Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Side 13
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRlL 1982. 13 Kvennaframboö getur sáð fræium í nýjan svörð Mánudaginn 19. apríl sl. birtist kjallaragrein hér í blaðinu eftir Hannes nokkurn Ólafsson undir fyrirsögninni „Kvennaframboð — og hvað svo?” Var greinin tilraun til að fara ofaní saumana á Kvennafram- boðinu og sem slík blessunarlega laus við þá sleggjudóma sem svo oft verð- ur vart þegar fjallað er um framboðið af fánaberum flokkanna. Hannes gagnrýnir að visu Kvennaframboðið og telur það ekki vænlegan kost þar sem það hafí„... í raun afneitað bar- áttu fyrir þjóðfélagi, byggt á hugsjón mannlegra samskipta.” En þessi gagnrýni er málefnaleg og það er vert að þakka nú á tímum pólitískrar stimplagerðar. Margt i hugmyndum Hannesar kemur heim og saman við hugmyndir okkar sem að Kvennaframboði störf- um. Við teljum t.d. að þjóðfélagið sé brennt marki karlaveldis og styðjist við hefðir og háttu sem hindra frjálsa þróun kvenna. öll stefnumótun og starfshættir innan helstu valdastofn- ana þess mótast af þessum hefðum og taka lítið sem ekkert mið af reynslu og hefðum kvenna. En þó hugmyndir okkar fari stundum saman, þá ber engu aö siður margt á milli. Þegar öllu er á botninn hvolft er það likleg- ast eðli og áhrif breytinga, — þetta ævagamla þrætuepli mannkynsins — sem við lítum hvort sínum augum. Breytingar sem gætu bætt hag og stöðu kvenna hafa látið á sér standa m.a. vegna þess að veldur sá er á heldur. Allir þræðir valds og áhrifa eru í höndum karla og þó ein og ein kona hafi komist i þeirra hóp þá hef- ur það ekki haft stórvægilegar breyt- ingar í för með sér fyrir allan þorra kvenna. Ein og ein kona hefur öðlast frama, en konur sem hópur hafa ekki fengið völd né áhrif. Einmitt vegna þessa er ég mjög ósátt við það jafn- aðarmerki sem Hannes setur á milli áhrifa og valda annars vegar og frama hins vegar þegar hann segir: „Konur sem ætla að berjast til áhrifa og valda í þjóðfélaginu mæta órétt- látu samfélagi, þar sem þeir einir öðl- ast frama sem standa sig vel í sam- keppni.” í mínum huga hefur frami alltaf verið tengdur einstaklingum en áhrif og völd þjóðfélagshópum. Við í Kvennaframboðinu höfum að vísu bent á það að aðeins 3 konur sitja á Alþingi og engin i ríkisstjórn, en þetta höfum við gert vegna þess að þetta endurspeglar áhrifaleysl kvenna og sýnir nokkuð ljóslega hversu lítils- virðingin fyrir öllu því sem þær standa fyrir er samgróin samfélags- geröinni. Það á ekki upp á pallborðið í valdastofnunum þjóðfélagsins. Viö í Kvennaframboðinu viljum vekja at- hygli á reynslu og þekkingu kvenna með því að ýta henni upp á pallinn með sameiginlegu átaki en ekki með því að veita konu, sem kannski er karl í pilsi, gengi á framabrautinni. Við ætlum ekki að lauma reynslu og þekkingu kvenna að, heldur viljum við að hún fái greiðan aðgang að öllu og verði afl og hafi áhrif á samfélagið allt. Þegar svo langt verður komið er samfélagsvaldið þess virði að fara með það. Til þess að þetta megi verða þarf að finna leiðir að markmiðinu, leiðir sem samræmast því. Tilgangurinn helgar ekki meðalið því vond meöul veikja góðan tilgang. Það sem hvað mest mótar vitund kvenna er