Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Qupperneq 40
Hlutaskiptum á Alþingi að Ijúka: Búrfellsvirkjun II sam- hliöa virkjun Blöndu —og kísilmálmverksmiðjan Iffguð við á ný „Það er verið að skera þá síðustu niður úr gálganum,” sagði einn þeirra þingmanna, sem DV ræddi við í morgun um stöðu hlutaskiptanna á Alþingi, sem staðið hafa linnulaust undanfarið. Stífla Blönduvirkjunar verður byggð þannig að „hægt sé að stækka lónið”, 140 megawatta viðbót við Búrfellsvirkjun er bætt inn í virkjanaröðina, og heimilað verður að hefja urtdirbúning að kísilmálm- verksmiðjufélagi á Reyðarfirði. Steinullarmálið var hins vegar ennþá í hnút. Röðun næstu virkjana hefur nú tekið þá stefnu, að samhliða 177 MW Blönduvirkjun sem næstu stórvirkj- un, verði ráð: t í ívöföldun Búrfells- virkjunar og a” hennar aukið um 140 MW. Kemur sj framkvæmd í stað viðbótar við Sigöldu- og Hrauneyja- fossvirkjanir, en þegar liggja fyrir ákvarðanir um miklar miðlunarfram- kvæmdir á Þjórsársvæðinu með Kvíslaveitu, stækkun Þórisvatns- miðlunar og stíflugerð við Sultar- tanga. Þá er ennfremur gert ráð fyrir Fljótsdalsvirkjun samhliða, ef næg orkusala til stóriðju liggur fyrir. Lagafrumvarp um tvöföldun Búrfellsvirkjunar verður liklega sýnt á Alþingi í dag, en ekki er gert ráð fyrir að það nái fram að ganga fyrr en í haust, vegna tímaskorts á þing- inu nú. Þrátt fyrir mikinn ágreining um kisilmálmverksmiðju á Reyðarfirði mun nú verða veitt heimild til undir- búnings að verksmiðjufélagi, en leggja þarf málið á ný fyrir Alþingi til endanlegrar afgreiðslu. Upp úr þjarkinu um miðlunarstiflu Blönduvirkjunar kemur svo loks eins og fyrr segir, að hún verði byggð þannig í upphafi að „hægt verði að stækka lónið”. Þetta er nýtt orðalag, en í því felst að virkjunaraðili, væntanlega Landsvirkjun, fær frjálsar hendur til þess að ákveða tilhögun stíflugerðarinnar. Hins vegar er ótvírætt ákvæði um að „lónið verði ekki stækkað” úr 220 gígalítrum i 400, nema með samþykki Alþingis. Það er því ljóst, að sam- komulag sem náðst hafði milli flestra þingmanna hefur orðið ofan á, krafa Páls Péturssonar um að stíflan verði í fyrstu aðeins byggð fyrir 220 gígalítra lón hefur orðið undir. HERB Hann var kaldur í morgun þegar menn risu úr rekkju. Frost var í Reykjavík í nótt, þrátt fyrir það að sumariO sé komiO samkvæmt almanakinu. Þessi velviljaöi lögreglumaður aðstoðaðibíleiganda íReykjavík ímorgun, en bílhurðin var írosin aftur. DV-myndS r Fráeldhúsdagsumræðunumígærkvöld: „Olafur Jóh. leitar að ágreiningsmálum” —sagði Svavar Gestsson — „Ekki skilyrði til almennra launa- hækkana,” sögðu ráðherrar Framsóknar Tollvörugeymslu- innbrotið upplýst Bræður tveir, úr Reykjavík, annar tvítugur og hinn á 16. ári, hafa játað að hafa brotizt inn í Tollvöru- geymsluna í Reykjavík um síðustu jól. Hafa bræðurnir áður komizt í kast við rannsóknarlögregluna. í innbrotinu i Tollvörugeymsluna var rofið gat á útvegg og svo brotizt inn í geymslu fjögurra fyrirtækja. Þaðan var stolið allmiklu af raftækjum til heimilisnota og hljómflutnings- tækjum, verðmæti að upphæð tugum þúsunda króna. Teki?t hefur að hafa upp á nær öllu þýfinu. -KÞ': Allharðurárekstur á Skaganum Allharður árekstur varð á Akranesi i gærkvöld þegar tvær bifreiðir skullu saman á mótum Kirkjugerðis og Merkigerðis þar í bæ. Bifreiðarnar eru óökufærar eftir en litil sem engin slys urðu á mönnum. Hér voru á ferðinni fólksbílar, Fíat og Cortina, og svo virðist sem orsök slyssins sé sú að önnur bifreiðin hafi ekki virt biðskyldu. -KÞ. Stórhríð og stórviðri fyrir norðan í morgun Ekki virðist sumarið alveg komið enn, það urðu þeir Akureyrarmenn varir við í morgun þegar þeir vöknuðu og litu út um gluggana hjá sér. Þá var stórhrið og skyggni um 500 metrar, alveg eins og um hávetur væri. Hálka var því á götum Akureyrar, enda 6 stiga frost, þar í bæ á tíunda tímanum í morgun. Sömu sögu var að segja frá Húsa- vík, þar var norðanstórviðri og stórhrið og töluvert frost. -KÞ. RÍfi Hamrasvanur aflahæstur Nítján bátar hafa lagt upp í Rifi í vetur. Afli er mjög svipaður og í fyrra. Þrír aflahæstu bátarnir 24. apríl sl. voru Hamrasvanur með 693 tonn, Rifnes með 658 tonn og Saxhamar með 627 tonn. Afli var þokkalegur fram að páskastoppinu, en