Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Síða 3
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982. 3 Byggingahappdrætti SÁÁ, nú bilar íboði: 70ÞUS- UNDKONUR FÁNHDA ÍPÓSTl —byrjað að byggja nýja sjúkrastöð f vor Það var frísklegur og kappsamui hópur sem safnaðist saman í húsakynn- um SÁÁ við Síðumúla í gærdag til afi< pakka þar í umslög miðum í fyrirhug- uðu byggingahappdrætti félagsins. „Já, við ætlum að fara að byggja,” sögðu þeir Hendrik Berndsen og Grétar Bergmann, sem mættir voru á staðinn og pökkuðu af kappi. ,,Nú er það sjúkrastöð sem reisa áviðGrafarvog í Reykjavik og mun hún (aka við af Silungapolli. Þar verða þó mun fleiri rúm eða í kringum 60 talsins og öll að- staða mun betri enda verður húsið í kringum 1500 fermetrar. Við byrjum að byggja í vor og ætlum að vera flutt inn fyrir jól.” í byggingahappdrættinu verða sendir út 140 þúsund miðar alls og tekið upp á þeirri nýbreytni að viðtakendur eru allt konur. Alls verða það 70 þúsund konur sem fá heimsenda tvo happdrættismiða hver. „Okkur þykir vænlegra til árangurs að senda konum happdrættismiða en körlum. Þær fá alltaf miklu færri gluggaumslög í póstinum og meiri von til þess að þær sinni málum sem þess- um,” sögðu þeir félagar. Vinningar í happdrættinu eru ekki af verri endanum eða níu glænýjar bif- reiðar. Þar af eru 7 af gerðinni Mitsubishi Colt, 1 Saab Turbo og 1 Opel Ascona. Ekki er langur tími til stefnu því dregið verður 7. april. Er stefnt að því að koma öllum miðunum út í þessari viku. Fólkið sem mætt var í gær var af öll- um stærðum og gerðum en átti það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á því starfi sem hjá SÁÁ er unnið. Og sem merki um almennan áhuga fyrir félaginu má nefna að þegar það spurð- ist til Nýja kökuhússins, að verið væri að vinna hjá SÁÁ í gærdag, sendu þeir góðan skammt af glænýju bakkelsi f yrir mannskapinn að gæða sér á. -JB ÞaO var holdur batur pakkað af kappi í gœrdag on létt yfír öllum, oða eins og e/nn orðaði það: „Það ar fátt skemmtilegra hekktr en að v/nna með edrú alkóhólistum og aðstandendum þeirra. Þvi fylgir atveg sórstök stemmning." DV-mynd Friðþjófur Prófkfðr aiira stfómmélafíokka í Kópavogi fór fram á iaugardag og var þvi í raun „generaiprufa" fyrir kosntng- amari vor, sem fara fram á iaugardegií fyrsta skiptí. DV-myndFriðþfófur Sameiginlegt prófkjör flokkanna íKópavogi: i ■ Rúmlega 2600 manns kusu í próf kjörinu Sameiginlegt prófkjör stjórnmálaflokkanna fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar fór fram sl. laugardag. Alls tóku 2604 þátt i próf- kjörinu en rúmlega 9500 manns munu verða á kjörskrá við bæjar- stjórnarkosningarnar. Listi Sjálfstæðisflokksins fékk alls 1059 atkvæði og var röðun efstu- manna þannig: 1. Richard Björgvins- son 619 atkvæði, 2. Bragi Michaels- son 671, 3. Ásthildur Pétursdóttir 651, 4. Guðni Stefánsson 578, 5. Arnór Pálsson 524 og 6. Jóhanna IThorsteinsson 335. Kosningin var 'bindandi í fimm efstu sætin. Alls kusu 372 lista Alþýðuflokks- ins í prófkjörinu. Guðmundur Odds- son varð í fyrsta sæti og Rannveig Guðmundsdóttir í öðru, en þau hlutu bæði bindandi kosningu. í þriðja sæti varð Kristín Viggósdóttir, 4. Einar Long Siguroddsson, 5. Sigríður Einarsdóttir og 6. Hrafn Jóhanns- son. Listi Alþýðubandalagsins hlaut 595 atkvæði. Fyrsta sæti hans skipaði Björn Ólafsson með 324 at- kvæði, 2. Heiðrún Sverrisdóttir 318 atkvæði, 3. Snorri Konráðsson 317, 4. Lovísa Hannesdóttir 260 , 5. Ás- mundur Asmundsson 233 og 6. Hjálmdís Hafsteinsdóttir og Agústa Sigurðardóttir, báðar með 229 at- kvæði. Kosningin var ekki bindandi í sæti. í prófkjörinu kusu 560 lista Fram- sóknarflokksins. Efstu sætin eru þannig skipuð: 1. Skúli Sigurgríms- son 249 atkvæði, 2. Ragnar Magnús- son 219, 3. Jón Guðlaugur Magnús- son 166, 4. Katrín Oddsdóttir 210, 5. Bragi Árnason 230 og 6. Guðrún Einarsdóttir. 265 atkvæði. Kosningin var ekki bindandi í sæti en til þess þurfti 50% greiddra atkvæði. ÓEF 10% AFSLÁTTUR 8.-13. marz VAL STRANDGÖTU 34 HAFNARFIRÐI - SlMI 52070. KASSETTUTÆKI KX-70: Sjálfvirkur lagaleitari. Innstill- ing fyrir síendurtekna spilun á sömu kassettuhliðinni eða sama laginu. Sér- stakur upptökurofi fyrir hljóðnema sem gerir mögulegt að syngja eða tala ofaní upptökur. Tveir DC mótorar og Amor- phous Alloy tónhaus, upplýstur tveggja lita upptökumælir og innbyggt DOLBY kerfi. Stilling fyrir Normal METAL og CrOp . Tón- og suðhlutfall betra en 68dB, tíðnisvörun 20-18kHz, gang- hraðafrávik minna en 0,04% (WRMS), rafeindastýrðir snertirofar. Afborgun- arskilmálar: Útb. 1500 kr. Afg. á 4 mán. Staögreiðsluverö 4.750.- 0KENWOOD ) KENWOOD BTEREO CAB8ETTE DECK mooei K X- 70 AKRANES Bjarg SAUÐÁRKRÓKUR Radio og sjónv. þjónustan SEYÐISFJÖRÐUR Versl. Stál BORGARNES Kaupf. Borgf. B. AKUREYRI KEA EGILSSTAÐIR Versl. Skógar ÍSAFJÖRÐUR Póllinn SIGLUFJÖRÐUR Versl. ögn HELLA Versl. Mosfell BOLUNGARVÍK Einar Guðf. HÚSAVÍK Bókav. Þórðar Stef. SELFOSS Radio oa Siónv. slofan FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI85884

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.