sú ábyrgð sem þær bera á líkamlegri og andlegri velferð fjölskyldunnar. Til þess aö allir eignist hlutdeild i þessari vitund þarf allt mannlegt samfélag að verða samábyrgt fyrir velferð ein- staklingsins. Börn eru ekki bara börn foreldra sinna, heldur dætur og synir samfélagsins alls. Þess vegna þurfum við að stefna að því að „samfélagsleg þátttaka í uppeldi barna verði aukin og bætt og jöfnun foreldraábyrgðar verði auðvelduð.” Um þetta stefnumið Kvennafram- boðsins segir Hannes: „Þessi þátt- taka samfélagsins leiðir til þess að konur veröi samkeppnishæfari á vinnumarkaðinum en nú er raunin. En um leið er öllu því sem kennt er við kvennamenningu fórnað á altari karlamenningar. Hugmyndin um mannleg tengsl og samvinnu víkur fyrir viðurkenningu á leikreglum samkeppninnar... ” (undirstrikun mín — ISG). Það er rétt, að næði þetta stefnumið fram að ganga yrðu konur vissulega „samkeppnishæfari” en um leið yrðu karlar þeirrar ánægju aðnjótandi að eignast hlutdeild í reynsluheimi kvenna og yrðu þar með hæfari til aö rísa upp gegn leikreglum samkeppninnar. Eða verða konur og karlar ekki aö mætast á miðri leið? Það er ekki laust við að Hannes falli ofan í þá gryfju að verða kaþólskari en páfinn, því ekki er ann- að að sjá en hann telji kvennamenn- inguna algóða. Það er einmitt þessi gryfja sem við í Kvennaframboðinu höfum reynt að forðast. Við höfum vlsvitandi lagt áherslu á það jákvæða í menningu kvenna, vegna þess að við teljum að það hafi verið vanmetið samfélaginu til mikils skaða. En okk- ur er samt sem áður ljóst að menning kvenna mótast einnig af þeirri einangrun sem umlykur störf kvenna á heimilunum og því virðingarleysi sem konum er sýnt. Þessu tvennu erum við til í að fóma án eftirsjár. Ef við viljum það ekki og teljum að engu megi fórna af kvennamenningunni, þá erum við á hættulegri braut. Al- góð menning getur einungis verið af- sprengi algóðra aðstæðna, og það eru aðstæður kvenna svo sannarlega ekki, Með nokkrum sanni má segja að konur (og þá sérstaklega mæður) séu á milli steins og sleggju og ef við afneitum breytingum sem beint eða óbeint gera þær „samkeppnishæf- ari” þá 'Viðhöldum við ríkjandi ástandi. Virðingarleysi fyrir konum og kvennastörfum kemur ekki síst fram í launamati. Konur eru stærsti lág- launahópurinn í þjóðfélaginu. Orsakanna fyrir þessu er m.a. að leita í því að konur hafa með höndum ólaunuð störf á heimilunum sem aldrei hefur verið litið á sem vinnu- framlag dl samfélagsins alls, heldur sem einkamál kvenna. Þegar þessi störf verða að launavinnu þykja þau lítillar umbunar verð. Réttlátt mat á mikilvægi kvennastarfa er ein af forsendum þess að hægt sé að ná ein- hverju launajafnrétti milli kynja. Fyrir þessu mati verða konur að berjast, bæði sem konur og launþeg- ar. Hannes telur að því aðeins geti jöfn laun orðið að veruleika að að- stæðum þjóðfélagsins verði breytt i átt aö menningu kvenna. Þetta er ákaflega almennt stefnumið og erfitt að festa hönd á, þegar ekkert er látið uppi um það hvaða aðstæður þetta eru, né heldur hvernig og með hvaða móti hægt sé að breyta þeim. Einhver skref verður að stíga í átt að mark- miðinu, eigi það ekki að daga uppi eins og nátttröll. Á slík skref höfum við í Kvenna- framboðinu