Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Page 13
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MANUDAGUR 8. MARZ 1982.
13
Ungverjaland:
Öðruvísi en aðrar
Austur-Evrópuþjóðir
Kjallarinn
i k
Stefán Jóhann
Stefánsson
Stúdentablaðsins, sem í eiga sæti
aðallega fulltrúar deildarfélaga,
hefur verið sniðgengin og hundsuð.
Einnig sjá allir, sem flett hafa
blaðinu, að meiri áhersla virðist lögð
á það að leita til manna utan skólans
en innan til að skrifa í blaðið.
Rangfærsla númer sex: „Kostn-
aður við blaðið (Stúdentablaðið,
innsk.) hefur verið lækkaður og
tekjur þess auknar.”
Þessi fullyrðing kemur ekki alveg '
heim og saman við bréf stjórnar SHÍ
frá 6. nóvember sl. til fjárveitinga-
nefndar Alþingis, en í því bréfi er
farið fram á hærri styrk til starfsemi
stúdenta. Í bréfinu segir m.a.: :
„Stúdentaráð á í miklum fjárhags-
örðugleikum um þessar mundir og
kemur þar margt til. Umfangsmikil
og kostnaðarsöm breyting hefur
verið gerð á Stúdentablaðinu.” Varla
er stjórn SHÍ að bera ósanndindi á
borð fyrir sjálfa fjárveitinganefnd
Alþingis. Hér má einnig benda á að
skv. nýlegum tölum er prentun á
blaðinu þó nokkuð hagkvæmari í
annarri prentsmiðju en nú er skipt
við.
Fleira gæti ég tínt til úr þessum
stutta kafla úr „Staksteinum”. Það
mun e.t.v verða gert á vettvangi stúd-
enta í Háskólanum. Ég læt þvi hér
staðar numið.
Skrif þau sem ég hef nú lýst koma
mér ekki á óvart þegar ég hef í huga
hver stýrði pennanum. Hins vegar
kemur það mér verulega á óvart að
Morgunblaðið skuli birta alla þessa
vitleysu í öðrum af aðalstjórnmála-
dálki sínum. Virðing mín fyrir
Morgunblaðinu óx ekki við þetta.
Með þökk fyrir birtinguna,
Reykjavík, 1. mars 1982,
Stefán Jóhann Stefánsson,
fulltrúi vinstri manna.
Ungverjaland er nokkuð sér á parti
þegar litið er til annarra landa í
Austur-Evrópu. Matvæli eru næg,
sem og annar neysluvamingur,
ákveðið tjáningarfrelsi og einstakl-
ingsfrelsi og nokkurs konar „fyrir-
tækjasósíalismi” er tekinn að skjóta
upp kollinum í ríki Janos Kadar.
„Hér ríkir ekki þungur hrammur
Sovétrikjanna, grár og þreytandi
austur-þýskur skriffinnskubragur,
óttaslegið augnaráð Tékka. Nei, í
Ungverjalandi eru engar matvæla-
biðraðir, takmarkalaust framboð á
matvælum, ávextir og grænmeti á
lágu verði og mjög gott, kjúklingar,
grísir og nautakjöt fyrir þann sem
vill kaupa.”
Þannig lýsti maður nokkur ástand-
inu í Ungverjalandi fyrir skömmu.
Ungverjaland er mikið land-
búnaðarland og Austur-Þýskaland
iðnaðarland, en munurinn liggur
ekki í þessu. Hér, eins og ávallt áður,
er um gamla hefð að ræða, ásamt
áherslumun stjórnvalda. Ungverjar
búa við sama stalínska skriffinnsku-
báknið og kommúnistaflokk eins og
hin Austur-Evrópuríkin og það er
ekki í neinum mæli deilt á þetta fyrir-
komulag af hálfu ibúanna. En andi
Stalíns lifir ekki meðal Ungverja á
sama hátt og i Prag, Austur-Berlín og
Búkarest. Þar ríkir andi og athafnir
Janos Kadar, sem þýðir endurnýjun,
frjálslegra fas (innan ramma flokks-
ins að vísu) og umfram allt hærra
neyslustig. Það var Janos Kadar sem
átti að þjóna hagsmunum Sovétríkj-
anna í Ungverjalandi eftir uppreisn-
ina 1956, til þess fékk hann völdin í
sinar hendur. Vissulega hefir hann
verið herrum sínum trúr en á sinn sér-
stæða hátt.
