Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1982, Side 39
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 8. MARZ 1982.
47
Útvarp
Sjónvarp
Útvarp
Mánudagur
8. mars
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Mánudagssyrpa —
Ólafur Þórðarson.
15.10 „Vltt sé ég land og fagurt”
eftir GuOmund Kamban. Valdi-
mar Lárusson leikari les (20).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Utvarpssaga barnanna: „Ört
rennur æskublóð” eftir Guðjón
Sveinsson. Höfundur les (7).
16.40 Litli barnatiminn. Stjórn-
andinn, Sigrún Björg Ingþórs-
dóttir, talar um hrafninn.
Oddfríður Steindórsdóttir les
„Krummasögu” úr Þjóðsögum
Jóns Árnasonar og smásöguna
„Kára og krumma” eftir Skúla
Þorsteinsson.
17.00 Síðdegistónleikar.
Fílharmóníusveitin í Berlín leikur
„Coriolan-forleik” op. 62 eftir
Ludwig van Beethoven / William
Pleeth og Amadeus-kvartettinn
leika Strengjakvintett i C-dúr op.
163 eftir Franz Schubert.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá.
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Erlendur Jóns-
son flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn. Sólrún
Gisladóttir sagnfræðingur talar.
20.00 Lög unga fólksins. Hildur
Eiriksdóttir kynnir.
20.40 Bóla. Hallur Helgason og
Gunnar Viktorsson stjórna þætti
með blönduðu efni fyrir ungt fólk.
21.10 Félagsmál og vinna. Þáttur
um málefni launafólks. Umsjón:
Kristín H. Tryggvadóttir og
Tryggvi Þór Aðalsteinsson.
21.30 Utvarpssagan: „Seiður og
hélog” eftir Ólaf Jóhann Sigurðs-
son. Þorsteinn Gunnarsson leikari
les (18).
22.00 Haukur Morthens syngur létt
lög með hljómsveit.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Lestur
Passiusálma (25). Lesari: Séra
Sigurður Helgi Guðmundsson.
22.40 Áttundi áratugurinn. Tólfti og
síðasti þáttur Guömundar Árna
Stefánssonar.
23.05 Kvöldtónleikar. Karl Richter
leikur orgelverk eftir Johann
Sebastian Bach. (Hljóðritað á
tónlistarhátíðinni í Dubrovnik
1980).
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur
8. mars
'19-45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Ævintýri fyrir háttinn. Sjötti
þattur. Tékkneskur teiknimynda-
flokkur.
20.40 Reykingar. Fyrsti þáttur. .1
tilefni af „reyklausum degi” 9.
mars verða á dagskrá Sjónvarps-
íns 8., 9. og 10. mars stuttir þættir,
sem fjalla um skaðsemi reykinga,
óbeinar reykingar, nýtt frumvarp
um reykingavarnir o.fl.
Umsjónarmaður: Sigrún Stefáns-
dóttir. Stjórn upptöku: Marianna
Friðiónsdóttir.
20.50 Iþróttlr. Umsjón: Bjarni
Felixson.
21.20 Við dauðans dyr. Leikrit eftir
Valentin Rasputin i uppfærsiu
finnska sjónvarpsins. Leikstjóri:
Timo Bergholm. Aðalhlutverk:
Irma Seikkuia, Anja Pohjola, Oiva
Lohtander. Leikritið fjailar um
gamla og vitra konu, börn hennar
og mismunandi afstöðu þeirra til
lífs og dauða. Sagan gerist í litlum
bæ i Síberíu, en þangað eru börnin
komin til þess að kveðja móður
sina hinstu (tveðju. Þýðandi:
Kristín Mántvla. (Nordvision
Ftnnska sjónvarpið).
22.35 Spánn i NATO? Verður
^Pánn eitt af aðildarríkjum
Atlantshafsbandalagsins? Sovét-
menn hafa lagt áherslu á, að
Spanverjar verði utan bandalags-
tns og sömuleiðis stjórnarand-
staðan á Spáni. En ríkisstjórn
landsins stcfnir að inngöngu í
bandalagið, og allt bendir til þess,
að af henni verði i mai-mánuði, nk.
• Þýðandi og þulur: Guðni Kolbeins-
son.
22.45 Dagskrárlok.
Það fer ekki sérlega vel á með systkinunum sem hittast til að kveðja móður sina I hinzta sinn.
VID DAUÐANS DYR - sjónvarp kl. 21,20:
GÖMUL K0NA HÆTT-
IR VIÐ AÐ DEYJA
Við dauðans dyr heitir finnsk mynd,
sem sjónvarpið sýnir i kvöld, eftir
Rússann Valentin Rasputin. En hún er
ekki eins dapurleg og nafnið — heldur
grátbrosleg og ágæt afþreying, að sögn
þýðandans, Kristínar Mantylá.
í litlum bæ í Síberíu er gömul kona
aö deyja, og börnin hennar fjögur sitja
í kringum hana. Það fimmta og yngsta,
Tanja, lætur ekki sjá sig.
Þau eru að kveðja móðurina í hinzta
sinn, þegar sú gamla tekur sig til og
hjarnar við, um stundarsakir a.m.k. Þá
kemur ýmislegt miður fagurt i ljós í
viðhorft barnanna til hennar. Þau þrjú
sem gestkomandi eru þykjast vera
stórhneyksluð á því fjórða. sem skotið
hefur skjólshúsi yfir móðurina.