reynt að benda í stefnu- skrá okkar til borgarstjórnarkosning- anna. Ekki er Hannes sáttur við þau því eftir lestur stefnuskrárinnar kemst hann að þeirri niðurstöðu að á grundvelli hennar náist ekki annar árangur en sá að hópur forréttinda- kvenna í stjórn samkeppnisþjóð- félagsins aukist. Það er að vísu liklegt að þetta gerist vegna áhrifa frá Kvennaframboðinu og hefur til- hneiginga í þessa átt þegar orðið vart, m.a. á framboðslistum flokkanna. Þetta er í sjálfu sér góðra gjalda vert þvi við hljótum að vona að hluti af þessum konum hafi ekki svarið af sér kvenkynið og reynslu þess til þess eins að ná í veglegt sæti við kjötkatl- Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ana. En þó þetta hafi og muni gerast fyrir tilstuðlan Kvennaframboðsins þá höfum við alls ekki í hyggju að láta þar við sitja. Ef svo væri þá teldum við líklega nóg að gert og værum búnar að draga okkur út úr kosningaslagnum. Það sem við setjum ofar öllum áhrifastöðum er baráttan fyrir viður- kenningu á því að konur hafa já- kvæöri reynslu og þekkingu að miðla sem nauðsynlegt er að taka mið af við stjórnun þjóðfélagsins. Þessi barátta er ekki bundin við borgarstjórnar- kosningarnar heldur þarf hún að fara fram á öllum sviðum þjóðlífsins með vönduð meðul að vopni. Allar góðar úrbætur í rnálum sem á konum brenna, þó svo að þær geri konur „samkeppnishæfari”, auðvelda okk- ur konum þessa baráttu og eru i sjálfu sér skref í jafnréttisátt. Það er þessi barátta sem er forsenda þess að konur og karlar geti unnið saman að nýju og betra samfélagi, þar sem hið besta og lífvænlegasta í viðhorfum kynjanna fær að njóta sín. í ljósi þess sem hér hefur verið sagt, er það merkingarleysa að segja að Kvennaframboðið hafi „afneitað baráttu fyrir þjóðfélagi, byggt á hug- sjón mannlegra samskipta”. Mann- leg samskipti eru margvísleg og ekki öll til eftirbreytni. Það gildir það sama um mannleg samskipti og breytingar í átt að menningu kvenna, við verðum að glæða þau innihaldi sem stríðir ekki gegn okkar bestu vit- und. Við í Kvennaframboðinu erum bæði að reyna að fást við þetta inni- hald og þau skref sem við teljum vænlegust á leið breytinganna. Það er hins vegar vert að hafa það skrifað bak við eyrað að Kvennaframboðið eitt og sér breytir hinni reykvísku ver- öld ekki í himneskan Edensrann. AUar væntingar á þann veginn eru blekking ein. Kvennaframboðið get- ur engu að síður haft mikil áhrif á stefnumótun og frumkvæði í borg- inni. Það getur sáð fræjum í nýjan svörð og vonast til að aðrir geri hið sama svo af þeim yaxi gróskumikið gras. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Fré funtMum KvennaframboðU IReytyavfk Hvar skal standa 1. itiai? 1. mai skipar ekki háan sess i hug- um launafólks á íslandi. Og hvers vegna ætti hann svo sem að gera það? Við höfum vanist því lengi aðsjá full- trúa flokkanna 1 verkalýðshreyfing- unni draga fram sjálfsagðar (og sum- ar áratuga gamlar) kröfur sem annars eru þeim ekki leiðarljós milli tylli- daga. Þá eru þær seldar fyrir „greiðslugetu atvinnuveganna” og „ekkert svigrúm” tU kjarabóta. Sam- hjálp alþýðu út yfir landamæri er • löngu orðin að fiokkspóUtík i munni þessara manna og orðin meiningar- laus á kröfuborðum