Uppreisnin bar árangur
Janos Kadar studdi á sinum tíma
■nargar kröfur uppreisnarmannanna
1956 en hann studdi ekki uppreisn-
ina. Hann var kerfinu trúr. Hann
vissi að ef Kommúnistaflokkurinn og
hann sjálfur áttu að fá nægilegan
stuðning til að geta starfað varð að
uppfylla mestan hluta þess sem
krafist var af uppreisnarmönnunum
1956. Sú hefur raunin orðið. Stað-
reyndin er sú að Janos Kadar hefur
framkvæmt umbótatillögur upp-
reisnarforingjans Imre Nagy frá 1956
og í mörgum tilvikum hefur Kadar
gengið lengra í innanríkismálum.
Eftir að hafa verið 10 ár við völd
var haft eftir Janos Kadar: „1 mesta
lagi 5 prósent þjóðarinnar er á móti
stefnu minni en það gerir ekkert til,
þeir eru nefnilega kommúnistar.”
Kommúnistar njóta ekki áberandi
fríðinda við úthlutun húsnæðis og
bifreiða og börn þeirra njóta ekki
forréttinda um skólagöngu og
embættaveitingar.
1961 hélt Janos Kadar því fram að
„þeir sem ekki eru á móti okkur
eru með okkur” og „menn þurfa ekki
að vera kommúnistar til að vera góðir
Ungverjar.”
Tviskipt ástand
Er þá „Kadarisminn” lausn vand-
ans? Eru engir óánægðir? Er engin
andstaða? Fjarri því. Menntamenn
mótmæla, kristin trúfélög vilja meiri
virðingu fyrir trúarlegri starfsemi og
smáfyrirtækjarekendur vilja meira
frelsi. Stalin-fyrirkomulagið er enn
við lýði en er mannað af fólki sem
ekki líkar slíkt fyrirkomulag og
meðan tengsl almennings og leiðtoga
byggjast á sveigjanlegum skoðana-
skiptum i jákvæðum anda þarf
lögregluvaldið ekki að grípa inn í
hversdagsleikann og fylla fangelsin af
andófsmönnum. Á meðan andmæli
eiga sér stað án þess að ógna kerfinu
er unnt að leyfa þau. Menntamenn
eru klofnir. Að hluta til eru þeir þátt-
takendur i valdakerfinu og una því
vel, um leið og þeir eru á móti þvi
þrönga svigrúmi sem „Kadarisminn”
veitir.
Ungverjum er leyft að ferðast til
útlanda, engar vegabréfsáritanir
gilda milli Ungverjalands og Austur-
ríkis, en það eru aðallega aðrar
aðstæður sem eru í veginum. Ung-
verjinn á i vandræðum með að afla
gjaldeyris vegna þess að kaup hans er
lágt á vestrænan mælikvarða og
gjaldeyrir er dýr.
í Ungverjalandi eru örfáir pólitísk-
ir fangar, ntönnum er refsað með at-
vinnumissi við háskólakennslu eða
blaðamennsku. Sjónvarp, bíll eða
utanlandsferð eru takmörk sem
flestum standa til boða og verður til
þess að menn hafa lítinn áhuga á and-
ófsmönnum.
Kirkjan sér um sitt
Trúarlegt andóf er ekki heldur
ntjög áberandi en þau mótntæli hafa
borið verulegan árangur, enda er um
verulegt samstarf að ræða milli ríkis-
valds og rómversk kaþólsku kirkj-
unnar. Af 11 milljónum íbúa eru 6,5
skírðir kaþólskir og þó að um 20%
kaþólskra taki þátt í starfi kirkjunnar
hefur kirkjunnar mönnum tekist að
fá leyfi til þátttöku i kristilegum
fundum erlendis og að sækja
menntastofnanir í Róm. Ríkisvaldið
hleður ekki undir kirkjuna en lætur
hana i friði með sitt meðan hún
gengur ekki á hlut rikisvaldsins. Mót-
mælendur litu þó örugglega með vel-
þóknun á að bandaríska predikar-
anum Billy Graham var leyft að
heimsækja landið og halda guðsþjón-
ustur haustið 1977. 15.000 manns
sóttu útifund hjá Billy Graham í
Búdapest og síðar fyllti hann nokkrar
kirkjur. Heimsókn Grahams ógnaði
ekki veldi Kadars, því var öfugt
farið, Kadar steig i áliti sem víðsýnn
og ljúfur leiðtogi.
