mikill æsingur á gðtum Self oss f gærkvöld: Ráðizt að lögreglu með flösku- og grjótkasti Mikill æsingur greip um sig á götum Selfoss í gærkvöldi og þurfti lögreglan aö fjarlægja um þrjátíu manns af þeim sökum. Hin árlega þrettándagleði fór fram á Selfossi í gærkvöldi en undanfarin ár hefur sú gleði kostað múgæsing. Lögreglan á Selfossi var því viðbúin látum að þessu sinni og hafði fengið aukalið frá Reykjavík sér til hjálpar. Strax er skemmtunin var að byrja þurfti lögreglan að byrja að fjarlægja fólk vegna óspekta. Æstist leikurinn til muna er leið á kvöldið en þá var haldinn dansleikur í Selfossbíói. Nokkur ungmenni reyndu að loka götum bæjaris og er lögreglan reyndi að stöðva leikinn var hafizt handa gegn henni. Ungmennin köstuðu flöskum og grjóti að lögreglumönnum og hlutu nokkrir þeirra meiðsl. Þá var einn af lögreglubílum grýttur. Einnig var nokkuð um rúðubrot í bænum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var gífurlegur mannfjöldi saman- kominn í bænum og margir komnir langt að. Það munu þó einungis hafa verið heimamenn sem í óiátunum stóðu. Þá sagði lögreglan að búizt hefði verið við átökum eftir reynslu fyrri ára. Ekki var vitað hvaða stefna yrði tekin í áframhaldandi þrettánda- gleði á Selfossi. Margir munu þó telja að bezt væri að leggja gleðina niður. -ELA. A Akureyri héldu Þórsarar sína úrlegu álfabrennu og dans f gœr- kvöldi að viðstöddu miklu fjölmenni. Fremur kalt var í veðri en fólk yljaði sér við eldinn og hér sést hluti af göngu þátttakenda í þrettándagleðinni. (D V-mynd GS Akureyri) Vestmannaeyjar: í NETAGERÐINGÓLFS BRUNI Stórbruni varð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi er eidur kom upp í Netagerð Ingólfs. Eldurinn kom npp í þaki ný- byggingar fyrirtækisins um kl. 21.30. Það tók slökkvilið staðarins um hálfa þriðju klukkustund að ráða niður- lögum eldsins. Að sögn Eliasar Baldvinssonar að- stoðarslökkviliðsstjóra var mikill eldur er að var komið, aðallega í vesturenda hússins. Slökkvistarf var allt mjög erfitt, mikið frost og snarpur norðan- vindur. Fjöldi sjálfboðaliða aðstoðaði slökkviliðið við slökkvistarfið en rjúfa þurfti þekju hússins að nokkru leyti. Skemmdir urðu mestar á þaki neta- gerðarinnar en veiðarfæri, síldar- og loðnunætur voru í eldtraustum geymsl- um á neðri hæð hússins. Elías sagði að það hefði verið mesta mildi, því ella hefði illa farið. Brunavakt var við netagerðina í nótt. Eldsupptök eru ókunn en slökkviliðs- menn töldu nokkrar líkur á því að flug- eldur hefði valdið íkveikjunni. Þrett- ándagleði Eyjamanna stóð einmitt sem hæst er eldurinn kom upp. -JH/FÓV Vestmannaeyjum. Stálfélagsmenn gefast ekki upp en... AÐEINS EIN MILUON SAFNAÐIST í HLUTAFÉ ,,Enn liggur ekki ljóst fyrir, hvenær Stálfélagið verður stofnað. Ég geri þó ráð fyrir að það geti orðið í febrúar eða marz,” sagði Jóhann Jakobsson efnaverkfræðingur, er DV spurði hann hvað liöi undirbúningi að stofnun Stáifélagsins. Sag-'ii Jóhann að stofnun slíks fyrirtækis væri mjög