hinna hefð- bundnu 1. mai-aðgerða. Ekki minnist ég þess, að al- mennu launafólki gefist nokkurt tækifæri til þess að móta aðgerðir dagsins og er það í samræmi við um- gengnina um lýðræði á slóðum verkalýðsbroddanna fiestra. Kannski hefði verið ástæða til að hafa kröft- ugar kröfugöngur nú í upphafi samn- ingalotu, þar sem atvinnurekendur og ráðherrar fortaka fyrir nokkrar leiðréttingar á margra ára kaupráni? Nei — 1. mai er því miður frídagur í augum svo margra, í besta falli há- tíðisdagur einber. Andstaðan við samvinnu verka- lýðsbrodda og atvinnurekenda hefur verið fremur veikburða árum saman. Það má tengja þróun svokallaðra verkalýðsflokka til hægri og kreddu- festu okkar yngri mannanna sem hafa reynt að mynda nýtt afi til vinstri. Á 1. maí hefur staðan birst fólki í 2—3 aðgerðum i Reykjavik (og víðar) til hliðar við göngu og fund fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, BSRB og Iönnemasambandsins. Auðvitaö hefur margt í starfi rót- tæklinganna borið árangur og mikil reynsla liggur nú frammi. En æ fleir- um skilst loks að samvinna um mál- efni og umræður um ólika hug- myndafræði eru ekld andstæður, heldur þættir í bráðnauðsynlegri bar- áttu fyrir nýjum verkalýðsfiokki í landinu. Aðdragandi andstöðuaðgerðanna 1. maí í ár var því nokkuð ólikur þvi sem áður var. Meira en helmingur atriða sem Fylkingin og Kommún- istasamtökin hafa lagt áherzlu á 1. maí er nánast eins hjá báðum sam- tökum. Umræður milli þcirra reynd- ust nothæfar til að finna málamiðl- anir varðandi mörg önnur atriði. Það sem eftir stóð fór fyrir almennan fund Rauðrar verkalýðseiningar og atkvæðagreiðslu. Baráttusamtök fyr- ir stofnun kommúnistaflokks og Rauösokkahreyfingin blönduðust inn í viðræðurnar. Varð úr að RSH gerð- ist aðili að Rauðri verkalýðseiningu, en BSK ekki. Ég met kröfur og kjörorð Rauðrar verkalýðseiningar sem nothæfan val- kost vinstri manna 1. maí eftir allar málamiölanirnar. Reyndar hefðu fé- lagar Kommúnistasamtakanna kosið mun skarpari andstöðu gegn Sovét- ríkjunum í aðgerðum, mun ákveðn- ari afhjúpun á striðsundirbúningi beggja risaveldanna og skýrari yfir- lýsingar um að Alþýðubandalagið er ekki málsvari verkalýðsstéttarinnar, þegar á heildina er litið. Á þetta og fieiri stefnuatriði munu samtökin og Verkalýðsblaðið leggja sina áherslu 1. maí meðal annars á fundi (opnu húsi) i Sóknarsalnum, Freyjugötu 27 að loknum aðgerðum i miðbænum. Við reykvíska launamenn segi ég: — Ef þú vilt leggja áherslu á kröfur um lýðræði og stéttabaráttustefnu í verkalýðshreyfingunni; — ef þú vilt taka upp baráttu gegn kreppupólitik peningavaldsins; — ef þú vilt berjast fyrir friði og gegn vígbúnaði sem beinist gegn alþýðu manna; — ef þú vilt styðja alþýðuna í E1 Salvador, jafnt sem í Afganistan, taktu þér þá stöðu í göngu Rauðrar verkalýðseiningar og síðast en ekki sfst: Líttu inn til okkar sem stöndum að Verkalýðsblaðinu. Ari T. Guðmundsson Kjallarinn AriTrausti Guðmundsson ^ „Samhjálp alþýðu út yfír landamæri er löngu oröin aö flokkspólitík í munni þess- ara manna og orðin meiningarlaus á kröfu- borðum hinna hefðbundnu 1. maf-aðgerða,” segir Ari T. Guðmundsson í grein sinni um verkalýðsdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.