Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Page 21
20
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982.
NYLON
VIND
GALLAR
Rauðir
og bláir
Ný
sending
komin
j^k.
St. 2-3-4 kr. 220.-
St. 6-8-10 kr. 228.-
St. 12-14-16 kr. 238.-
VERZLUNIN VAL
Strandgötu 34,
Hafnaríirði sími52070
Góð
matarkaup
pr. kg.
Kindahakk 29.90
Folaldahakk 33.00
Saltkjötshakk 45.00
Lambahakk 45.00
IMautahakk 85.00
Nautahakk 10 kg 79.00
Kálfahakk 56.00
Svínahakk 83.00
Lambakarbónaði 52.00
Kálfakótdcttur 42.00
Nautahamborgarar
7 kr. stykkið
Amcrísku pizzurnar
verð frá 56.00 kr
pakkinn.
■ugatæk 2, simi 86511.
Si jum fyrir gluggum ogi
gt jnum járnbenta steinst
Fullkomnasta tsakni 1
er hagkvæmasta
lausnin. Förum
hvert á lartd sem er.
Demantssogun
SKS©@
Ólafur Kr. Sigurösson hf.
Suöurfandsbraut 6 - siml 83499
íþróttir
DAGBLADIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 30. APRlL 1982.
íþróttir íþróttir íþróttir
54 villur gefnar í körfuknattleik:
Flautukonsert
— og Egypti tróð upp með einleik á f lautu þegar Ungverjar unnu
íslendinga 114:90
Guðrún Ingólfsdóttir — sést hér I metkasti sinu I gær.
DV-mynd: Sveinn.
Guðrún rauf
15 m múrinn
— og setti glæsilegt íslandsmet í kúluvarpi í gær
FrjAIsiþróttakonan snjalla
Guðrún Ingólfsdóttir úr KR lætur
ekki að sér hæða. Guðrún, sem
setti íslandsmet i kringlukasti á
miðvikudagskvöldið, er hún
kastaði 52.24 m, bætti um betur ú
Laugardalsvellinum i rigningu og
roki i gær og gerði sér lítið fyrir og
setti Islandsmet i kúluvarpi —
kastaði kúlunni 15.11 m í fyrsta
kasti sinu.
Gamla metið, sem Guðrún átti
sjálf, var 14.21 m. Guðrún kastaði
alls fjórum sinnum iengra en gamla
metið var — fyrst 15.11, síðan
14.36, 14.80 og 14.77 ir.,en eitt kast
hennar var ógilt.
Það er greinilegt á öllu, að
Guðrún mun verða í miklum
metaham i sumar og mun hún stór-
bæta met sin í kringlukasti og kúlu-
varpi.
__________________-sos
Sigur hjá
Valsmönnum
Valsmenn náðu að tryggja sér
sigur (2—0) yfir Ármenningum i
Reykjavikurmótinu i knattspyrnu i
gærkvöldi. Njáll Eiðsson og Magni
Pétursson skoruðu mörkin.
Frá Kjartani L. Pálssyni — frétta-
manni DV á EM i körfuknattleik i
Edinborg: — Egypr.ki dómarinn eyði-
lagði þennan leik, með flautukonsert.
Það var eins og að vera á tónleikum,
þar sem einleikur á flautu var leikinn.
Við misstum algjörlega taktinn og ég
hef aldrei kynn/t þvi, að dæmdar væru
23 villur á eitt lið — i fyrri hálfleik i
körfuknattleik, sagði Matyas Ranky,
þjálfari ungverska liðsins, eftir að
Ungverjar höfðu unnið sigur (114:90)
yfir íslendingum i fjörugum leik.
— Leikmenn íslenzka liðsins voru
ákveðnir og grimmir og ég átti ekki von
á því, að þeir skoruöu 90 stig gegn
okkur, sagöi Ranky.
Það er óhætt að segja að dómararnir
hafi leikiö stærsta hlutverkið í leiknum,
en þeir voru frá Austurríki og Egypta-
landi. Þeir flautuðu á allar snertingar í
fyrri hálfleik, sem sést bezt á því, að
Ungverjar voru komnir meö 23 villur í
fyrri hálfleiknum og íslendingar 17.