þörf. Þrátt fyrir það hefði söfnun hlutafjár ekki gengið sem skyidi. Upphaflega hefði verið gert ráð fyrir að hlutafé næmi um 30 milljónum króna. Með þeirri upphæð hefði verið unnt að stíga skrefið til fulls og stofna fyrirtæki sem gæti brætt járnið, valsað og fullunnið það. Þess i stað yrði nú farið af stað með eina milljón. Yrði stofnað starfandi hlutafélag, sem ýtti á og byrjaði að nýta alla möguleika sem tiltækir væru til að hefja bræðsluna. „Við munum halda hlutafjár- söfnun áfram,” sagði Jóhann. „Hún hefur gengiö hægt og sígandi. Mörg hundruð manns hafa gerzt hluthafar en hlutirnir eru smáir. Við þurfum að safna 10 milljónum í hlutafé til að geta hafið bræðslu. ” Eins og DV hefur greint frá, varð nokkur ágreiningur um Ióðaleigumál Stálfélagsins. Hluti stjórnarmanna hjá Landgræðslusjóði hafði leigt Stálfélagsmönnum lóð norðan við Álverið i Straumsvik. Aörir stjórnanarmenn hjá Land- græðslusjóöi neituðu að samþykkja leigusamninginn. Aðspurður um þetta atriði sagði Jóhann að samningurinn við Landgræðslusjóð stæði að sínu mati óbreyttur. Hefði verið gengið frá því máli í nóvember. Kristinn Skæringsson stjórnar- maður hjá Landgræðslustjóöi sagöi I samtali við DV að stjórnin hefði enn enga ákvörðun tekið um leigu umræddrar lóðar og ekkert veriö samþykktiþeimefnum. -JSS. fifálsl, óháð dagblað ■ FIMMTUDAGUR 7. JAN, 1982. Fram- kvæmdir hefjast brátt hjá Seðlabanka Brátt líður að því að Seðlabankinn geti hafið byggingu sex hæða stórhýsis og bílageymslu, 1579 rúmmetra að stærð, við Kalkofnsveg. Umsókn bankans uam byggingar- leyfi var tekin fyrir hjá bygginganefnd Reykjavíkurborgar 30. desember sl. Þar var ákveðið að fresta veitingu leyf- anna. Að sögn Gunngeirs Péturssonar ritara nefndarinnar var það fyrst og fremst gert vegna þess að brunatækni- lega hönnun vantaði í skrifstofubygg- inguna. Þá ákvað bygginganefnd að leita eftir umsögn umferðardeildar vegna aðkomu í bílageymsluna. Sagði Gunngeir að Ijóst væri að laga þyrfti Kalkofnsveginn að hluta til að bílar ættu greiða leið inn og út úr bíla- geymslunni. Væri þó ekki um stórvægi- legar lagfæringar að ræða. Gunngeir sagði ennfremur, að álit hefði nú borizt frá brunamálastjóra rikisins varðandi eldvarnir í húsinu. Væri beðið eftir umsögn umferðar- deildar. Að því fengnu yrði hægt að af- greiða málið, sem trúlega yrði gert M.þessamánaðar. —JSS Elduríhúsi við Vitatorg Eldur kom upp í gömlu steinhúsi við Vitatorg um hálftvöleytið í gærdag. Mikill reykur var um húsið og þá sér- staklega í stigagangi og risi. Fjórir reykkafarar fóru inn í húsið með há- þrýstislöngur og tók um 25 minútúr að slökkva eldinn. Talsverðar skemmdir urðu á húsinu en engin slys á fólki. Þrettán manna iið slökkviliðsins tók þátt í slökkvistarfi og var síðan haldin vakt við húsið fram á kvöld. Ekki er vitað um eldsupptök. -ELA. Þá er vinstri meirihlutinn í borginni farinn að berjast gegn ríkisstjórninni meö þvf að segja öllum upp hjá BÚR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.