Borgþór S. Kjærnested
„Einkarekstrar-
sósíalismi"
En breytingin hefur orðið mest í
efnahagslífinu, þar sem fjöldi smá-
fyrirtækja hafa stungið upp kollin-
um. Hér er aðallega um veitingahúsa-
rekstur, smáverslanir og smáverk-
stæði að ræða með upp í 12 starfs-
menn. Bændur hafa um lengri tima
verslað sjálfir með einkaframleiðslu
sína. Frumkvæðið að þessum einka-
rekstri áltu efnahagsfræðingurinn
Tibor Liska við háskólann í Búdapest
og miðstjórnarmaður í kommúnista-
flokknum, Rezsö Nyers.
Þó að vöruframboð sé mikið í
Ungverjalandi er um niun meiri
kaupgetu að ræða en annað verður í
dag. Þetta fé liggur í bönkunt og
sparisjóðunt, um 150 milljarðar for-
inta, segja bankarnir (ca 44 millj-
arðar ísl. kr.). Ef unnt er að fjárfesta
þetta fjármagn i framleiðslugreinum
mun það verða til gagns fyrir þjóð-
félagið allt, segja forustumenn
þjóðarinnar. Það virðist þvi vera vilji
fyrir því að ýta undir einkarekstur í
landinu.
Þessi þróun síðustu 20 ára hefur
ekki aðeins hleypt nýju blóði í efna-
hagslifið heldur einnig bætt úr vinnu-
siðgæði. I979nam framleiðsla einka-
rekstrarins um 20 milljörðum króna.
Meðan rikið setur einkarekstrinum
reglurnar og hefur eftirlit með þróun
hans er staða kommúnistaflokksins
ekki í hættu. Þessi tegund einka-
rekstrar er enginn þáttur i endurreisn
kapítalísks hagkerfis, segja leiðtogar
landsins.
(Byggi á erlendum limarílum.)
Borgþór S. Kjærnested
Ótvfræð tengsl eru á milli félags
vinstrimanna og A Iþýöubandalagsins
ingarnar erfitt með að sætta sig við
og því hafa þær reynt að gera fram-
boðið torkennilegt með því að bendla
það við Alþýðuflokkinn og
Framsóknarflokkinn, svo gáfulegt
sem það nú er. Þetta er gert til þess
eins að reyna að draga dálítið yfir
þau tengsl sem eru á milli öfgafylk-
inganna og íhaldssömustu stjórn-
málaaflanna sem eru í landinu í dag.
Gaman væri að íhuga hvernig
miðað hefði í hagsmunabaráttunni
þetta ár ef umbótasinnar hefðu
aldrei komið fram. Félag „vinstri-
manna” sæti enn við völd en hinn
sjálfumglaði skýjaborgarsósíalismi
þeirra er þess ekki megnugur að
koma af stað neinum framförum,
það hefur margsýnt sig. Enn sæti
Vaka við sinn keip og vekjaraklukk-
an ekki stillt fyrr en fáa daga fyrir
kosningar.
Er ekki hreint ótrúlegt, þegar að er
gáð, hversu hægt hefúr miðað í
hdgsmunabaráttu stúdenta þann
tæpa áratug sem heilagsandahopp-
arar þeirra „vinstrimanna” sátu
við völd í stúdentaráði? Þegar aftur á
móti hin ótrúlega nánu tengsl, sem
eru milli þeirra og ihaldssamasta
stjórnmálafiokks landsins, Alþýðu-
bandalagsins, eru skoðuð þá þarf
engum að koma slíkt spánskt fyrir
sjónir.
Alþýðubandalag
og Féiag vinstrimanna eru
ertt
En hver skyldu þessi tengsl vera?