eftir það sáralítill sem enginn. -Hafsteinn, Hellissandi. Eskifjörður: Góðurafli Eskifjarðartogararnir hafa fiskað nokkuð vel frá áramótum. Til a jrílloka hefur aflamagn togarans Hól naness SU 1 verið 1372 tonn. B úttóverðmæti aflans var 6.2 millj. kr. og fór tog- arinn 11 veiðiferðir. Meðalverð á kílói var 4,55 kr. Hásetahluturinn með orlofi var 111,291 kr. Togarinn Hólmatindur SU 220 fiskaði 1168 tonn á þessu tímabili og var brúttóverðmæti aflans í 11 veiðiferðum 5.5 milljónir og meðalverð á kíló 4.68 kr. Hásetahluturinn með orlofi var94.194 kr. -Regína/Eskifirði. „Ólafur Jóhannesson hefur lagt sig fram um að finna ágreiningsmál í ríkis- stjóninni,” sagði Svavar Gestsson ráð- herra í eldhúsdagsumræðunum í gær- kvöld. Að öðru leyti en því hefði stjórnarsamstarfið gengið vel. Ingvar Gislason ráðherra sagði að skilyrði til almennra launahækkana væru ekki fyrir hendi. Flokksbróðir hans, Steingrímur Hermannsson ráð- herra, sagði einnig að grunnkaups- hækkanir að einhverju marki væru úti- lokaðar. Steingrímur sagði að sjávarútvegs- ráðuneytið mundi næstu daga gefa út stórum hertar reglur um kaup á fiski- skipum. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra sagði að nú væri rætt um nýja viðmiðun fyrir vísitölu, sem tæki tillit til félagslegrar þjónustu og yrði betri mælikvarði á lífskjör en núgildandi vísitölukerfi. Á íslandi einu landa hefði ekki komið til atvinnuleysis. Þótt blik- ur væru á lofti og brugðið gæti til beggja vona, væru kveinstafir og grát- kórar ástæðulausir. Geir Hallgrímsson(S) sagði að Al- þýðubandalagið hefði ráðið ferðinni í lands- og borgarmálum i fjögur „glötuð” ár. Atvinnu væri haldið uppi með erlendu lánsfé. Þjóðin væri komin í vitahring erlendra lána. Karvel Pálmason (A) sagði að offjölgun fiskiskipa leiddi til þess að tekjur sjómanna ykjust ekki í krónu- tölu í ár, meðan verðbólgan væri 40— 50%. Friðjón Þórðarson ráðherra sagði að varla yrði mikið gert nema andæfa og verjast áföllum, meðan svo hart væri í heimi. En ekki væri ástæða til að fyllast bölsýni. -HH frfálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. Minnkun Blöndu- virkjunar: 16-18% hækkun á rafmagni „Ef Blönduvirkjun verður miðuð við 220 gígalítra en ekki 400 gígalítra þá verður kostnaðaraukning á hverja orku einingu sem virkjunin framleiðir. Raf- orkuverðið yrði því liklega 16—18% hærra vegna þess að framleiðslugeta virkjunarinnar minnkar,” sagði Guðjón Guðmundsson rekstrarstjóri Rafmagnsveitna ríkisins en þingflokk- ur Framsóknarflokksins samþykkti fyrir skömmu ályktun um Blöndu sem sumir skilja sem kröfu um að virkjunin verði minnkuð í 220 gigalítra. í samn- ingum sem undirritaðir hafa verið við hreppana fimm er hins vegar gert ráð fyrir að lónið verði 400 gígalítrar ef raf- orkuþörfin krefur og samkvæmt um- mælum iðnaðarráðherra í DV í fyrra- dag breytir samþykkt framsóknar- manna engu þar um. -GB. Breyting á toltareglum: Bflar lækka um 6-14 prósent ' : S Á vegum fjármálaráðuneytisins hefur nú verið gefin út ný reglugerð um innflutningsgjöld af bifreiðum og aðrar eldri jafnframt felldar niður. Samkvæmt þessum nýju reglum lækkar sérstakt innflutningsgjald nú úr 35—50% í 5—30% af öðrum ökutækj- um en litlum sparneytnum bilum. Af þeim er gjaldið alveg fellt niður. Verður gjaldið miðað við stærð sprengirýmis eða eigin þyngd og sú tala látin ráða sfem er innflytjandanum hag- stæðari. Mun þetta þýða um 6—14% verðlækkun á bifreiðum og hjólum. Jafnframt hefur verið fellt niður 24% vörugjald á ýmsum tækjum og varahlutum til iðnaðar, i því skyni að bæta samkeppnisaðstöðu innlendra iðnfyrirtækja. -JB ; ag DV-bíó Sjóaragrin heitir myndin í DV- bíóinu á sunnudaginn. Þetta ergaman- mynd i lit en ekki með íslenzkum texta. Myndin er að vanda sýnd í Regnbog- anum kl. 13. DagblaðiðogVísir DV kemur ekki út á morgun, laug- ardaginn 1. maí. Næsta blað kemur út mánudaginn 3. maí. Smáauglýsinga- deildin er opin í dag til kl. 22, en lokuð á morgun, laugardag. Opið verður á sunnudag 2. maí kl. 18—22. Smáaug- lýsingadeildin er í Þverholti 11, sími 27022. LOKI Með tilliti til þróunar ísienzkra fíugmála er það Ijóst að það er mesta ógæfa Freddie Laker að vera ekki framsóknarmaður. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.