Bæöi liöin voru komin með „Bonus”
eftir 12 min. leik og síðustu 8 mín. af
hálfleiknum var leikinn algjör göngu-
bolti, enda tóku þær heilar 30 mín.
Leikmenn liðanna skiptust á að ganga á
milli karfanna tilaötakavítaskot.
„Nú er nóg komið"
Það var greinilegt að eftirlitsdómar-
inn i leiknum var ekki ánægöur með
þessa þróun á leiknum, því að hann fór
inn í búningsklefa dómaranna í hálfleik
og sagði aö það væri nóg komið af því
góða. Dómararnir yrðu að hætta
flautukonsertinum, til að leiknum
myndi ljúka, þannig að liöin gætu verið
með fullskipuö lið inn á, eða 5 leik-
menn. Sú hætta blasti við í leikhléi, að
flest allir leikmennirnir I leiknum yrðu
að yfirgefa völlinn með 5 villur.
Það er þó ekki hægt að segja að
dómararnir hafi dæmt illa — þeir voru
bara of grimmir á smávægilegar snert-
ingar leikmanna.
Fjörugur og góður
leikur
Dómararnir slökuðu á í seinni hálf-
ieik og varð ieikurinn þá mjög opinn og
skemmtilegur — og var hraðinn mikill.
Ungverjar byrjuðu leikinn vel —
komust yfir 35:16, en Islendingum
tókst að minnka muninn í 60:47 fyrir
leikhlé. Ungverjar voru svo sterkari í
seinni hálfleik — hittu mun betur en
íslendingar. Þeir unnu síðan örugglega
114:90. Sjö af leikmönnum Ungvejra
eruyfir2m.
Torfi Magnússon var bezti leik-
maður íslands og þá var Guðsteinn
Ingimarsson góður. Þá var gaman að
fylgjast með hinum smávaxna miðherja
— Viðari Vignissyni í viðureign hans
við hina stóru Ungverja.
Kristbjörn
stóð sig
m jög vel
Kristbjörn Albertsson, formaflur
KKÍ, dæmdi leik Skotlands og
Egyptalands hér I Edinborg I gærkvöldi
og skilaði hann hlutverki sinu vd.
Skotar unnu leikinn 86:74.
-Idp-
Leikurinn í tölum
Alls voru dæmdar 54 villur í leikn-
um, sem jaðrar við heimsmet.
Ungverjar fengu 32 og fslendingar 22.
Skotnýting fslands var aðeins 35%- 30
af 84 skotum rötuðu ofan í körfuna.
Ungverjar voru með 520/o nýtingu — 46
skot hittu ofan í körfuna af 87. ísland
fékk 41 víti — hitt úr 30, eða 73%
nýting. Ungverjar voru með 81%
nýtingu — hittu úr 22 vítaskotum af 27.
Ungverjar tóku 36 vamarfráköst og
18 sóknarfráköst. íslendingar tóku 22
varnarfráköst og 13 sóknarfráköst.
Símon Óiafsson var þar drýgstur —
hirti 8 varnarfráköst og þrjú í sókn.
Þeir sem skoruðu stig ísiands voru
(skotnýting innan sviga: Torfi 18/8
(45.4%), Valur Ingimundarson 17/3
(38.8%), Símon 16/8 (26,6%),
Ríkharður Hrafnkelsson 16/2 (36,8%),
Viðar 7, Axel 6, Guðsteinn 4, Kristján
4 og Jón Kr. Gíslason 2.
-klp-/-SOS
Frá
Kjartani L
Pálssyni
íEdinborg
EM-keppnin í
körfuknattleik
Aganef nd UEFA kemur saman í dag:
0 Torfi Magnússon — átti góðan leik gegn Ungvcrjum.
DV-mynd: Friðþjófur.
Anderlecht vill
nýjan leik
gegn Aston Villa
— vegna ólátanna í Brussel þar sem þurfti að stöðva leik liðanna í 10 mín.