Öllum er í fersku minni það fjaðra-
fok sem varð hjá Alþýðubandalaginu
þegar ljóst var orðið að nýr meiri-
hluti hafði verið myndaður í Háskól-
anum; ekki dugði minna til en kalla
saman sérstakan fund í Alþýðu-
bandalagsfélagi Reykjavíkur vegna
þessara atburða.
Sama dag og 8. tbl. Stúdentablaðs-
ins kom út, en í það blað skrifaði ég
grein sem ég nefndi Niðurskurðar-
gleði Alþýðubandalagsins, komu
tveir frammámenn Félags „vinstri-
manna” til mín á skrifstofu
stúdentaráðs og sá þriðji hringdi.
Það sem öllum þessum útsendurum
lá mest á hjarta var að lýsa yfir megn-
ustu vanþóknun sinni á skrifum
mínum i Stúdentablaðið. í þessari
grein minni fjallaði ég um tvískinn-
ungshátt Alþýðubandalagsins á mál-
efnum námsmanna í ríkisstjórn og
fyrir utan rikisstjórn. Þá gerði ég að
umræðuefni svik fjármálaráðherra,
Ragnars Arnalds, á aukafjárveiting-
um til Félagsstofnunar stúdenta.
Lengst var samtal mitt við þann sem
hringdi því í honum var mesti
eldmóðurinn. Með þessu samtali
opnuðust fyrst augu mín fyrir því
hvers vegna slík lágkúra hefur ríkt í
málefnum stúdenta sl. áratug. Þessi
fulltrúi þeirra „vinstrimanna” reyndi
hvað hann gat til að sannfæra mig
um að með þessum skrifum hefði ég
skaðað málstað stúdenta svo að ekki
fengist bætt um. Hann fullyrti einnig
að slíkar baráttuaðfcrðir hefði
„vinstrimönnum” aldrei komið til
hugar að taka upp í hagsmunabaráttu
stúdenta, sennilega af því slíkt kom
illa við Alþýðubandalagið.
Ekki urðunt við á eitt sáttir í þessu
símtali en það varð ofan á að sjá til
hverju fram yndi. Framvindan varð í
stuttu máli sú að frumvarpið um
námslán og námsstyrki var lagt fram
á Alþingi og F.s. fékk lánsheimild frá
ríkissjóði þannig að hægt væri að
ljúka endurbyggingu Nýja Garðs á
þessu ári i stað 3ja ára eins og vinstri-
rnenn höfðu gert ráð fyrir.
Ólafur Ragnar, Baldur og
Kristján i hlutverki
sölumannsins
Skýrast og ótvíræðast komu þó
tengslin fram á hátið okkar stúdenta í
Háskólabíói I. desember en um
undirbúning og framkvæmd þeirrar
hátíðar sá Félag vinstrimanna.
Til aðstoðar við merkjasölu á
hátíðinni réðu „vinstrimenn” þrjá
valinkunna söluntenn úr innsta hring
Alþýðubandalagsins, þá Ólaf R.
Grímsson, Baldur Óskarsson og
Kristján Valdimarsson. Þeim sent til
þekktu kom í sjálfu sér ekki á óvart
að sjá Ólaf R. Grimsson í þessu hlut-
verki því flestir töldu að hér væri
aðeins um að ræða æfingu hjá
honum fyrir næstu útburðarferð með
Morgunblaðið.
Sannleikanum er
hver sárreiðastur
Þegar á þessi nánu tengsl, sem
virðast vera milli Félags vinstrimanna
og Alþýðubandalagsins, er minnst þá
veit maður varla hvert fulltrúar
félagsins ætla að komast, svo
undrandi og skelfingu lostnir verða
þeir yfir því að nokkrum ntanni skuli
detta í hug að Italda slíku frant.
Sjaldan er maður eins viss unt að
máltækið gamla, að sannleikanum sé
hver sárreiðastur, á við rök að
styðjast.
Finnur Ingólfsson,
formaður stúdentaráðs.
A „Er ekki hreint ótrúlegt, þegar að er gáð,
^ hversu hægt hefur miðað í hagsmunabar-
áttu stúdenta þann tæpa áratug sem heilags-
andahopparar þeirra „vinstrimanna” sátu við
völd í stúdentaráði?” segir Finnur Ingólfsson
m.a. í grein sinni þar sem hann fjallar um vænt-
anlegar kosningar i stúdentaráði.