Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Blaðsíða 6
Ný sending, lœkkað verð, þ.e. frákr. 550,- settið í bílinn. 3 litir: drapplitað, dökkbrúnt og grátt w erzttj ( Siöumúla 17 Sími 37140 Pósthóll 5274 125 fícyk/avik ÚTBOÐ Hitaveita Rangæinga óskar eftir tilboðum í framleiðslu á greinibrunnum. Útboðsgögn verða afhent á eftirtölum stöðum gegn 500 kr. skilatryggingu: Á Hellu: Skrifstofu Rangárvallahrepps, Laufskálum 2. Á Hvolsvelli: Á skrifstofu Hvolhrepps. í Reykjavik: Á verkfræðistofunni Fjarhitun hf. Borgartúni 17. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Rangárvallahrepps, Laufskálum 2, Hellu, þriðjudaginn 23. marz 1982 kl. 14. LÍFSGLEÐIOG STARFSÁNÆGJA Allir vilja vera lífsglaðir og ánægðir i starfi. Nú er tæki- færið með því að taka þátt í Dale Carnegie starfsþjálfun og fríska upp á sjálfan sig 5 mánudagsmorgna kl. 9.15— 11.15. Námskeiðið hefst 15. mars nk. Námskeiðið getur hjálpað þér að: • stjórna þínu eigin viðhorfi og finna skemmtilegu hliðam- ar á starfinu og vera í góðu skapi, • hlusta betur og verða þakklátari einstaklingur, • svara betur í síma og muna mannanöfn, • taka á móti kvörtunum á réttan hátt og virkja eld- móðinn, • spyrja viðeigandi spurninga og starfa árangursríkara með öðru fólki. Námskeið þetta er ætlað einstaklingum, starfshópum og félögum er vilja þjálfa betur hæfileika sína. Námskeiðið byggir á áratugareynslu Dale Carnegie námskeiðanna í 56 löndum svo að þú ert í góðum höndum. Innritun og upplýsingar í síma 82411. Fjárfesting í sjálfum þér og starfsfólkinu skilar arði og betri þjónustu. Einkaleyfi á íslandi STJÓRNUNARSKÓLINN dai.i; cakM’.qie Konráð Adolphsson ' %Jmski ii'n"v '________ DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982. Neytendur Neytendur Neytendur Eru tré myrt í stórum stfl? TRE DEYJA SEU ÞAU EKKIKLIPPT RÉTT Rifsberjarunninn var vaxinn fram og greinarnar farnar að skjóta rótum. Kristján rifur þær þarna upp með látum. ,,Tré til dæmis í Þingholtunum, Hlíðunum og annars staðar þar sem eru 30—40 ára gamlir garðar eru í dauða- teygjunum í stórum stíl. Það er alveg ferlegt að vita af þessu. Það ætti i raun og veru að skikka fólk til að klippa trén,” sagði Kristján Vídalín Jónsson. Hann og Yngvi Sindrason garðyrkju- maður hafa í mörg ár klippt tré fyrir fólk. Við hittum þá félaga einn morg- uninn þar sem þeir voru að klippa tré niðri á Smáragötu. „Þessi tré eru ekki illa farin,” sagði Yngvi. ,,Þeim hefur verið vel við haldið og klippt reglulega. En rifsið hefur verið klippt vitlaust og sjást þess glögg- lega merki. I stað þess að klippa við stofninn þannig að hann skipti sér hafa litlu greinarnar verið klipptar Afleiðingin er sú að stofninn getur fún- að og rifsið dáið. Önnur afleiðing er lika að greinarnar vaxa niður, leggjast út og skjóta þar rótum. Rifsið breiðir því æ meira úr sér lárétt í staðinn fyrir að vaxa lóðrétt.” Yngvi brá sér í reynitré eitt mikið til að klippa það til. „Reyni verður að klippa reglulega,” sagði hann. Kristján sýndi okkur dæmi um það hvernig fer N Yngvi uppi í reynitrénu. Hann varð að saga töluvert af greinum af þvi vegna þess að þær nudduðust við aðrar grein- ar. ef það er ekki gert. „Greinarnar vaxa þannig að þær nuddast hver við aðra. Þegar þær hafa nuddazt svona saman i töluverðan tíma flagnar börkurinn af, greinin fúnar og deyr. Þegar ofan á bætist eins og hér og víðar í gamla bænum að trjám er plantað of þétt í upphafi nuddast greinar af einu tré við greinar af öðru. Þetta verður bókstaf- lega að laga í tíma áður en tréð er orðið ónýtt,” sagði Kristján. Hann sagði að ef vel ætti að vera þyrfti bilið á milli t.d. reynitrjáa að vera 5—7 metrar. En víða er það niður í 1 metra og jafnvel enn minna bil. Af- leiðingin verður sú að trén verða eins og spírur beint upp í loftið í staðinn fyrir að breiða úr laufmiklum krónum i allar áttir. Nokkrum dögum áður höfðu þeir félagarnir einmitt verið að gera skurk í garði við Fjólugötuna. Þar þurfti að höggva nokkuð mörg tré til þess að hin hefðu einhverja lifsmöguleika. „Við þurfum hreinlega að búa til tré. Þetta sem eftir var var varla hægt að kalla tré,” sagði Kristján. Hann hófst þá handa við að klippa rifsberjarunnann. Það verður að segjast eins og er að hálf-ber varð hann á eftir. „Það verður að klippa þetta allt burt til að hann vaxi rétt,” sagði Upplýsingaseðilli til samanbuiðar á heimiliskostnaði j Hvað kostar heimilishaldið? , Vinsamlega sendið okkur þcnnan svarseðil. Þannig eruð þér oröinn virkur þátttak- | andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar , i fjölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- ( I tæki. Nafn áskrifanda i Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í febrúarmánuði 1982 Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. M & D, Í Kristján. ,, Hann vex aftur og verður mikið fallegri fyrir bragðið.” Þegar við vorum að fara benti hann okkur á tré í næsta garði. í einni grein þess hékk eitthvað sem í fjarlægð líktist hreiðri. „Þetta er nornakvistur,” sagði Kristján. Og Yngvi æpti ofan úr reyn- inum að nornakvistar væru nokkurs konar krabbamein í trám. Þá verður að skera burt, annars fer öll orka trésins í að láta þá stækka og það veslast upp. Nú mun vera alveg rétti tíminn til að klippa tré þannig að þau verði veru- lega fallegi sumar. DS Hálf varð runninn ber að sjá þegar bú- ið var að klippa hann. En miklu varðar að klippa hann rétt tii þess að fá rétt sköpulag á hann. - DV-myndir Einar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.