Frá Kjartani L. Pálssyni — frétta-
manni DV I Skotlandi. — Ég hef ekki
trú á þvi, að við verðum látnir blæða
fyrír það, sem áhangendur okkar gerðu
í Brussel, sagfli Tony Barton, fram-
kvæmdastjóri Aston Villa i viötali viö
enska blaðið Daily Mirror. Hann átti
þá vifl ólætin sem brutust út i leik
Aston Villa gegn Anderiecht í Brussel,
þegar stöflva þurfti leikinn i 10 min.,
eftir ólæti áhangenda Aston Villa, sem
ruddust út á völl, börflu á belgiskum
lögreglumönnum og áhangendum
Anderlecht.
Aganefnd UEFA kemur saman I
Zurich í dag og verður þá málið tekið
fyrir og er reiknað með að Aston Villa
fái sekt og heimaleikjabann í Evrópu-
keppni. Forráðamenn Anderlecht hafa
krafizt þess, að leikurinn verði leikinn
upp að nýju, vegna þess atviks,
að þegar einn af leikmönnum
Anderlecht var kominn í gott mark-
tækifæri, kom einn áhangandi Aston
Villa þeysandi inn á völlinn — út i
markteig Aston Villa og hafði hann
truflandi áhrif á leikmann Anderlecht.
Forráöamenn Anderlecht kröfðust
þessfyrst aðAston Villa yrði ekki látið
leika úrslitaleikinn gegn Bayern
Mtinchen í Rotterdam 26. maí, en síöan
hafa þeir óskað eftir því að seinni
leikur Anderlecht og Aston Villa verði
leikinn upp að nýju. -klp-/-SOS
Jon var
ekki með
Jón Sigurðsson, fyrirliði íslenzka
landsliflsins gat ekki leikið með gegn
Ungverjum, þar sem hann meíddist í
bald gegn Austurriki, eins og DV hefur
sagt frá. Það er þvi óhætt að segja að
hvert áfallið á fætur öðru hafi dunifl á
islenzka liðinu, þvi aö Jónas Jóhannes-
son meiddlst fyrir keppnina f Edinborg
— i Hollandi.
-kip-
29
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
Webster í lands-
lið íslands
Hann hef ur sótt um íslen^kan ríkisborgararétt.
— Mikill styrkur að fá Webster í lið okkar,
segir Einar Bollason
9 FIBA tók vegabréf Bandarikjamannanna sem
leika í Edinborg til athugunar
Frá Kjartani L. Pálssyni —
fréttamanni DV i Edinborg.
„Þafl væri mikill styrkur fyrir
okkur að hafa Bandarikjamanninn
Dakarsta Webster i herbúðum okkar.
Þar mefl fengjum við hávaxinn
leikmann I staflinn fyrir Pétur
Guðmundsson, sagði Einar Bollason,
landsliðsþjálfari i körfuknattleik.
Webster, sem hefur leikið með KR,
SkaUagrími I Borgarnesi og nú með
Haukum, er kvæntur isienzkri stúlku
og hefnr hann sótt um islenzkan
ríkisborgararétt.
— Eftir að hafa kynnzt keppninni
hér í Edinborg hefðum við hæglega
getað notað þá Webster og Stu
Johnson hjá KR, eins og írar,
Austurríkismenn og Skotar, sem eru
með Bandarík jamenn í sinum liðum, en
þeir Bandaríkjamenn eru bæði með
bandarísk vegabréf og einnig með
vegabréf frá þeim löndum, sem þeir
ieika fyrir, þannig að þeir ganga með
tvð vegabréf á sér, sagði Einar.
„Mikiö vandamál"
Kristbjörn Albertsson, formaður
KKÍ, sagði að það væri nú þegar orðið
mikið vandamál i Evróptí, hve margir
Bandaríkjamenn væru farnir að leika
með landsliðum í Evrópu, en þeir
væru allir með tvöföld vegabréf. T.d.
lékjusexBandaríkjamenn í enskalands-
liðinu og Svíar gætu hæglega stillt upp
liði eingöngu skipuöu Bandaríkja-
mönnum. — Til að koma í veg fyrir þá
þróun að landsliðin væru nær eingöngu
skipuö Bandaríkjamönnum, yrði að
fara að taka hart á vegabréfum, þannig
að hiö eina og sanna vegabréf yrði látið
gilda,” sagðiKristlbjörn.