Þeim finnst hún þurfa betra atlæti —
en sjálf vilja þau ekkert á sig leggja, og
raunar líður gömlu konunni prýðilega.
ihh
BÓLA—þáttur f yrír ungt f ólk kl. 20,40:
UPPRENNANDISNILUNGAR
í KVIKMYNDUM 0G LEIKUST
— og svo er það fermingarbamið
Hafnftrðingurinn Halicr Helgason
og Gunnar Viktorsson stjórna þættin-
um „Bólu” kl. 20.40 og ræða fyrst við
mjög efnilegan ungan kvikmyndagerð-
armann. Hann heitir Ásgrímur Sverris-
son, er aðeins 17 ára og vann um síð-
ustu helgi gullverðlaun SÁK fyrir
tíundu kvikmynd sína, hvorki meira né
minna.
SÁK eru samtök ungra kvikmynda-
gerðarmanna innan við tvítugt og hefur
Ásgrímur oft áður unnið verðlaun hjá
þeim. Þessi nýjasta mynd hans heitir
,.Óskabörn’’ og segir frá ungum hlaup-
ara sem rekinn er áfram af föður sín-
um. Hann kann ekkert annað en að
hlaupa. Myndin lýsir sambandi feðg-
UM DAGINN 0G
VEGINN—útvarp
kl. 19,40:
Um nauðsyn
þess að konur
bindist
samtökum
Sólrún Gísladóttir spjallar um dag-
inn og veginn í kvöld. Hún les sagn-
fræði við háskólann og er ein af að-
standendum kvennaframboðsins í
Reykjavík. í dag, 8. marz, er alþjóðleg-
ur kvennadagur, og tekur hún mið af
því í erindi sínu.
„Ég ætla að ræða um málefni
kvenna. Mér finnst vera eins og
óróleiki meðal kvenna í samfélaginu.
Það sést meðal annars á launabaráttu í
greinum þar sem þær eru fjölmennar,
til dæmis hjúkrunarstörfum.
Svo ég mun ræða almennt um
nauðsyn þess að konur standi saman og
bindist samtökum til að koma sínum
málum fram,” sagði Sólrún. ihh
anna og uppgjörinu sem er óhjákvæmi-
legt þegar strákur vill fara að gera eitt-
hvaðannað.
Síðan verður rætt við fermingarbarn
úr Garðabæ, Tind Hafsteinsson. Hann
segir frá viðhorfum sínum til þessa at-
burðar og kristinnar trúar almennt.
Loks fjalla þeir félagar um skólasýii-
ingu Flensborgar, Vojtsek. Hún hefur
hlotið ágæta dóma. Vojtsek er lítil-
magninn í þjóðfélaginu, fótum troðinn
af öllum.
Einn leikendanna, Lárus Vilhjálms-
son, segir frá sýningunni og flytur brot
úr hlutverki sínu, ræðu höfuðsmanns-
ins, sem er einn af kvölurum Vojtseks.
En alls taka um 40 manns þátt í sýning-
unni sem stjórnað er af Ingu Bjarna-
son.
ihh
m Kiristjáns Magnúissoinair
3» »•« M&MatxKwarmmjtmmJtumm
Veðrið
Veðurspá
Sunnanátt um allt land,
stinningskaldi vestanlands, annars
gola eða kaldi. É1 á Suður- og Vest-
urlandi en víða léttskýjað á Norður-
og Austurlandi og heldur mun
kólna.
Veðrið
hérogþar
Klukkan 6.00 i morgun:
Akureyri léttskýjað 0, Bergen létt-
skýjað -1, Helsinki þokumóða -3,
Ósló þoka -5, Reykjavík snjóél á
síðustu klukkustund 1, Stokkhólm-
ur þoka -5, Þórshöfn rigning 4.
Klukkan 18.00 í gær: Aþena
alskýjað 11, Berlín heiðrikt 3,
Chicago heiðríkt -7, Feneyjar
skýjað 7, Frankfurt heiðskírt 7,
Nuuk skafrenningur -15, London
heiðríkt 4, Luxemborg, skýjað 2,
Las Palmas léttskýjað 19, Mallorka
heiðskírt 11, Montreal snjór -i,
París alskýjað 3, Róm skyjaó iu’,
Malaga heiðríkt 16, Vín léttskýjað
4, Winnipeg léttskýjað -16.
Gengið
GENGISSKRÁNING NR. 38 08. NIARZ1982 KL. 09.18
Einingk 1.12.00 Kaup Sala Sola
1 Bandarfkjadollsr gf831 9,859 10,844
1 Steriingspund 18,035 18,086 19,894
1 Kanadadollar 8,113 8,137 8,950
1 Dönsk króna 1,2508 1,2543 1,3797
1 Norsk kröna 1,6551 1,6598 1,8257
1 Saansk króna 1,7139 1,7188 1,8906
1 Finnskt mark 2,1861 2,1924 2,4116
1 Franskur f ranki 1,6436 1,8482 1,8130
Balg.franki 0,2278 0,2284 0,2512
1 Svbsn. franki 5,3408 5,3560 5,8916
1 Hollenzk florina 3,8365 3,8474 4,2321
1 V.-þýzkt mark 4,2076 4,2198' 4,6415
1 ittitak l(ra 0,00779 0,00782 0,00860
1 Austurr. Sch. 0,6000 0,6017 0,6618
1 Portug. Escudo 0,1427 0,1431 0,5741
1 Spánskur paseti 0;0961 0,0963 0,1059
1 Japansktyon 0,04209 0,04221 0,04643
1 irsktound 14,842 14,885 16,340
8DR (sérstök 11,1538 11,1856
dréttarréttindl)
01/0*.
Sfmsvari vegna ganglsskránlngar 22190.