Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Side 8
8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Morðingjar Sadats: Mubarak hefur
mánaðar frest til að ákveða örlög
þeirra.
Banamenn
Sadats
dæmdir
Hosni Mubarak Egyptalandsforseti
þarf nú að ákveða örlög morðingja
fyrirrennara síns, Anwars Sadats. Her-
rétturinn, sem í rúma þrjá mánuði
hefur fjallað um mál tilræðismann-
anna, dæmdi um helgina fimm þeirra
til dauða og sautján aðra til fangelsis-
vistar frá fimm árum til lífstíðar.
Mubarak forseti, sem er um leið
æðstráðandi hersins, hefur nú mánað-
arfrest til þess að gera upp við sig hvort
hann staðfestir dóma herréttarins,
mildar þá eða lætur rétta að nýju í mál-
inu.
Ríkisfjölmiðlarnir létu í ljós vel-
þóknun sína á dauðadómunum og
virðast þeir mælast víða vel fyrir meðal
almennings. Þeir sem trúa á hina heil-
ögu bók múhameðstrúarmanna, kór-
aninn, telja eðlilegt að auga komi fyrir
auga, tönn fyrir tönn og líf fyrir líf.
Fjórir sakborninganna, þar á meðal
Islambouli liðsforingi sem stjórnaði
árásinni á Sadat forseta, voru dæmdir
til dauða fyrir árásina sjálfa. Sá fimmti
dauðadæmdi var maður sem látið
hafði þeim í té skotfæri.
Lögreglan
sökuð um
morð
Stjórnvöld í Perú hafa fyrirskipað
rannsókn vegna meininga um að lög-
reglan hafi dregið þrjá öfgasinna særða
út úr rúminu á sjúkrahúsi og myrt þá.
Íbúar í bænum Ayachucho í suð-
austurhluta landsins segja að mennirnir
hafi verið myrtir síðasta þriðjudag, eða
skömmu eftir að vopnaðir menn höfðu
ráðizt á fangelsi staðarins og sf.ppt
lausum 247 föngum að undangengnum
bardaga þar sem tólf menn lágu i
valnum (10 þeirra úr árásarliðinu).
Hinir myrtu höfðu verið á sjúkrahúsi
vegna sára sem þeir hlutu í stroku-
tilraun úr fangelsinu tveim dögum
áður.
í yfirlýsingu innanríkisráðuneytisins
er heitið ítarlegri rannsókn á þessu
máli, en um leið er tekið fram að
sannað sé að mennirnir hafi ekki látið
lífið í lögregluaðgerð. Ayachucho-búar
halda því samt fram að einkennis-
klæddir menn úr þjóðvarðliðinu hafi
tekið mennina þrjá út úr sjúkrahúsinu,
sleppt þeim á götuna og skotið þá síðan
til bana.
Læknar sjúkrahússins hafa mótmælt
þessum drápum og klagað málið til
mannréttindanefndar þingsins.
Réttarhald byrjað í
Dozierráninu
Fjórir af sextán hryðjuverkamönn-
um Rauðu herdeildanna á Ítalíu sem
ákærðir hafa verið fyrir ránið á banda-
ríska hershöfðingjanum James Dozier
hafa skorað á félaga sína að hætta bar-
áttunni gegn yfirvöldum.
Þessi áskorun var rækilega kynnt í
ítölskum fjölmiðlum í gær. í henni
segja hryðjuverkamennirnir fjórir að
fimm ára löng barátta Rauðu herdeild-
anna sé tapað spil. Hryðjuverka-
sveitunum hafi ekki tekizt að vinna sér
stuðning öreiganna.
Frá því að þessir fjórir voru
handteknir hafa þeir látið lögregl-
unni i té mikilvægar upplýsingar um
Rauðu herdeildirnar og hafa yfir 200
meintir félagar þeirra verið handteknir.
Þessir fjórir og fjórir til viðbótar
koma fyrir rétt í Verona. Þar er mikill
öryggisviðbúnaður vegna réttarhalds-
ins. Hinir átta leika enn lausum halda
en verða dæmdir ,,in absentia”.