Það skeði hér í gær að fulltrúar
alþjóða körfuknattleikssambandsins,
FIBA, tóku vegabréfin af þeim Banda-
ríkjamönnum, sem leika hér — þrír
með Skotum, tveir með Austurrikis-
mönnum og einn með írum, til að
kanna þau nánar. Bandaríkjamaðurinn
sem leikur með írum var t.d. með
bandariskt vegabréf, en siðan var hann
0 Dakarsta Webster.
aðeins með útfyilt skjal, sem skráð var
á, aö hann færi fæddur íri. Það skjai
verður nú athugað í herbúðum FIBA.
Það er vitað að atvinnumennska í
körfuknattleik er orðin útbreidd í
Evrópu og í Evrópu leika margir at-
vinnumenn, þótt FIBA viðurkenni
aðeins atvinnumennsku í Banda-
ríkjunum og á Filippseyjum.
Körfuknattleiksmenn annarra þjóða
eru aðeins áhugamenn — eftir reglum
FIBA — sem verður að fara að endur-
skoða.
-klp/-SOS.
Mike England sendir
Englendingum tóninn
Frá Kjartani L. Pálssyni fréttamanni
DV í Skotlandi.
— Mike England, landsliðsein-
vaidur Wales, sendi Englendingum
heldur betur tóninn eftir landsleik
Wales og Englands i Cardiff. —
„Enska landsliðið leikur sömu
leiðinlegu knattspyrnuna og undan-
farin ár og er liðið þafl slakt, að það
verður sent heim frá Spáni með fyrstu
ferð,” sagði England m.a. í sjónvarps-
viðtali.
England sagði að Englendingar ættu
ekki möguleika gegn Frökkum og
Tékkum, ef þeir héldu áfram á þessari
braut.
„Þurfum margt að laga"
Ron Greenwood sagði í blaðaviðtali
við Daily Mirror í gær að það væri
margt rétt sem Mike England hefði
sagt, þótt hann hefði stundum tekið of
stórt upp í sig. — Við erum ekki enn
byrjaðir á lokaundirbúningi okkar fyrir
HM vegna þess hve þétt er leikið í
Englandi og það verður ekki fyrr en
eftir 15. maí að við getum fariö að taka
á hlutunum af fullri alvöru. — Við
þurfum margt að laga og slípa fyrir
HM-keppnina og til þess munum við
nota landsleiki gegn Hollendingum,
Finnum, Skotum og islendingum,
sagði Greenwood.
-klp-/-SOS.
ísland með
eina kvenmanninn
Það hefur vakið mikla athygli
hér I EM i Edinborg að
íslendingar eru eina þátttöku-
þjóðin, sem er með kvenmann i
herbúðum sínum. Stúlkan sem
hér er um að ræða er Svanhvit
Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari
íslenzka landsliðsins, en hún
hefur verífl sjúkraþjálfari lands-
liðsins í tvö ár. -klp-
Mike England.
Gautaborg—Hamborg 5. maí:
Fólk beið í bið-
röðum alla nóttina
— til að ná í miða á leikinn og uppselt varð á nokkrum klukkustundum
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
manni DVI Sviþjóð.
Þegar er uppselt á fyrri leik IFK
Gautaborgar og Hamburger SV i
úrslltnm UEFA-keppninnar I knatt-
spyrnn. Leikurinn verður 5. mai á
Ullivi-leikvanginum I Gautaborg.
Þ6 sjónvarpað verði beint frá leikn-
um seldust allir aðgöngumiðarnir,
rúmlega 50 þúsund, upp á örfáum
klukkustundum, þegar forsalan hófst á
þriðjudag. Fólk beið fyrir utan völlinn
alla nóttina i biðröðum.
Gautaborgar-liðið lék sinn fyrsta leik
í Allsvenskan á mánudag. Sigraði þá
Braga á heimavelli 1—0 en það gæti
orðið dýrkeyptur sigur. Helzti
leikmaður liðsins, miðherjinn Torbjörn
Nilsson meiddist. Skallaði saman við
mótherja og var borinn af velli.
Saumuð mörg spor í höfuð hans, auk
þess sem hann fékk heUahristing. Svíar
vona þó að hann verði til i slaginn við
þýzkaliðið 5. maí.
GAJ/hsím.
3m$£
Gunnar.