Fimm þessara átta, sem leiddir verða
á sakabekkinn, voru allir handteknir
þegar Dozier var bjargað úr fjörutíu og
tveggja daga prísund i Padúa 28.
janúar. Hershöfðinginn er nú snúinn
aftur til starfa sinna í stöðvum NATO
en óvíst er hvort hann verður leiddur
fram til vitnis gegn hryðjuverkamönn-
unum. Réttarhaldið hefst í dag en,
fljótlega mun dómarinn gera vikuhlé á
dómhaldinu til þess að veita vörninni
frest til frekari undirbúnings.
Sex sakborninganna eru ákærðir
11 starfsmenn farangursgeymslu
fluggesta á Heathrow-flugvelli i
London hafa nú verið handteknir fyrir
að stela 2400 sterlingspundum frá flug-
vellinum og þeir sem þar eiga leið um.
Var því haldið fram við réttarhöldin
að hver starfsmannanna hafi tekið
ófrjálsri hendi allt að 20 pundum á
hverri vakt í sex mánuði.
fyrir mannránssamsæri, en hinir fyrir
einhverja hlutdeild i því eða árásinni á
eiginkonu hershöfðingjans, sem kefluð
var og bundin meðan bónda hennar var
troðið inn í sendibíl og gat því ekki gert
viðvart um ránið fyrr en þrem
stundum síðar. Tíu sakborninganna
eru ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð.
Upp komst um fjárdrátt þennan er
maður nokkur þurfti að sækja legstein
í eina af geymslum flugvallarins, en
steinninn hafði verið sendur flugleiðis
frá Pakistan. Sendi maðurinn síðan
kæru til viðeigandi yfirmanna vegna
þess að kvittunin sem hann fékk hafði
enga undirskrift. Hann tók einnig eftir
því að sá sem afhenti honum send-
Einn hinna ákærðu er Antonio
Savasta sem er sonur lögreglumanns.
Hann er einnig grunaður um ránið og
morðið á kaupsýslumanninum
Guiseppe Taliercio í fyrra. Hann hefur
eftir handtökuna verið yfirvöldum
samvinnulipur og varpað ljósi á margt
um Rauðu herdeildirnar. Þar á meðal
ýmislegt varðandi ránið og morðið á
Aldo Moro 1978. Savasta, ásamt
Giovanni Cincci, Emilia Libera (sem
lögreglan hafði lengi leitað) og Eman-
uela Frascella (læknisdóttir frá Padúa)
stóðu að áskoruninni til Rauðu her-
deildanna.
inguna hélt ekki eftir eintaki af reikn-
ingnum. Hann lagði greiðsluna ekki
heldur í peningakassann.
Hinir ákærðu viðurkenndu fjár-
dráttinn og voru dæmdir til 2—6 mán-
aða fangelsisvistar.
Heathrow-flugvöllur hefur lengi
á sér illt orð vegna tíðra stuldra á far-
angri og flugsendingum.
Dæmdir fyrír þjófnað
á Heathrow-flugvelli
Teg. 4211 Loðfóðmð og
moð hrufóttum sóla
Lttur: dökkblitt rúakhm
Stærðir: 36-41
Vorö áðurkr. 448,20
Núkr. 248J0
Tmg. 224126Moon Boota
Utur. BotnhvíttlmmrinbUtt
Stærðtr. 36-41
VerO áöur kr. 297,50
Núkr. 197,50
Tmg. 212100 Moon Boota
Utk: bUtt/hvltt mða
rautt/hvrtt
Stærðir: 39-46
Verö áöurkr. 268,50
Núkr. 197,50
Teg. 2260020 Moon Boota
m/rennilós að innanvetðu
Utk: biátt eða brúnt/beige
Stærðk: 40—46
Veröáöurkr. 225,75
Núkr. 125,75
SÉRTILBOÐ - SÉRTILBOÐ ^
Skóverzlun
Þórðar Péturssonar
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181
e?