Deilda-
keppni
— í badminton
Deildakeppnin i b&dminton
verður um helgina. Keppt i 1. og 2.
deild. t 1. deild eru þrjú lið frá
TBR, tvö lið frá KR og eitt frá ÍA.
t 2. deild eru lið Vals, Vikings,
Gerplu og D-lið TBR. Keppnin
hefst kl. 10 á laugardagsmorgun og
stendur til 17 þann dag. Á
sunnudag kl. 10 og lýkur kl. 15
með verðlaunaafhendingu.
Gunnaráfram
hjá Stjörnunni
Gunnar Einarsson,
landsliðsmaðurinn kunni,
i FH hér á árum áður, var
f fyrrakvöld endurráðinn
þjálfarí Stjörnunnar i
Garðabæ. Hann mun
einnig leika með liðinu
næsta keppnistímabil.
Undir stjórn Gunnars
vann Stjarnan sér sæti i
1. deild i vor. í fyrsta
skipti í sögu félagsins.hsím.
Nýtt íþróttahús við
Igrasvöllinn á ísafirði
Frá Val Jónatanssyni,
fréttamanni DV á Ísafirði:
Knattspyrnuvöllurinn á
isafirði, þ.e.a.s. grasvöll-
urinn ft Torfunesi, verður
tilbúinn til notkunar i
endaðan mai, miðað við
ástand vallarins i dag. Að
sögn iþróttafulltrúans,
Björns Helgasonar, hefur
völiurinn komið mjög vel
undan snjó eftir veturinn.
Tekið verður i notkun
nýtt og glæsilegt iþrótta-
vallarhús við völlinn,
unnifl er af miklum krafti
þessa dagana til að koma
þvi í gagnið sem fyrst.
Stefnt er að þvi að þessu
verki verðí lokiö um
miöjan júní.
Mikill áhugi er nú á
knattspyrnunni á ísafirði
því nú verður lið þeirra ís-
firðinga f 1. deild f fyrsta
sinn i 20 ár og ætla þeir
sér stóra hluti i 1. deild-
inni í sumar.
tt.b1
* ' ■_* ' :.
|UV.
ívwx
Ricky B.'uch.
STAÐAN
Staflan er nú þessi í
Evrópukeppninni i körfuknattleik
í Edinborg, eftir þá leiki sem búnir
eru:
Austurriki-ísland
Ungverjaland-Egyptaland
Skotland-írland
Ungverjaland-island
Skotland-Egyptaland
Austurríki-Írland
Ungverjaland
Austurriki
Skotland
Egyptaland
trland
ísland
91:77
94:84
54:43
114:90
86:74
69:58
220 211:177 4
2 2 0 160:135 4
220 140:117 4
20? n
202 101:123 0
2 0 2 167:205 0
Bruch ætlar sér
stóra hluti
— kastaði kringlunni 62.64 m
Frá Gunnlaugi A. Jóns-
syni, fréttamanni DV i
Sviþjóð.
Sænsld krafta-
jötunninn Rick Bruch
tók þátt í sinni fyrstu
kringlukastskeppni i
Hálsingborg á miðviku-
dag, eftir langt hlé. Um
1970 var Ricky einn fræg-
asti kringlukastari heims
og heimsmethafi. Hann
náði prýðilegum árangri á
mótinu í Hálsingborg.
Kastaði 62,64 metra.
Sagðist þó ekki vera neitt
farinn að æfa tækni,
heffli aðeins byggt upp
skrokkinn. Ætlar sér stóra
hluti i framtíðinni.
-GAJ.
Fyrsta opna
golfmótið
— verður á Strandarvelli
á Rangárvöllum
Fyrsta opsa golfmótið
I á árinu fer fram á Strand-
| arvelli á F's*jgárvöllum á
morgun og verfla leiknar
18 holur með og án for-
gjafar. Þetta er 30 ára af-
mælismót Golfklúbbs
i Hellu.
f tilefni mótsins,
verður tekinn í gagnið nýr
golfskáli, en staðið hefur
yfir bygging á honum frá
sl. sumri. Golfklúbburinn
hefur tryggt sér land undir
18 holu völl og er áformað
að hefja framkvæmdir við
stækkun vallarins i